Mið- og Suður-Ameríka

Enginn fékk meirihluta í forsetakosningum í Kólumbíu
Bráðbirgðaniðurstöður sýna að vinstrimaðurinn Gustavo Petro og milljarðamæringurinn Rodolfo Hernandez mætast í síðari umferð forsetakosninga í Kólumbíu.
Minnst 34 látin í ofsaregni, flóðum og aurskriðum
Minnst 34 hafa látið lífið í miklum rigningum í Brasilíu síðustu daga, þar af 29 í gær, samkvæmt upplýsingum yfirvalda. Ofsarigning hefur dunið á Pernambucoríki í Norðaustur-Brasilíu frá því á miðvikudag.
29.05.2022 - 00:49
Fylgi við Lula eykst enn á kostnað Bolsonaros
Enn aukast vinsældir brasilíska forsetaframbjóðandans Luiz Inacio Lula da Silva á kostnað Jair Bolsonaro núverandi forseta. Könnun sem fyrirtækið Datafolha birti í gær sýnir að 48 af hundraði kjósenda kváðust reiðubúin að kjósa Lula meðan 27 prósent sögðust ætla að greiða Bolsonaro atkvæði sitt.
Lögregla drap yfir 20 manns í aðgerðum gegn glæpagengi
Lögreglumenn í Ríó de Janeiro í Brasilíu drápu minnst 21 manneskju og særðu sjö í sérstakri lögregluaðgerð í einu af fátækrahverfum borgarinnar í gær. Fjölmennt lögreglulið réðst inn í Vila Cruzeira-hverfið með það fyrir augum að handsama nokkra af forsprökkum eiturlyfjagengis sem þar heldur til. Á meðal hinna látnu er kona sem varð fyrir skoti þegar skotbardagi braust út á milli lögreglunnar og gengisins.
Forsetahjón sektuð fyrir brot á útgöngubanni
Forsetahjónin í Argentínu, þau Alberto Fernandez og Fabiola Yanez, greiddu í gær þriggja milljóna peseta sekt fyrir að rjúfa útgöngubann með því að halda afmælisboð á heimili sínu.
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.
Alræmdur eiturlyfjabarón framseldur til Bandaríkjanna
Einhver alræmdasti eiturlyfjabarón Kólumbíu var framseldur í gær til Bandaríkjanna. Otoniel, sem fullu nafni Dairo Antonio Usuga, var leiðtogi Flóagengisins svonefnda, þess stórtækasta í fíkniefnabransanum í Kólumbíu.
Stýrivaxtahækkun í Brasilíu
Seðlabanki Brasilíu hækkaði stýrivexti í dag, tíunda skiptið í röð. Tilgangurinn með hækkununum er að halda aftur af ört vaxandi verðbólgu í landinu. Peningastefnunefnd bankans ákvað að hækka vextina um eitt prósentustig og nema því stýrivextir 12,75%.
Foringi glæpagengis framseldur til Bandaríkjanna
Leiðtogi voldugasta glæpahrings Haití var framseldur til Bandaríkjanna í dag. Yfirvöld á Haití segja að líkja megi ofbeldisöldunni í landinu við stríðsástand. Maðurinn hefur stjórnað glæpastarfseminni úr fangaklefa í Port-au-Prince.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna á flótta
Það er mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna í ríkjum þar sem átök geisa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hafa hrint úr vör nýrri herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um áhrif stríðs.
Neyðarástand vegna morð- og glæpaöldu í Ekvador
Guillermo Lasso, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði lýst yfir neyðarástandi til tveggja mánaða í þeim þremur héruðum landsins þar sem eiturlyfjatengdir ofbeldisglæpir eru tíðastir. „Ég hef lýst yfir neyðarástandi í strandhéruðunum Gvæjas, Manabi og Esmeraldas, sem tekur gildi á miðnætti,“ sagði forsetinn í beinni útsendingu í ríkisfjölmiðlum. Sagðist hann hafa gefið fyrirmæli um að senda 4.000 lögreglumenn og 5.000 hermenn til héraðanna þriggja.
Átta fórust í átökum í mexíkóskri sementsverksmiðju
Minnst átta létu lífið og á annan tug slösuðust í blóðugum átökum stríðandi fylkinga í starfsliði mexíkóskrar sementsverksmiðju í gær. Yfirvöld í ríkinu Hidalgo greina frá þessu, samkvæmt frétt AP, en Hidalgo er um miðbik Mexíkós.
Níkaragva segir skilið við Samtök Ameríkuríkja
Skrifstofum Samtaka Ameríkuríkja var lokað um helgina í Managua, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva. Ríkið hefur sagt skilið við samtökin að tillögu forsetans og utanríkisráðherrans.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Sex fórust í flugslysi á Haítí
Að minnsta kosti sex fórust þegar lítil flugvél brotlenti í úthverfi höfuðborgar Haítí í gær. Vélin fórst skömmu eftir flugtak en hún var á leið frá höfuðborginni Port-au-Prince til bæjarins Jacmel í suðurhluta landsins. Forsætisráðherra landsins lýsir hryggð vegna slyssins.
21.04.2022 - 07:30
Fyrsta kjötkveðjuhátíðin frá því faraldurinn skall á
Kjötkveðjuhátíð verður haldin með pomp og prakt í brasilísku borginni Rio de Janeiro um komandi helgi. Skipuleggjendur heita stórkostlegri skemmtun eftir tveggja ára eyðimerkurgöngu vegna kórónuveirufaraldursins.
Áætlun gerð sem heimilar vatnsskömmtun í Santiago
Miklir þurrkar hafa verið meira og minna viðvarandi í Síle um um tólf ára skeið og nú er svo komið að stjórnvöld hyggjast undirbúa aðgerðaáætlun sem heimilar skömmtun á vatni í höfuðborginni Santiago.
Perúmenn krefjast afsagnar forsetans
Hundruð gengu um götur Líma höfuðborgar Perú í gær og kröfðust afsagnar Pedro Castillo forseta landsins. Stöðugt hækkandi eldsneytisverð er meginástæða mótmælanna.
Neyðarástand í Perú vegna stöðu ferðaþjónustunnar
Stjórnvöld í Suður-Ameríkuríkinu Perú lýstu í dag yfir neyðarástandi vegna mjög bágborins ástands ferðaþjónustunnar í landinu. Ráðherra ferðamála vinnur að leiðum til að leysa vandann.