Mið- og Suður-Ameríka

Diego sem bjargaði tegund sinni með kynhvötinni í frí
Risaskjaldbakan Diego er sest í helgan stein, á hundrað ára afmæli sínu. Diego helgaði starfsævina merku og erfiðu verkefni, að bjarga tegund sinni. Hann er eitt fimmtán karldýra sem voru flutt til Galapagos-eyja fyrir áttatíu árum og og er faðir annarrar hverrar tvö þúsund skjaldbaka sem þar komust á legg. Diego vegur um áttatíu kíló, er tæpur metri á lengd og þykir einstakur fyrir kynhvöt sína og ástleitni.
16.06.2020 - 11:06
Macri sakaður um njósnir á blaðamönnum
Leyniþjónustan í Argentínu krefst rannsóknar á fyrrverandi forsetanum Mauricio Macri vegna gruns um að hann hafi njósnað um yfir 400 blaðamenn. AFP kveðst hafa heimildir fyrir þessu, og segir að nokkrir blaðamenn úr þeirra röðum séu á lista yfir fólk sem átti að njósna um í kringum fundi G20 ríkja og Alþjóðaviðskiptaráðsins í Buenos Aires undanfarin ár.
Bolsonaro íhugar að feta í fótspor Trumps
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hótaði því í gærkvöld að feta í fótspor starfsbróður síns í Bandaríkjunum og draga Brasilíu úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Hann sakar stofnunina um hugmyndafræðilega hlutdrægni.
06.06.2020 - 02:14
Stærsta þekkta mannvirki Maya fannst í Mexíkó
Fornleifafræðingar fundu nýverið stærsta og elsta mannvirki sem byggt var á tímum Maya, svo vitað sé. Risastór ferhyrndur flötur á upphækkun fannst í Tabasco-fylki Mexíkó. Talið er að hann hafi verið reistur á milli áranna 1000 og 800 fyrir okkar tímatal. 
04.06.2020 - 04:48
Tilfellum COVID-19 fjölgar hratt í Brasilíu
Yfir eitt þúsund létu lífið af völdum COVID-19 síðasta sólarhring bæði í Mexíkó og Brasilíu. Yfir 1.300 létust í Brasilíu, þar sem nærri 33 þúsund eru nú látnir af völdum sjúkdómsins. Fjöldi greindra smita nálgast óðum 600 þúsund, en eru að öllum líkindum mun fleiri þar sem fremur fá sýni hafa verið tekin í landinu, eða innan við milljón. 
Mannskaðaveður í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti tuttugu fórust þegar óveðurslægðin Amanda gekk yfir Mið-Ameríku um helgina.
02.06.2020 - 10:43
Heimskviður
Einræðistilburðir koma í bakið á Bolsonaro
Nýverið tók Brasilía fram úr Rússlandi í þeirri óöfundsverðu keppni um hvar hafa flest kórónuveriusmit verið greind. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir en í Brasilíu, en tilfellum fjölgar þar hratt. Líkt og Bandaríkjunum hefur forseti landsins verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við útbreiðslu veirunnar.
31.05.2020 - 07:30
COVID-19: Yfir 175.000 hafa látist í Evrópu
Yfir 175.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Evrópu, en ríflega tvær milljónir manna hafa greinst þar með kórónuveirusmit. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.
Efast um upplýsingar um veirusmit í Venesúela
Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, og vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum draga í efa upplýsingar frá stjórnvöldum í Venesúela um útbreiðslu kórónuveirufarsóttarinnar þar í landi. Samkvæmt þeim höfðu tólf hundruð og ellefu smitast af veirunni og ellefu dáið af völdum COVID-19 síðasta sunnudag. Í Venesúela búa um þrjátíu milljónir.
Myndskeið
Heilbrigðiskerfið í Brasilíu að hruni komið
Heilbrigðiskerfið í stærstu borgum Brasilíu er að hruni komið vegna COVID-19. Hjúkrunarfræðingar í Ríó segja að neyðarástand hafi verið í heilbrigðiskerfinu áður en kórónuveiran barst til Brasilíu. Næst flest smit á heimsvísu hafa nú greinst í Brasilíu, rúmlega 377 þúsund.
26.05.2020 - 22:11
Stuðningsmenn Bolsonaros fæla fjölmiðla frá
Tveir af stærri fjölmiðlum Brasilíu tilkynntu í gær að þeir ætli að hætta að greina frá óformlegum blaðamannafundum forsetans Jair Bolsonaro fyrir utan forsetahöllina. Áreitni af hálfu stuðningsmanna forsetans og skortur á öryggisgæslu eru helstu ástæður þess að fjölmiðlasamsteypan Globo og dagblaðið Folha de Sao eru hættar að mæta á fundina.
26.05.2020 - 06:50
Formaður knattspyrnusambands Haítí í 90 daga bann
Yves Jean-Bart, formanni knattspyrnusambands Haítí, var í gær vísað úr starfi í 90 daga á meðan rannsókn gegn honum fer fram. Hann er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á æfingasvæði landsliðs Haítí. Jean-Bart neitar alfarið sök.
