Mýrdalshreppur

Sameining á Suðurlandi úr sögunni í bili
Ekkert verður af umleitunum sveitarstjórnar Skaftárhrepps um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hafnaði tillögunni og meirihluti íbúa Rangárþings ytra vill hætta viðræðum í bili.
Sameining aftur til skoðunar á Suðurlandi
Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi kanna möguleika á því að þau sameinist. Kosið var um sameiningu í sveitarfélögunum og hún samþykkt, en þá var Ásahreppur með í myndinni en þar var sameiningin felld.
Hátt í 20 bílar lent utan vegar við Reynisfjall
Leiðindaveður gengur nú yfir sunnanvert landið. Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hringveginum í krapa og hálku. Fylgdarakstur verður yfir Reynisfjall í kvöld.
17.10.2021 - 18:18
Kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.
Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Viðtal
Lýðræðishalli í byggðasamlögum eitt af kosningamálunum
Eitt af stóru málunum í sameiningarkosningum fimm sveitarfélaga á Suðurlandi er að afnema byggðasamlög. Kosningar um sameiningu fimm sveitarfélaga fer fram samhliða Alþingiskosningum. Formaður samstarfsnefndar um sameininguna segir að byggðasamlögin stuðli að ákveðnum lýðræðishalla því þau endurspegli ekki endilega vilja íbúa.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Óttast að færsla hringvegar skaði fuglalíf
Félagið Fuglavernd óttast að verði af fyrirhugaðri færslu hringvegar um Mýrdal niður að Dyrhólaós, hafi það slæm áhrif á búsvæði fugla. Hagsmunasamtök og íbúar í Mýrdal hafa mótmælt framkvæmdinni sem er inni í samgönguáætlun. Í henni felst meðal annars að gera þarf göng í gegnum Reynisfjall. Fuglavernd segir að nýi vegurinn fari á köflum inn á friðland og óttast að það geti haft varanleg og skaðleg áhrif á Dyrhólaós og fuglalíf.
22.01.2021 - 14:09
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Skepnum bjargað úr brennandi fjárhúsi
Eldur kom upp í fjárhúsi í Mýrdal rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Mbl.is greinir fyrst frá þessu. Kallað var eftir aðstoð Slökkviliðs Mýrdalshrepps og Brunavarna Rangárvallasýslu.
07.05.2020 - 00:51
Fleiri afbókanir en bókanir hjá gististöðum
Ferðatakmarkanir um víða veröld bitna illa á hótelum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu um allt land. Hótelum verður lokað og uppsagnir blasa við. Fimm af sjö hótelum Central hótela í Reykjavík verður lokað vegna afbókana seinustu daga.
18.03.2020 - 12:19
Tvær rútur utan vegar nærri Vík
Hrafnhildur Ævarsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum, segir að nóg hafi verið að gera við að koma ferðamönnum til hjálpar í óveðrinu í dag. Það snjóaði talsvert í nótt í Öræfum og eru aðstæður erfiðar, og núna er hávaðarok og hríðarbylur.
Rafmagnslaust í Vík
Rafmagnslaust varð í Vík og nærsveitum rétt fyrir klukkan fimm. Unnið er að því að reisa varaafl, en óvíst er hversu langan tíma það tekur að sögn Margrétar Evu Þórðardóttur, sérfræðings í stjórnstöð hjá Landsneti. Hún segir að einnig hafi fjarskiptasendir orðið sambandslaus, Tetrasambandið er á varaafli að sögn Margrétar Evu en ekki sjónvarpssendir.
14.02.2020 - 05:22
Björgunarsveitir kemba fjörur í leit að Rimu
Björgunarsveitin Víkverji í Vík leitar áfram í dag að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur sem hefur verið saknað síðan á föstudag. Leitin í dag er þó ekki skipulögð af lögreglu sem ætlar að taka ákvörðun um framhald formlegrar leitar síðdegis í dag.
26.12.2019 - 12:23
Myndskeið
Fór úr axlarlið í Reynisfjöru
Kínverskur ferðamaður fór úr axlarlið í öldugangi í Reynisfjöru um miðjan dag í gær. Leiðsögumaður birti myndband á Facebook í gær sem sýndi kröftuga öldu kastast yfir nokkra ferðamenn í fjörunni í gær og hefur það vakið mikla athygli. Yfirlögregluþjónn segir algengt að ferðamenn virði ekki skilti í fjörunni. Sumir hafi jafnvel stungið sér til sunds.
