Mið- og Suður-Ameríka

Hundar fundu fjöldagröf í Mexíkó
25 lík fundust í fjöldagröf skammt utan borgarinnar Guadalajara í Mexíkó á fimmtudag. Ríkissaksóknari í Jalisco greindi frá þessu í dag. Auk þess fundust í gröfinni fimm pokar sem taldir eru geyma líkamsleifar, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu saksóknara. 
Tómir herbátar haldlagðir í Venesúela
Herinn í Venesúela segist hafa lagt hald á þrjá yfirgefna kólumbíska herbáta. Vélbyssur og skot voru um borð í bátunum, en engir skipverjar. Bátarnir fundust í eftirlitsferð um ána Orinoco. Ferðin tilheyrði umfangsmikilli aðgerð sem á að tryggja frelsi og sjálfstæði Venesúela, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Venesúela.
10.05.2020 - 06:11
Ætluðu að ná Maduro úr forsetahöllinni
Annar bandarísku málaliðanna sem var handtekinn í Venesúela segir þá hafa ætlað að nema forsetann Nicolas Maduro á brott, hvað sem það kostaði. Hugmyndin var að ryðjast inn í forsetahöllina, sem jafnan er vel gætt, og koma Maduro einhvern veginn undan. 
Bolsonaro sendir herinn til verndar Amazon
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, skipaði hernum að takast á við skógarelda og skógarhögg í Amazon. Eyðing skóganna fyrstu þrjá mánuði ársins er þegar 50 prósentum meiri en hún var á sama tíma í fyrra, eða nærri 800 ferkílómetrar. 
08.05.2020 - 01:38
Vilja fá tvo fanga flutta til Bandaríkjanna
Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að tveir Bandaríkjamenn sem voru handteknir fyrir að taka þátt í tilraun til að ráða forseta Venesúela af dögum verði sendir til Bandaríkjamanna. Forseti Venesúela segir hins vegar að réttað verðu yfir þeim þar í landi.
06.05.2020 - 21:47
COVID-19: Þúsundir látnar í Rómönsku-Ameríku
Yfir 15.000 hafa látist úr COVID-19 í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt samantekt fréttastofunnar AFP. Fleiri en 280.000 hafa greinst þar með kórónuveiruna.
06.05.2020 - 10:34
Bandaríkjastjórn neitar þátttöku í samsæri
Bandaríkjastjórn þvertekur fyrir að eiga nokkurn þátt í verkefni Bandaríkjamanna sem voru handteknir í Venesúela um helgina. Stjórnvöld í Venesúela greindu frá því í fyrradag að tveir Bandaríkjamenn séu í varðhaldi í Venesúela, grunaðir um aðild að samsæri um að koma Nicolas Maduro, forseta landsins, frá völdum og ráða hann af dögum. Bandaríkjastjórn sakar stjórn Maduros um áróður og rógburð.
06.05.2020 - 04:53
Níu ræningjar handteknir í Síle
Níu eru í varðhaldi vegna eins stærsta ráns í síleskri sögu. 15 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði um tveggja milljarða króna, var rænt í reiuðfé á flugvelli í Santiago í mars. Gonzalo Blumel, innanríkisráðherra Síle, hrósaði lögreglunni fyrir að leysa málið innan tveggja mánaða. 
06.05.2020 - 03:37
Frumbyggjar í mál vegna olíuleka í ár
Samfélög frumbyggja við Amazon í Ekvador höfða nú mál gegn stjórnvöldum og olíufyrirtækjum vegna olíuleka sem mengaði ár og vatnsból samfélaganna. Þrjár olíuleiðslur rofnuðu þegar aurskriða féll í Orellana-héraði, nærri landamærunum að Perú, í síðasta mánuði.
Bandaríkjamenn í haldi í Venesúela
Tveir Bandaríkjamenn sem handteknir voru í Venesúela í fyrradag eru sakaður um aðild að samsæri um að koma Nicolas Maduro, forseta landsins, frá völdum og ráða hann af dögum.
05.05.2020 - 08:17
Yfir 5.000 dáin úr COVID-19 í Brasilíu
Yfir 5.000 dauðsföll af völdum COVID-19 hafa verið staðfest í Brasilíu, fleiri en í nokkru landi öðru í Mið- og Suður-Ameríku. Þetta kom fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins á þriðjudag. Þá höfðu 474 dauðsföll verið rakin til COVID-19 síðasta sólarhringinn. Alls hafa nær 72.000 smit verið staðfest í landinu, samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins.
29.04.2020 - 04:07
Úrskurðuð látin og brennd en vaknaði úr dái á fimmtudag
Aura Maruri og fjölskylda hennar í Guayaqil í Ekvador urðu furðu lostin þegar þau fengu heimsókn frá lækni, sálfræðingi og félagsráðgjafa á föstudag. Þeir tjáðu þeim að systir hennar, Alba Maruri, væri á lífi. Aura og fjölskyldan hennar stóðu í þeirri trú að þau hafi brennt lík hennar í byrjun apríl.
27.04.2020 - 06:41
Ráðherra hættir vegna afskipta Bolsonaro
Dóms- og öryggismálaráðherra Brasilíu, Sergio Moro, hætti störfum í dag vegna ósættis við forsetann Jair Bolsonaro. Moro var ósáttur við að forsetinn hafi látið reka alríkislögreglustjóra Brasilíu. 
