Mið- og Suður-Ameríka

Barbados kveður bresku krúnuna
Sandra Mason, landstjóri Barbados, lýsti því yfir á landsþingi þeirra í gær að Elísabet II Bretlandsdrottning verði sett af sem æðsti þjóðhöfðingi ríkisins í nóvember á næsta ári. AFP fréttastofan greinir frá. Yfir hálf öld er síðan Barbados hlaut sjálfstæði frá Bretum. Mason sagði tíma til kominn að ríkið segði skilið við nýlendusögu sína. 
16.09.2020 - 16:48
Fjöldgröf fannst í frumskógi í Panama
Yfirvöld í Panama fundu fjöldagröf á afskekktum stað á hálendi þess. Í janúar fundust sjö lík á svipuðum slóðum sem lögregla telur hafa verið pyntaða og myrta af sértrúarsöfnuði.
Húsleitir hjá aðstoðarmönnum forseta Perú
Lögreglan í Perú leitaði sönnunargagna á heimilum embættismanna í tengslum við rannsókn á forsetanum Martin Vizcarra. Þingmenn í Perú samþykktu á föstudag að ákæra forestann vegna gruns um að hann hafi hindrað framgang rannsóknar á spillingu embættismanna.
13.09.2020 - 05:40
Forseti Perú ákærður fyrir embættisglöp
Ríkisþing Perú samþykkti í gærkvöld að ákæra forsetann Martin Vizcarra fyrir afbrot í embætti. Hann er sakaður um að hafa hindra framgang rannsóknar á spillingu embættismanna í ríkisstjórn hans. Vizcarra fær að verja sig í þingsal á föstudag. Eftir það fara fram umræður og atkvæðagreiðsla um hvort hann sé sekur eða saklaus. Minnst 87 af 130 þingmönnum verða að telja hann sekan til þess að hann verði sviptur embætti.
12.09.2020 - 08:12
Dæmdur í 133 ára fangelsi
Dómstóll á Spáni dæmdi í dag fyrrverandi ofursta í her El Salvador, Inocente Orlando Montano Morales að nafni, í 133 ára fangelsi fyrir að hafa fyrirskipað morð á fimm jesúítaprestum síðla árs 1989. Herforinginn fyrrverandi var einnig ákærður fyrir þrjú morð til viðbótar, en var ekki sakfelldur vegna þeirra.
Sérfræðingur um þjóðflokka drepinn af frumbyggjum
Brasilískur sérfræðingur um þjóðir í Amazon-frumskóginum var drepinn á miðvikudag af þjóð sem yfirvöld hafa ekki komst í samband við. Rieli Franciscato var skotinn með ör í bringuna þegar hann ætlaði í lögreglufylgd að reyna að ná sambandi við þjóðina fyrir hönd ríkisstofnunarinnar Funai, sem sér um málefni frumbyggja í Brasilíu. Franciscato helgaði starfi sínu hjá Funai við að vernda einangraða þjóðflokka. 
11.09.2020 - 07:03
Tíu látnir í mótmælum í Kólumbíu
Minnst tíu voru drepnir og hundruð særðir í óeirðum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. Óeirðirnar brutust út í mótmælum vegna manns sem lést eftir að lögregla skaut ítrekað á hann úr rafbyssu.
11.09.2020 - 03:48
Næst flest staðfest smit á Indlandi
Indland er komið í annað sæti ríkja með flest staðfest kórónuveirusmit á eftir Bandaríkjunum. Yfir 90 þúsund greindust þar með kórónuveirusmit síðasta sólarhring.
07.09.2020 - 08:01
Fellibylurinn Nana kominn yfir Belís
Fellibylurinn Nana kom upp að ströndum Belís í morgun og er óttast að hann valdi þar talsverðu tjóni, sem og í grannríkjunum Gvatemala, El Salvador og Hondúras.
03.09.2020 - 08:33
Maduro náðar stjórnarandstæðinga
Yfir hundrað stjórnarandstöðuþingmenn og aðstoðarmenn stjórnarandstöðuleiðtogans Juan Guaido voru náðaðir í gær af Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Var það gert til þess að leita þjóðarsáttar segir í yfirlýsingu stjórnvalda. Guaido sjálfur var ekki meðal þeirra sem voru náðaðir.
01.09.2020 - 02:36
Yfir 120 þúsund dauðsföll tengd COVID-19 í Brasilíu
Yfir 120 þúsund eru nú látnir í Brasilíu af völdum COVID-19 samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Ríflega 3,8 milljónir tilfella hafa greinst í landinu það sem af er. Yfir 900 dauðsföll af völdum sjúkdómsins voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring, en þau hafa verið um eitt þúsund á sólarhring vikum saman. 
30.08.2020 - 00:51
Morales sakaður um að barna stúlku
Jeanine Anez, starfandi forseti Bólivíu, segir að fyrrverandi forsetinn Evo Morales verði að svara fyrir ásakanir um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum undir lögaldri. Hann er sakaður um að hafa barnað aðra þeirra.