12.11.2019 - 12:05
Fylgjast náið með Múlakvísl
Veðurstofan vaktar enn Múlakvísl í Mýrdalshreppi. Jökulhlaup er ekki hafið en rafleiðni er mikil á svæðinu, eða um 170 míkrósímens á sentimetra, og tiltölulega mikið vatn í ánni, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að ástandið á staðnum hafi verið svipað allan júlímánuð. Erfitt sé að segja til um hvenær væntanlegt hlaup hefjist.
Á 130 km hraða með laust barn í aftursætinu
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í gærkvöldi ferðamann sem mældist á hátt í 130 kílómetra hraða. Þegar lögreglumaður var að boða ökumann yfir í lögreglubifreiðina veitti hann því athygli að í aftursæti bifreiðarinnar sátu þrír farþegar. Í ljós kom að einn þeirra sat undir þriggja ára barni og barnið því laust í bifreiðinni.
26.07.2019 - 16:24
Fylgjast með GPS-mæli, rafleiðni og vatnshæð
GPS-mæli hefur verið komið upp við sigketil á Mýrdalsjökli og eru vonir bundnar við að hann gefi gleggri upplýsingar um það hvenær hlaup kemur í Múlakvísl. Vísindamenn gera ráð fyrir því að stærsta hlaup í átta ár verði á næstu dögum eða vikum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með Múlakvísl. Engin merki um hlaup séu þó komin fram.
08.07.2019 - 12:06
Engin merki um hlaup í Múlakvísl
Engin merki eru um að hlaup sé komið úr Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Salóme Jórunn Bernharðssdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með fjórum þáttum, jarðhræringum, vatnshæð við Léreftshöfuð, lofttegundum við Láguhvola og rafleiðni í Múlakvísl.
Stærsta hlaup í Múlakvísl í 8 ár
Hlaup gæti hafist í Múlakvísl á næstu dögum. Sérfræðingur í jöklarannsóknum segir viðbúið að hlaupið verði það stærsta í átta ár. Búast megi við að hringvegurinn lokist. Samkvæmt mælingum eru samtals sex milljónir rúmmetra í tveimur kötlum sem er sérstaklega fylgst með.
Fljúga drónum í óleyfi
Dæmi eru um að ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, fljúgi drónum á stöðum þar sem það er óleyfilegt, til dæmis vegna viðkvæms dýralífs. Starfsmenn Kötlu jarðvangs segjast reglulega fá fréttir um drónanotkun ferðamanna þar sem hún er bönnuð.
03.07.2019 - 08:10
Alelda bíll austan við Vík
Eldur kviknaði í bíl skammt austan við Vík rétt um klukkan þrjú í nótt. Tveir voru í bílnum og sakaði þá ekki, en bíllinn er ónýtur. Slökkvilið var kallað út frá Vík í Mýrdal, og gekk greiðlega að slökkva eldinn.
07.06.2019 - 04:52
Fimm vildu stýra Mýrdalshreppi – auglýst aftur
Fimm sóttu um starf sveitarstjóra Mýrdalshrepps sem auglýst var laust til umsóknar 15. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 30. júní. Í fundargerð sveitarstjórnar frá í gær kemur fram að ákveðið hafi verið að framlengja umsóknarfrestinn til 15. júlí og auglýsa aftur.
Viðvörunarkerfi komið upp í Reynisfjöru
Komið hefur verið upp viðvörunarkerfi fyrir hættulegar öldur í Reynisfjöru en þar hafa orðið tvö dauðsföll á undanförnum tveimur árum og margir verið hætt komnir í brimi þar. Fjaran er afar vinsæll áfangastaður ferðamanna og því telur Vegagerðin nauðsynlegt að koma á viðvörunarkerfi þar sem hægt er að fylgjast með aðstæðum í fjörunni. 
15.06.2018 - 10:50
Margir nýir í Mýrdalshreppi
Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á sveitarstjórninni í Mýrdalshreppi þar sem fjórir af fimm gefa ekki kost á sér áfram. Eins og í síðustu kosningum eru tveir listar nú í boði en báðir nýir. Ekki virðast miklar væringar með þeim og eru leikskóla- og skipulagsmál efst á baugi beggja.