25.04.2020 - 01:11
Yfir 100.000 COVID-19 tilfelli í Mið- og Suður-Ameríku
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Mið- og Suður-Ameríku er nú kominn yfir 100.000 og dauðsföll sem rakin hafa verið til sjúkdómsins nálgast 5.000. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum tölum frá öllum Mið- og Suður-Ameríkuríkjum um útbreiðslu og afleiðingar kórónuveirufaraldursins.
20.04.2020 - 02:17
Skelfilegt ástand í Ekvador vegna COVID-19
Ný samantekt stjórnvalda í Ekvador bendir eindregið til þess að margfalt fleiri hafi dáið úr COVID-19 þar í landi en opinberar tölur gefa til kynna. Þetta má ráða af dánartölum í fjölmennasta héraði landsins, Guayas-héraði, þar sem sóttin geisar af mestum þunga, sérstaklega í héraðshöfuðborginni Guayaquil, fjölmennustu borg landsins.
18.04.2020 - 02:54
Bolsonaro búinn að reka heilbrigðisráðherrann
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær heilbrigðisráðherra sinn úr embætti vegna ágreinings um ógnina sem stafar af COVID-19 og viðbrögð við henni. Ráðherrann, Luiz Henrique Mandetta, greindi frá þessu á Twitter í gærkvöld, skömmu eftir fund þeirra Bolsonaros í forsetahöllinni i höfuðborginni Brasilíu.
17.04.2020 - 01:29
73 með COVID-19 á Galapagoseyjum
73 COVID-19 tilfelli hafa verið staðfest á Galapagoseyjum og tvö dauðsföll orðið af völdum sjúkdómsins. Mikill meirihluti hinna smituðu eru skipverjar á farþegaskipi sem þar liggur við bryggju. Galapagoseyjar tilheyra Ekvador og eru á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstaks náttúrufars, og gildir það jafnt um gróður sem dýralíf. Eyjarnar eru með afskekktari ferðamannastöðum heims, um 1.000 kílómetra vestur af ströndum Ekvadors.
16.04.2020 - 03:42
Brasilískur frumbyggi látinn af COVID-19
15 ára drengur úr Yanomami-þjóðinni í Brasilíu lést af völdum COVID-19 á fimmtudagskvöld að sögn brasilískra yfirvalda. Yanomami er mjög einangruð þjóð í Amazon regnskóginum. Dregnurinn, Alvanei Xirixana, lést á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Boa Vista, eftir að hafa legið þar í nærri viku.
11.04.2020 - 07:53
Kórónuveira greinist hjá einangraðri þjóð í Brasilíu
Fyrsta tilfelli nýju kórónuveirunnar meðal Yanomami þjóðarinnar í Brasilíu greindist  í gær. AFP fréttastofan hefur þetta eftir brasilískum yfirvöldum. Þjóðin er þekkt fyrir að halda sér út af fyrir sig, og er einstaklega viðkvæm fyrir utanaðkomandi sjúkdómum.
09.04.2020 - 08:09
Fyrrverandi forseti Ekvador í átta ára fangelsi
Rafael Correa, fyrrverandi forseti Ekvador, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir spillingu á þeim áratug sem hann gegndi embætti.
07.04.2020 - 19:53
Ellefu létust í námaslysi í Kólumbíu
Ellefu fórust og fjórir slösuðust þegar sprenging varð í kolanámu í bænum Cucunuba í Kólumbíu, ekki fjarri höfuðborginni Bógóta á laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir slökkviliðsstjóranum í héraðinu. Hinir látnu voru allir verkamenn sem voru að störfum í námunni þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn, enda námuvinnsla undanþegin reglum stjórnvalda um útgöngubann og hópamyndun.
05.04.2020 - 05:22
Fyrsta smitið á Falklandseyjum staðfest
Heilbrigðisyfirvöld á Falklandseyjum staðfestu í gærkvöld fyrsta COVID-19 smitið á eyjunum. Sjúklingur sem lagður var inn á sjúkrahús í höfuðstaðnum Stanley 31. mars var í gær greindur með sjúkdóminn, segir í tilkynningu landsstjórnarinnar. Sjúklingurinn er í einangrun og líðan hans er sögð „stöðug.“
04.04.2020 - 05:48
Komin til hafnar eftir tveggja vikna einangrun á sjó
Hjónin Hallur Metúsalem Hallsson og Margarita Hallsson vonast til þess að komast aftur til Íslands á næstu dögum. Eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku þá voru þau um borð í skemmtiferðaskipinu MS Zaandam sem var við strendur Suður-Ameríku þegar kórónuveirusmit kom upp og í það minnsta fjórir létust.
Meira en 20.000 smit greind í Rómönsku-Ameríku
Meira en 20.000 hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni í Rómönsku-Ameríku og ríkjum við Karíbahaf samkvæmt tölum sem birtar voru í gær. Hafði þá fjöldi greindra smita tvöfaldast á fimm dögum.
02.04.2020 - 09:52
Morðum og öðrum glæpum fækkar mjög í Medellín
Morðtíðnin í kólumbísku stórborginni Medellín og nærsveitum var lægri í mars en nokkru sinni frá því byrjað var að taka saman tölur um slík voðaverk með skipulegum hætti.