Mið- og Suður-Ameríka

Höfða mál á hendur bandarískum byssuframleiðendum
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur sex bandarískum byssuframleiðendum, með það fyrir augum að knýja fram breytingar sem torvelda mexíkóskum glæpagengjum að komast yfir morðtólin sem þeir framleiða. Fara Mexíkóar fram á allt að 10 milljarða Bandaríkjadali í skaðabætur af byssuframleiðendunum og strangara eftirlit með útflutningi og sölu á byssum þeirra.
Dómíníski tónlistarmaðurinn Johnny Ventura látinn
Dóminíski tónlistarmaður Johnny Ventura er látinn 81 árs að aldri. Ferill Ventura spannaði meira en sextíu ár og hlaut hann fjölmörg verðlaun á löngum tónlistarferli.
29.07.2021 - 08:29
Yfirmaður öryggismála Haítíforseta handtekinn
Lögregla á Haítí tilkynnti í dag að hún hefði handtekið yfirmann öryggisgæslu Jovenels Moise, forseta Haítí, sem ráðinn var af dögum fyrir skemmstu. Talskona lögreglunnar, Marie Michelle Verrier, staðfesti í samtali við AFP-fréttastofuna að Jean Laguel Civil, yfirmaður öryggismála hjá forsetaembættinu, hafi verið handtekinn, grunaður um aðild að samsæri um morðið á forsetanum á heimili hans í Port Au Prince aðfaranótt 7. júlí.
Fjöldamótmæli gegn Bolsonaro
Tugir og jafnvel hundruð þúsunda fóru um götur 400 borga og bæja í Brasilíu í gær til að krefjast afsagnar eða embættissviptingar forsetans Jairs Bolsonaros. Mótmælti fólk aðgerðum hans en þó enn frekar aðgerðaleysi í COVID-19 faraldrinum, hægagangi við bólusetningu og miklu og vaxandi atvinnuleysi í landinu.
25.07.2021 - 07:30
Enn einn líklegur mótframbjóðandi Ortegas handtekinn
Daniel Ortega og ríkisstjórn hans í Níkaragva halda uppteknum hætti við pólitískar hreinsanir í aðdraganda forsetakosninga þar í landi. Sjöundi maðurinn sem orðaður hefur verið við mótframboð gegn Ortega var handtekinn í gær og er nú í stofufangelsi. Sá handtekni, hægrimaðurinn Noel Vidaurre, er sakaður um að hafa „grafið undan fullveldi og sjálfstæði Níkaragva,“ líkt og aðrir mótframbjóðendur Ortegas.
25.07.2021 - 01:53
40 milljónir greinst með COVID-19 í Rómönsku Ameríku
Staðfest COVID-19 tilfelli í Rómönsku Ameríku eru orðin fleiri en 40 milljónir talsins, samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar á gögnum heilbrigðisyfirvalda í þessum heimshluta. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru tilfellin 40.073.507. Nær helmingurinn, rúmlega 19.6 milljónir smita, greindist í Brasilíu. 1.353.335 dauðsföll hafa verið rakin til sjúkdómsins í Rómönsku Ameríku, þar af nær 550.000 í Brasilíu.
24.07.2021 - 04:39
22 fallnir í blóðugum fangauppreisnum í Ekvador
Ríkisstjórn Ekvadors lýsti í gær yfir neyðarástandi í fangelsum landsins vegna blóðugra fangauppreisna í tveimur öryggisfangelsum, þar sem 22 liggja í valnum og hátt í 60 eru særðir eftir tveggja daga átök. Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, gaf út tilskipun um að beita skuli hverjum þeim ráðum, fjármunum og mannafla sem þörf er á til að koma aftur á röð og reglu í fangelsum landsins.
Bandaríkin innleiða refsiagðerðir gegn Kúbverjum
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að varnarmálaráðherra Kúbu og sérsveit innanríkisráðuneytisins verði útilokuð frá því að eiga viðskipti við bandarískar fjármálastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Allar eignir viðkomandi í Bandaríkjunum, ef einhverjar eru, verða frystar. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir þetta „bara byrjunina" á refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum á Kúbu vegna mannréttindabrota þeirra á friðsömum mótmælendum en stjórnvöld í Havana fordæma aðgerðirnar.
