Mið- og Suður-Ameríka

Yfir fjörutíu fallin í blóðugum mótmælum í Kólumbíu
Minnst 42 hafa látið lífið í mótmælaaðgerðum í Kólumbíu að undanförnu - einn lögreglumaður og 41 mótmælandi. Umboðsmaður mannréttinda í Kólumbíu greinir frá þessu. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í nær daglegum mótmælum gegn forseta og ríkisstjórn Kólumbíu í öllum helstu borgum landsins frá 28. apríl.
12.05.2021 - 04:50
25 dánir í mannskæðustu lögregluaðgerð í sögu Ríó
Tuttugu og fimm lágu í valnum eftir lögregluaðgerðir gegn eiturlyfjasölum í fátækrahverfi Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Einn hinna látnu er lögreglumaður en hinir tuttugu og fjórir voru að sögn lögreglu með réttarstöðu grunaðra. AFP fréttastofan hefur eftir mannréttindasamtökum og öðrum sérfræðingum að lögreglan hafi fá gögn til að sanna það.
Myrti börn með sveðju í Brasilíu
Ungur maður myrti þrjú börn og tvo starfsmenn leikskóla með sveðju í sunnanverðri Brasilíu í gær. Auk þess var eitt barn flutt sært á sjúkrahús. Börnin sem létust voru öll yngri en tveggja ára. Árásarmaðurinn liggur lífshættulega slasaður á sjúkrahúsi eftir að hafa reynt að fyrirfara sér með sveðjunni að árásinni lokinni.
Minnst fimmtán fórust þegar lestarbrú hrundi í Mexíkó
Minnst tuttugu létust og 70 slösuðust þegar lestarbrú hrundi í úthverfi Mexíkóborgar í þann mund sem borgarlest var ekið yfir hana í gærkvöld. Mexíkóskir fjölmiðlar hafa birt upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna atvikið, sem varð um klukkan 22.30 að staðartíma. Hætta þurfti björgunaraðgerðum vegna hættu á frekara hruni.
04.05.2021 - 05:56
Fellur frá lagabreytingum eftir mannskæð mótmæli
Mótmæli halda áfram í Kólumbíu þrátt fyrir afsögn fjármálaráðherra og ákvörðun Kólumbíuforseta um að draga til baka frumvarp hans um breytingar á skattalöggjöf landsins. Blóðug mótmæli síðustu daga hafa kostað sautján mannslíf.
04.05.2021 - 01:18
Þrjú dóu þegar bátur fórst við strönd Kaliforníu
Þrennt drukknaði og 27 voru flutt á sjúkrahús eftir að yfirfullt bátskrifli steytti á skeri við strönd Kaliforníu í morgun. Slysið varð skammt frá San Diego þegar tólf metra löngum bátnum var siglt upp á sker nánast alveg uppi í landsteinunum. Báturinn tók fljótlega að liðast í sundur og fólkið forðaði sér frá borði í ofboði. Brimrót torveldaði hvort tveggja fólkinu að ná landi og viðbragðsaðilum að koma því til hjálpar. Fór svo að þrjú úr hópnum létust en öðrum tókst að bjarga við illan leik.
Allt að 14 látið lífið í blóðugum mótmælum í Kólumbíu
Allt að fjórtán létu lífið í fjölmennum mótmælum í stærstu borgum Kólumbíu í vikunni. Tugir þúsunda mótmæltu boðuðum breytingum á skattalögum í gær, fjórða daginn í röð. Heimildum ber ekki saman um fjölda þeirra sem látist hafa í mótmælunum en þau eru á bilinu sex til fjórtán samkvæmt kólumbískum fjölmiðlum. Fleiri hundruð hafa slasast í aðgerðum síðustu daga, bæði mótmælendur og lögreglumenn.
02.05.2021 - 04:34
Sóttvarnaaðgerðum mótmælt í þremur heimsálfum
Lokunum, fjöldatakmörkunum og hvers kyns hömlum sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar og COVID-19 var mótmælt í minnst þremur heimsálfum í dag.
Yfir 82.000 dóu úr COVID-19 í Brasilíu í apríl
Dauðsföllum sem rakin eru til COVID-19 heldur áfram að fjölga í Brasilíu, þar sem rúmlega 82.000 manns dóu af völdum sjúkdómsins í aprílmánuði. 2.595 létust úr eða vegna COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhring og samtals 82.266 í apríl, samkvæmt gögnum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Aldrei hafa fleiri dáið úr sjúkdómnum á einum mánuði og þetta eru mun fleiri dauðsföll en í mars síðastliðnum, þegar fyrra met var sett.
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Aðgerðaleysi Brasilíuforseta til rannsóknar
Öldungadeild brasilíska þingsins hóf í dag rannsókn á aðgerðaleysi Jairs Bolsonaros forseta vegna COVID-19 farsóttarinnar. Hún kann að verða honum fjötur um fót í baráttunni fyrir endurkjöri.
Hraunrennsli ógnar byggð í Gvatemala
Íbúar þorpa í nágrenni eldfjallsins Pacaya í Gvatemala velta því fyrir sér á hverjum morgni hvort hraunrennsli úr fjallinu eigi eftir að ná til þorpanna. Eldgos hófst í fjallinu í febrúar þegar sprunga myndaðist í hlíð þess.
