Mið- og Suður-Ameríka

Hæðist að sóttvörnum og kallar ríkisstjóra „harðstjóra“
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu er við sama heygarðshornið og heldur áfram að fordæma og hæðast að sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í hinum einstöku ríkjum landsins. Forsetinn átti afmæli í gær og ávarpaði stuðningsfólk sitt af því tilefni. Notaði hann tækifærið til að kalla þá ríkis- og borgarstjóra sem innleitt hafa sóttvarnareglur „harðstjóra." Brasilía er það land sem næst verst hefur farið út úr heimsfaraldrinum, á eftir Bandaríkjunum, og ekkert lát er á hörmungunum.
Gerðu lögreglu fyrirsát og myrtu þrettán
Mexíkóskt glæpagengi gerði bílalest lögreglunnar fyrirsát í gær og myrti minnst 13 manns, samkvæmt tilkynningu yfirvalda. Í bílunum voru hvorutveggja lögreglumenn og starfsmenn saksóknara. Þeir unnu að sameiginlegri aðgerð gegn ónefndum glæpagengjum í Mexíkóborg og samnefndu ríki, sem umlykur höfuðborgina,
Farsóttin aldrei skæðari í Brasilíu en nú
Heimsfaraldur kórónaveirunnar geisar af meiri krafti í Brasilíu en nokkru sinni fyrr. Rúmlega 90.300 greindust með COVID-19 þar í landi í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Á þriðjudag var annað og enn dapurlegra met slegið í Brasilíu, þegar fleiri dóu þar úr COVID-19 en áður voru dæmi um á einum sólarhring, eða 2.841. Fyrra met var sett viku fyrr, 10. mars, þegar 2.286 dauðsföll voru rakin til COVID-19.
18.03.2021 - 00:53
Fjórði heilbrigðisráðherra faraldursins í Brasilíu
Brasilíski heilbrigðisráðherrann Eduardo Pazuello var vart fyrr búinn að greina þjóð sinni frá samningi um kaup á tugum milljóna skammta bóluefnis þegar eftirmaður hans var kynntur til sögunnar. Pazuello var sjálfur meðvitaður um að forsetinn Jair Bolsonaro væri að íhuga að losa sig við hann, eftir nýja bylgju faraldursins í landinu.
Heimskviður
Gríðarleg fjölgun flóttabarna til Bandaríkjanna
Frá því í ársbyrjun hefur fylgdarlausum börnum og ungmennum, sem leggja í háskaför norður yfir landamærin, fjölgað mikið. Bara í janúar reyndu tæplega 6.000 börn, án forráðamanna eða fylgdar fullorðins að komast til Bandaríkjanna. Það eru um tvöfalt fleiri en á sama tíma 2020.
Almannavarnir til aðstoðar á landamærunum
Bandaríkjastjórn hefur skipað almannavörnum landsins að aðstoða við að hýsa þann fjölda barna sem hefur komið fylgdarlaus yfir landamærin frá Mexíkó. Samkvæmt heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti Bandaríkjanna eru um 8.800 fylgdarlaus börn í vörslu þeirra og hundruð til viðbótar í haldi landamærayfirvalda. 
14.03.2021 - 07:57
Fyrrverandi forseti sakaður um hryðjuverk
Jeanine Anez, fyrrverandi forseti Bólivíu, segir yfirvöld hafa gefið út handtökuskipun gegn sér. Hún sýndi mynd af skipuninni á Twittersíðu sinni, með þeim orðum að pólitísk réttarhöld séu hafin í landinu.
Yfir 2.000 létust af völdum COVID-19 í Brasilíu í gær
Tvö þúsund tvöhundruð áttatíu og sex dauðsföll af völdum COVID-19 voru skráð í Brasilíu síðasta sólarhring. AFP fréttastofan hefur þetta eftir heilbrigðisráðuneyti Brasilíu. Það er í fyrsta sinn sem yfir tvö þúsund deyja af völdum sjúkdómsins á einum sólarhring. Alls hafa yfir 270 þúsund látist vegna COVID-19 í landinu.
11.03.2021 - 03:07
Lúla hreinsaður af ákærum og má bjóða sig fram
Lúla, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið hreinsaður af ákærum um spillingu og má bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Mál hans var sent aftur til áfrýjunarréttar. Forsetinn fyrrverandi heitir fullu nafni Luiz Inácio Lula da Silva en gengur jafnan undir nafninu Lula. Hann var sakfelldur fyrir spillingu og mútuþægni árið 2018 og hlaut 12 ára fangelsisdóm.
Yfir 700.000 COVID-19 dauðsföll í Rómönsku Ameríku
Yfir 700.000 manns hafa dáið úr COVID-19 í rómönsku Ameríku frá því að farsóttin hóf þar innreið sína. Þetta er niðurstaða samantektar AFP-fréttastofunnar á opinberum gögnum heilbrigðisyfirvalda í Mexíkó og 33 ríkjum í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafi. Tvö af hverjum þremur dauðsföllum í þessum heimshluta hafa orðið í tveimur löndum; Brasilíu og Mexíkó.
Forseti Paragvæ heimtar afsögn allra ráðherra sinna
Mario Abdo Benitez, forseti Paragvæ, hefur farið fram á afsögn allra ráðherra í ríkisstjórn sinni. Ástæðan er mikil óánægja almennings með slælega frammistöðu ríkisstjórnarinnar í baráttunni gegn COVID-19, sem meðal annars hefur brotist út í hörðum mótmælaaðgerðum og átökum við lögreglu.