23.07.2021 - 02:33
YouTube fjarlægir myndskeið Brasilíuforseta
Myndefnisveitan YouTube hefur fjarlægt myndskeið með Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu þar sem talið er að í þeim séu rangar eða villandi upplýsingar um kórónuveiruna sem veldur COVID-19. 
Mannskæðar fangauppreisnir í Ekvador
Átta týndu lífinu og rúmlega 20 særðust í blóðugum fangauppreisnum í tveimur fangelsum í Ekvador í gær. Hinir látnu voru allir fangar en tveir hinna særðu eru úr röðum lögreglunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu yfirvalda. Þeir sem létust voru allir í fangelsi í Guayas-héraði í suðvestanverðu landinu, og þar særðust jafnframt lögreglumennirnir tveir. Um tuttugu fangar særðust svo í óeirðum í fangelsi í Cotopaxi-héraði í Andesfjöllunum.
Nýr forsætisráðherra skipaður á Haítí
Ariel Henry var í gær settur í embætti forsætisráðherra Haítís við hátíðlega athöfn í höfuðborginni Port-au-Prince, sama dag og formlegar minningarathafnir voru haldnar um Jovenel Moise, forseta, sem myrtur var fyrir tveimur vikum.
21.07.2021 - 04:41
Lögðu hald á 4,3 tonn af kókaíni
Lögregla og tollayfirvöld á Kosta Ríka lögðu í vikunni hald á 4,3 tonn af kókaíni þegar fulltrúar þeirra réðust til uppgöngu á flutningaskip á leið frá Kólumbíu til Evrópu. Er þetta sagður næst-stærsti kókaínfarmur sem kostarísk yfirvöld hafa komið höndum yfir til þessa. Aukinn kraftur hefur verið settur í baráttu gegn eiturlyfjasmygli og -viðskiptum í Kosta Ríka að undanförnu og í fyrra gerðu þarlend yfirvöld rúmlega 71 tonn af fíkniefnum hvers konar upptæk.
Castillo lýstur forseti Perú
Pedro Castillo var í kvöld lýstur réttkjörinn forseti Perú af kjörstjórn landsins. AFP fréttastofan greinir frá. Castillo er 51 árs gamall kennari og var frambjóðandi vinstri manna í kosningunum fyrir sex vikum. Keiko Fujimori, andstæðingur hans í forsetakjörinu, kærði kosningarnar þar sem hún taldi svik vera í tafli.
20.07.2021 - 01:35
Átta myrtir í veislu í Mexíkó
Átta voru myrtir í veislu í Mexíkó af vopnuðum hópi manna á laugardag. Árásin var gerð í Panuco héraði í Zacatecas fylki, þar sem glæpagengi hafa kljáðst um yfirráð undanfarið að sögn yfirvalda. Að minnsta kosti sex til viðbótar særðust í árásinni hefur AFP fréttastofan eftir fjölmiðlum í Mexíkó.
Ekkja forseta Haítí útskrifuð af sjúkrahúsi
Martine Moise, ekkja Jovenel Moise fyrrum forseta Haítí, var útskrifuð af sjúkrahúsi í Flórída í kvöld. Hún særðist í árás vopnaðra manna sem urðu forsetanum að bana á heimili þeirra fyrr í mánuðinum.
Margt á huldu varðandi morðið á Moise
Ríkislögreglustjóri Kólumbíu telur að fyrrverandi yfirmaður í leyniþjónustu Haítí hafi átt þátt í morðinu á forsetanum Jovenel Moise. Deutsche Welle greinir frá þessu. Moise var skotinn til bana á heimili sínu af hópi vopnaðra manna 7. júlí.