23.04.2021 - 03:58
Spegillinn
Sungið um föðurland og líf en herinn ræður
„Stjórnvöld segja: „Þetta er náttúrulega bara fjármagnað af bandarískum heimsvaldasinnunum og bla bla bla....“ Þann söng hefur maður heyrt í 60 ár," segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Hann er ekki að skammast yfir íslenskum stjórnvöldum, heldur þeim kúbversku og það sem hann vísar til eru verk lista- og menntamanna í hópi sem kallast San Isidro eftir samnefndri götu í Havana. Listamennirnir koma fram í trássi við lög um sem kveða á um að þeir þurfi til þess leyfi stjórnvalda.
22.04.2021 - 08:00
Greta Thunberg gefur 15 milljónir til Covax
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að gefa andvirði ríflega 15 milljóna króna til Covax samstarfsins. Hún segir alþjóðasamfélagið, ríkisstjórnir og bóluefnaframleiðendur verða að spýta í lófana.
19.04.2021 - 16:57
10 ára útilokun frá embættum vegna bólusetningarsvindls
Perúþing samþykkti í gær einróma að útiloka Martín Vizcarra, fyrrverandi forseta Perú, frá því að gegna opinberu embætti næstu tíu árin, vegna þess að hann svindlaði sér fram fyrir röðina fyrir bólusetningu gegn COVID-19. Vizcarra mun því ekki setjast á þing um helgina eins og til stóð, þrátt fyrir að hafa fengið flest atkvæði allra í þingkosningunum á sunnudaginn var.
Biðja Brasilíukonur að fresta barneignum vegna COVID-19
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hvöttu í gær konur til að setja allar áætlanir um barneignir á ís þar til heimsfaraldur kórónaveirunnar fer að láta undan síga þar í landi. Í erindi heilbrigðisyfirvalda segir að brasilíska afbrigði kórónaveirunnar, hið svonefnda P1-afbrigði, sem herjar grimmt á brasilísku þjóðina um þessar mundir, virðist leggjast af meiri þunga á barnshafandi konur en önnur afbrigði veirunnar.
17.04.2021 - 05:58
62 ára valdaferli Castrobræðra lokið
Raul Castro tilkynnti í dag afsögn sína sem formaður Kommúnistaflokks Kúbu og þar með æðsti valdamaður landsins. Eftirmaður hans verður kosinn á landsþingi Kommúnistaflokksins sem haldið er þessa helgina.
16.04.2021 - 22:50
Vill umbun fyrir að bjarga Amasonfrumskóginum
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heitir því að bjarga Amason-frumskóginum með því að stöðva ólöglegt skógarhögg og ruðning skógar fyrir árið 2030. Bolsonaro hefur áður gefið svipuð fyrirheit, en þau voru ekki án skilyrða þá fremur en nú. Í erindi sem forsetinn sendi Joe Biden, Bandaríkjaforseta, segist hann fús til að leggja sitt af mörkum til að hindra frekari eyðingu Amasonskógarins.
16.04.2021 - 05:38
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Viðtal
Hondúrsk systir í haldi mannræningja í 12 daga
Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur gegnt stöðu formanns Samtakanna '78 síðan árið 2019. Þorbjörg hefur komið víða við og starfar í dag sem íslenskukennari í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Á menntaskólaárunum fór Þorbjörg sem skiptinemi til Hondúras og þar kom hún út úr skápnum, þrátt fyrir hætturnar sem steðja að hinsegin fólki í landinu.
Lasso verður næsti forseti Ekvador
Guillermo Lasso, frambjóðandi íhaldsmanna, lýsti yfir sigri í forsetakosningunum í Ekvador í gærkvöld eftir að Andres Arauz játaði sig sigraðan. Lasso kveðst reiðubúinn að takast á við að breyta örlögum ríkisins.
12.04.2021 - 04:44
Öskulag yfir nánast allri St. Vincent
Aska hylur nú stóran hluta eyjunnar St. Vincent í Karíbahafinu eftir kraftmikið eldgos í eldfjallinu La Soufriere. AFP fréttastofan segir vindinn einnig bera öskuna með sér um talsverða vegalengd, því hún er byrjuð að valda eyjaskeggjum á Barbados vandræðum, tæpum 200 kílómetrum austur af St. Vincent. Almannavarnir Karíbahafs hvetja íbúa Barbados til að halda sig innandyra á meðan öskuskýið leggst yfir eyjuna. 
11.04.2021 - 01:42
Eldgos hafið í La Soufriere
Eldgos hófst á Karíbahafseyjunni St. Vincent í gær. Eldfjallið La Soufriere spúði ösku af miklum krafti, og teygði öskuskýið sig mest upp í sex kílómetra hæð í gærmorgun að staðartíma. Hraungrýti skaust langar leiðir, og birti vefmiðillinn news784 myndbönd af manni sem tíndi upp mjög heitt hraun af svölum og húsþökum.
10.04.2021 - 01:52
Eldgos hófst af miklum krafti í Karíbahafi
Eldgos er hafið í fjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Eyjaskeggjar voru beðnir um að yfirgefa eyjuna í morgun vegna mikillar skjálftavirkni nærri eldfjallinu. Gosið hófst um klukkan eitt að íslenskum tíma. Þetta er sprengigos - mikinn öskustrók leggur frá fjallinu og töluvert öskufall er í bæjum í nágrenninu.
09.04.2021 - 14:24