Myndskeið
Óttast gríðarlega eyðileggingu þegar Lára nær landi
Talið er að fellibylurinn Lára verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann kemur upp að strönd Bandaríkjanna síðar í dag. Óttast er að eyðilegging af völdum hans verði gríðarleg.
26.08.2020 - 15:19
Lára nær styrk fellibyls og nálgast Bandaríkin
Hitabeltisstormurinn Lára hefur náð styrk fellibyls sem reiknað er með að nái ströndum Texas eða Louisiana í Bandaríkjunum annað kvöld.
25.08.2020 - 14:03
Yfir 250.000 hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 250.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku svo vitað sé og nær sex og hálf milljón manna smitast af kórónaveirunni sem veldur sjúkdómnum, samkvæmt samantekt Reuters-fréttstofunnar. Inni í þessum tölum eru öll ríki í því sem kalla má rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og suðurúr. Þar hafa um og yfir 3.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest á degi hverjum að undanförnu.
21.08.2020 - 06:42
Bandaríkin og Kólumbía saman gegn fíkniefnaviðskiptum
Bandaríkin og Kólumbía greindu frá nýrri herferð gegn eiturlyfjaviðskiptum. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, og Robert O'Brien, þjóðaröryggisfulltrúi Bandaríkjanna, sögðu frá herferðinni við forsetahöllina í Bogota eftir fund þeirra þar í gærkvöld. Þeir sögðu ekki hvert umfang herferðarinnar yrði.
18.08.2020 - 06:59
Yfir hálf milljón kórónuveirutilfella í Mexíkó
Mexíkó og Perú urðu í gær sjötta og sjöunda ríkið í heiminum þar sem yfir hálf milljón kórónuveirutilfella hefur greinst. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu eru tilfellin orðin rúmlega 505 þúsund talsins og yfir 55 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í landinu það sem af er. Í Perú eru tilfellin orðin nærri 508 þúsund og yfir 25 þúsund eru látnir að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi.
14.08.2020 - 01:36
Sakar fyrrverandi forseta um mútuþægni
Kosningabarátta Enrique Pena Nieto var að hluta til fjármögnuð með mútugreiðslum frá brasilíska verktakafyrirtækinu Odebrecht. Fyrrverandi ráðgjafi hans greindi yfirvöldum frá þessu í gær. 
Tvö fullorðin og níu börn drukknuðu í flóði í Panama
Tvö fullorðin og níu börn úr sömu fjölskyldu drukknuðu í Panama í kvöld þegar asaflóð hreif hús þeirra með sér eftir að þau voru gengin til náða. Tveggja fullorðinna er saknað. Flóðið varð í ánni Bejuco í Veraguas-héraði, vestur af Panamaborg, þegar mikill og skyndilegur vöxtur hljóp í hana eftir skýfall.
10.08.2020 - 00:39
Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
Brasilía: Yfir 100.000 dauðsföll og 3 milljónir smita
Þau tíðindi bárust í kvöld frá heilbrigðisyfirvöldum í Brasilíu að þar hafi fleiri en 100.000 manns dáið úr COVID-19 og kórónaveiran sem veldur sjúkdómnum greinst í fleiri en þremur milljónum manna. Forseti öldungadeildar Brasilíuþings lýsti yfir fjögurra daga þjóðarsorg til að minnast hinna látnu af þessu tilefni.
08.08.2020 - 23:20
Yfir 2.000 dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum í gær
2.060 dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Bandaríkjunum næstliðinn sólarhring og um 58.000 ný kórónaveirusmit voru staðfest þar í landi. Fleiri hafa ekki dáið á einum sólarhring vestra í hartnær þrjá mánuði. Eftir að nokkuð var tekið að hægjast á útbreiðslu farsóttarinnar í Bandaríkjunum í vor færðist hún aftur mjög í aukana í lok júní og hefur ekki slakað á klónni síðan. Rétt rúmlega 160.000 manns hafa nú dáið úr COVID-19 þar í landi og staðfest smit nálgast 4,9 milljónir.
Samtals rúm 110.000 ný smit í Bandaríkjunum og Brasilíu
Rúmlega 57.000 manns greindust með COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn og yfir 53.000 í Bandaríkjunum. Þar voru skráð 1.262 dauðsföll af völdum sjúkdómsins þennan sama sólarhring og í Brasilíu voru þau enn fleiri, eða 1.437. Bandaríkin og Brasilía eru þau ríki sem verst hafa orðið úti í kórónaveirufaraldrinum og ennþá geisar sóttin heitar þar en víðast hvar annars staðar.
Forsetafrúin í Brasilíu kórónuveirusmituð
Michelle Bolsonaro, forsetafrú í Brasilíu hefur greinst með kórónuveiruna. Forsetinn, eiginmaður hennar, var hálfan mánuð í sóttkví eftir að hafa smitast.
Yfir 900 stúlkur og konur hafa horfið í Perú í vor
Yfir 900 stúlkur og konur hurfu í Perú á meðan útgöngubann var þar í gildi í vor vegna kórónaveirufaldursins. Óttast er að þeim hafi verið ráðinn bani. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum hefur lengi verið mikið og landlægt vandamál í Perú.