Fimm tonn af kókaíni gerð upptæk í Kólumbíu
Kólumbíski sjóherinn gerði 5,4 tonn af kókaíni upptæk á dögunum efitr samstarf við yfirvöld í Panama og Bandaríkjunum. Reuters fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu hersins í gær. Eiturlyfin fundust eftir að yfirvöld í Panama sáu hraðbát á leið inn í landhelgi ríkisins. Báturinn sneri við til Kólumbíu og var veitt eftirför af bátum kólumbísku strandgæslunnar.
Bolsonaro gæti þurft í aðgerð vegna þráláts hiksta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, gæti þurft að fara í skurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Forsetinn var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir þrálátan hiksta. Bolsonaro kvartaði opinberlega yfir því undanfarna daga að hann hafi ekki hætt að hiksta allt frá því hann fór í aðgerð hjá tannlækni þann þriðja þessa mánaðar. 
15.07.2021 - 01:05
„Lungu heimsins“ losa meira kolefni en þau binda
Loftslagsbreytingar og skógareyðing hafa gert það að verkum að Amazon-regnskógurinn losar meira koltvíoxíð en hann bindur. Ný rannsókn leiðir þetta í ljós. Þessi risavaxni regnskógur þjónar mikilvægu hlutverki og bindur stóran hluta þess koltvíoxíðs sem losnar út í andrúmsloftið en nú gæti svo verið að hann hafi snúist upp í andhverfu sína.
Neyðarlög vegna COVID-19 framlengd í Perú
Stjórnvöld í Perú hafa framlengt neyðarlög vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar, sem heimila þeim að grípa til margvíslegra takmarkana og tilskipana til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19.
12.07.2021 - 00:52
Fágæt mótmæli gegn stjórnvöldum á Kúbu
Sá fáheyrði atburður varð á Kúbu í dag að þúsundir söfnuðust þar saman til að mótmæla ríkisstjórn landsins, hrópandi slagorð á borð við „Niður með einræðisstjórnina!" og „Við viljum frelsi!" Efnahagsástandið á Kúbu hefur ekki verið bágbornara í 30 ár eða svo, þar ríkir vöru-, orku- og lyfjaskortur og kórónaveirufaraldurinn gerir illt verra.
Argentína er Suður-Ameríkumeistari í fótbolta
Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla þegar það sigraði lið heimamanna í Brasilíu með einu marki gegn engu. Angel di Maria skoraði markið sem færði Argentínumönnum fyrsta stóra, alþjóðlega titilinn í 28 ár og stórstjörnunni Lionel Messi sinn fyrsta sigur á stórmóti með landsliðinu.
11.07.2021 - 03:22
Kúbverska COVID-bóluefnið Abdala fær neyðarleyfi
Kórónaveirusmitum fjölgar hratt á Kúbu og hefur fjöldi sólarhringssmita tvöfaldast í eyríkinu á örfáum dögum. Nýtt sólarhringsmet var slegið þar í gær, sama dag og yfirvöld tilkynntu að neyðarleyfi hefði verið veitt fyrir dreifingu og notkun bóluefnisins Abdala, sem þróað var og framleitt á Kúbu. Abdala er fyrsta COVID-19 bóluefnið framleitt er í Rómönsku Ameríku sem fær slíkt leyfi.
17 kólumbískir hermenn meðal tilræðismanna
Talið er að minnst 17 fyrrverandi hermenn úr Kólumbíuher hafi verið í hópi 26 grunaðra, kólumbískra málaliða, sem réðu Haítíforseta af dögum á miðvikudag, ásamt tveimur bandarískum ríkisborgurum af haítískum ættum. Jorge Luis Vargas, ríkislögreglustjóri Kólumbíu, greindi frá þessu á fréttamannafundi á föstudag.
Haítí
Biðja um hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum og SÞ
Yfirvöld á Haítí hafa farið þess á leit við bandarísk stjórnvöld að þau sendi hersveitir til landsins til að tryggja helstu innviði landsins. Þá hafa Haítar einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar að senda liðsafla í sömu erindagjörðum. Allsherjar upplausn ríkir í haítískum stjórnmálum eftir morðið á Jovenel Moïse forseta á miðvikudag.