Bandaríkin banna ferðalanga frá Brasilíu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að þeir sem hafa verið Brasilíu  minnst fjórtán dögum áður en þeir sækja um landvistarleyfi fái ekki að koma til landsins. Bannið á ekki við um bandaríska ríkisborgara.
Fúkyrði og fátt um faraldur á fundi Brasilíustjórnar
Umhverfisráðherra Brasilíu vildi nýta kórónuveirufaraldurinn og allt umtalið um hann til þess að draga úr reglugerðum. Þetta er meðal þess sem kemur fram á upptöku af fundi ríkisstjórnar Jair Bolsonaros 22. apríl síðastliðinn. 
24.05.2020 - 06:14
Myndband gæti komið Bolsonaro í vanda
Myndbandsupptaka af ráðherrafundi brasilísku stjórnarinnar var birt í gær að kröfu hæstaréttardómara í landinu. Á fundinum lýsir forsetinn Jair Bolsonaro reiði sinni yfir því að fá ekki nægar upplýsingar frá lögreglunni og segist ætla að skipta út embættismönnum ef þess þurfi til þess að vernda fjölskyldu sína. 
23.05.2020 - 05:39
Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.
23.05.2020 - 02:04
Yfir 20 þúsund látnir í Brasilíu
COVID-19 farsóttin hefur dregið meira en tuttugu þúsund manns til dauða í Brasilíu. Hátt í tólf hundruð létust þar síðastliðinn sólarhring af hennar völdum og hafa aldrei verið fleiri.
Flugvallarframkvæmdum frestað vegna loðfíla
Leifar rúmlega sextíu loðfíla uppgötvuðust þegar grafið var fyrirr grunni nýrrar flugstöðvar í Mexíkóborg. Mann- og sagnfræðistofnun Mexíkó, INAH, segir beinin vera um 15 þúsund ára gömul. Deutsche Welle segir þau hafa fundist nærri þeim stað sem flugturn nýju flugstöðvarinnar verður reistur. Fornleifafræðingar hafa unnið að uppgreftri á svæðinu síðan í apríl í fyrra. 
22.05.2020 - 03:53
Smituðum flóttamönnum vísað úr landi í Bandaríkjunum
Alejandro Giammattei, forseti Gvatemala, er verulega ósáttur við þau vinnubrögð Bandaríkjanna að senda fólk úr landi sem er smitað af COVID-19, hvað þá til ríkis sem á í vandræðum með að takast á við faraldurinn. Hann segist ekki geta talið Bandaríkin til bandalagsþjóða Gvatemala þegar þau komi svona fram við ríkið.
22.05.2020 - 02:43
COVID-19: Dauðsföllum fjölgar í Brasilíu
Nærri 1.200 létust af völdum COVID-19 í Brasilkíu í gær sem er mesti fjöldi á einum degi síðan kórónuveirufaraldurinn braust þar út. UM 18.000 manns hafa dáið úr sjúkdómnum í Brasilíu. Um 272.000 hafa greinst þar smitaðir af kórónuveirunni.
20.05.2020 - 09:47
Chileskir þingmenn í sóttkví
Um það bil helmingur fimmtíu þingmanna í efri deild þingsins í Chile er í sóttkví eftir að hafa umgengist að minnsta kosti þrjá þingmenn sem eru smitaðir af kórónuveirunni. Fjórir ráðherrar eru einnig í sóttkví, þar á meðal fjármálaráðherrann, Ignacio Briones. Enginn þeirra hefur smitast samkvæmt fyrstu sýnatöku.
19.05.2020 - 14:46
Smit í Brasilíu orðin fleiri en í Bretlandi
COVID-19 smitum fjölgar enn í Brasilíu og er landið nú í þriðja sæti yfir flest smit í heiminum. Rúmlega 255 þúsund Brasilíumenn hafa greinst smitaðir og tekur landið þar með fram úr Bretlandi. Hvergi eru smit fleiri nema í Rússlandi og Bandaríkjunum.
Helmingur síleska þingsins í sóttkví
Um helmingur síleska þingsins er nú í sóttkví ásamt fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Það eru hátt í þrjátíu manns. Minnst þrír þingmenn hafa greinst smitaðir af COVID-19.
19.05.2020 - 03:19
Myndskeið
„Forseti vor er valinn af Guði“
Borgarstjóri Sao Paulo í Brasilíu segir að sjúkrahús borgarinnar séu við það að bresta undan álagi. Nærri 250 þúsund hafa verið greind með Covid-19 í Brasilíu. Forseti Brasilíu var glaður í bragði og umkringdur stuðningsfólki í gær.
18.05.2020 - 19:49
Blaðamaður myrtur í Mexíkó
Mexíkóski blaðamaðurinn Jorge Armenta var myrtur á laugardag í borginni Ciudad Obregon í norðurhluta Mexíkó. Samkvæmt mexíkóskum yfirvöldum er hann þriðji blaðamaðurinn sem er myrtur þar á þessu ári.
17.05.2020 - 03:34