06.03.2021 - 23:02
Ráðherra segir af sér vegna mannskæðra fangauppreisna
Innanríkisráðherra Ekvadors sagði af sér embætti í gær, vegna blóðugra fangauppreisna í fjórum fangelsum landsins á dögunum, þar sem 79 létu lífið. Í bréfi til Leníns Morenos, forseta Ekvadors, segir ráðherrann Patricio Pazmino afsögnina alfarið sína eigin, persónulegu ákvörðun, sem ekki yrði haggað. Ekvadorþing kallaði eftir afsögn ráðherrans á mánudag, viku eftir uppþotin. Þingheimur krafðist líka afsagnar ríkislögreglustjórans og fangelsismálastjóra.
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Enn fjölgar COVID-dauðsföllum í Brasilíu
Metfjöldi dauðsfalla var rakinn til COVID-19 í Brasilíu í gær, annan daginn í röð, og geisar farsóttin nú af svo miklum þunga í fjölmennustu borg landsins, Sao Paulo, að yfirvöld í borginni og samnefndu ríki ákváðu að grípa til víðtækra lokana. 1.910 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins og nálgast þau nú 260.000. Eru þau hvergi fleiri, utan Bandaríkjanna.
Fimm háskólanemar féllu til bana er handrið gaf sig
Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar þeir féllu niður af fimmtu hæð háskólabyggingar í El Alto í Bólivíu í gær. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að slysið hafi orðið í miklum troðningi þegar fjöldi stúdenta freistaði þess að komast inn í samkomusal háskólans eftir þröngum svalagangi og handriðið gaf sig.
03.03.2021 - 05:19
Felldu tíu fyrrverandi FARC-liða í frumskógum Kólumbíu
Kólumbíuher felldi nýverið tíu skæruliða sem áður börðust undir merkjum FARC, og særði þrjá til viðbótar í sprengjuárás á bækistöðvar þeirra í skóglendi í norðanverðu landinu.
03.03.2021 - 02:16
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Brasilíu
1.641 dauðsfall var rakið til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Brasilía er í flokki þeirra landa sem hvað verst hafa orðið úti í heimsfaraldri kórónaveirunnar og ekkert lát virðist á hörmungunum sem pestin veldur þar í landi. Staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 eru orðin rúmlega 257.000 talsins, fleiri en í nokkru landi öðru utan Bandaríkjanna.
03.03.2021 - 01:40
Hundruð fanga á flótta á Haítí
25 eru látnir eftir að 400 fangar brutu sér leið úr fangelsi í úthverfi Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Almennir borgarar eru meðal hinna látnu, auk sex fanga og fangelsisstjórans Paul Hector Joseph. AFP fréttastofan hefur eftir samskiptaráðherranum Frantz Exantus að fangarnir hafi orðið almennum borgurum að bana á flóttanum.
Forseti Hondúras segir ásakanir skaða samstarf
Juan Orlando Hernandez, forseti Hondúras, varar bandarísk yfirvöld við því að trúa ásökunum um stuðning hans við eiturlyfjagengi. Þetta sagði hann á þjóðþingi Hondúras í gær. Hann segir það geta skaðað samstarf ríkjanna í baráttunni við gengin.
Sendiherra ESB í Venesúela rekin úr landi
Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra Evrópusambandsins í Venesúela, var rekin úr landi í dag. Henni voru gefnir þrír sólarhringar til að hverfa á brott. Þing landsins samþykkti samhljóða að nærvera hennar væri óæskileg.
Tugir látnir í fangelsisóeirðum í Ekvador
Minnst 62 fangar eru látnir eftir að óeirðir brutust út samtímis í þremur fangelsum í Ekvador í dag. Yfirvöld segja átök á milli gengja vera kveikjuna að uppþotunum. Að sögn AFP fréttastofunnar létu 33 fangar lífið í Cuenca, átta í Latacunga og 21 í Guayaquil.
Hægri og vinstri bítast um forsetaembættið í Ekvador
Það verða vinstrimaðurinn og hagfræðingurinn Andrez Arauz og hægrimaðurinn og bankastjórinn Guillermo Lasso sem mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador í apríl. Þetta er lokaniðurstaða landskjörstjórnar eftir endurtalningu atkvæða úr fjölda kjördæma í fyrri umferðinni, sem fram fór 27. desember síðastliðinn.
22.02.2021 - 06:33
Sex fórust í flugslysi í Mexíkó
Sex mexíkóskir hermenn fórust þegar flugvél þeirra fórst skömmu eftir flugtak í austanverðu Mexíkó í dag. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að þotan, LearJet 45, hafi farist laust fyrir klukkan sextán að íslenskum tíma, skömmu eftir að hún tók á loft frá Emiliano Zapato-flugvellinum í Veracruz-ríki. Slysarannsóknadeild ráðuneytisins mun aðstoða her og flugher við rannsóknina á slysinu, segir í tilkynningunni.
21.02.2021 - 23:52
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Argentína
Ráðherra rekinn fyrir að redda vinum sínum bólusetningu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, fór í gærkvöld fram á afsögn heilbrigðisráðherra landsins vegna trúnaðarbrests og grun um spillingu. Ginés González García, varð uppvís að því að hleypa vinum og vandamönnum fram fyrir í bólusetningarröðinni. Ráðherrann hefur þegar farið að tilmælum forsetans og sagt af sér embætti.