Mið- og Suður-Ameríka

Bandarískum trúboðum og fjölskyldum þeirra rænt á Haítí
Minnst fimmtán Bandaríkjamönnum, trúboðum og fjölskyldum þeirra, var rænt skammt frá Port-au-Prince, höfuðborg Haítí í gær, laugardag. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmanni innan lögregluyfirvalda á eyjunni.
Venesúelastjórn hættir viðræðum við stjórnarandstöðuna
Stjórnvöld í Venesúela lýstu því yfir í gærkvöld að hlé yrði gert á viðræðum við stjórnarandstöðuna, sem staðið hafa yfir í Mexíkó um skeið. Yfirlýsingin var birt skömmu eftir að fregnir bárust af framsali kólumbíska kaupsýslumannsins Alex Saab frá Grænhöfðaeyjum til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir Nicolas Maduro Venesúelaforseta og ríkisstjórn hans um árabil.
Kona lést þegar frumbyggjar kröfðust sjálfstjórnar
Kona lést og sautján óeirðarlögreglumenn í Chile slösuðust í átökum í miðborg Santiago í gær. Um þúsund manns af ættum Mapuche-þjóðarinnar var saman komin í miðborginni til að krefjast sjálfstjórnar. Lögregla beitti öflugum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendunum, sem svöruðu með því að kasta spreki og grjóti í átt að lögreglunni.
11.10.2021 - 01:46
Faraldurinn orðið 600.000 að bana í Brasilíu
Yfir 600 þúsund hafa nú látið lífið í Brasilíu af völdum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá brasilíska heilbrigðisráðuneytinu. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist af völdum veirunnar, rúmlega 730 þúsund. Þá fóru dauðsföll í allri rómönsku Ameríku yfir eina og hálfa milljón í gær. 
Mikið magn nasistaminja hjá grunuðum barnaníðingi
Umtalsvert safn einkennisbúninga nasista og annarra nasistaminja fannst á heimili grunaðs barnaníðings í Rio de Janeiro í Brasilíu. Húsleit var gerð hjá manninum á þriðjudag eftir ábendingu nágranna.
Forsætisráðherra hættir að beiðni forseta
Pedro Castillo, forseti Perú, tilkynnti í gær að forsætisráðherra landsins hafi sagt af sér. Guido Bellido Ugarte var aðeins í tvo mánuði í embætti, og afsögn hans þýðir að stjórn hans verður öll leyst frá störfum. 
07.10.2021 - 03:51
Sex núll skorin af gjaldmiðli Venesúela
Seðlabankinn í Venesúela gefur í dag út nýja peningaseðla. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Efnahagurinn er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda.
Segir upp í mótmælaskyni við stefnu Bidens
Daniel Foote, sérstakur erindreki Bandaríkjanna í Haítí sagði í gær af sér í mótmælaskyni við stefnu Bandaríkjastjórnar. Foote sagði í uppsagnarbréfi sínu að ákvörðun stjórnvalda að snúa flóttamönnum frá Haítí við á landamærunum að Mexíkó væri ómannúðleg. Fólkið hafi flúið jarðskjálfta og pólitískan óstöðugleika í heimalandinu.
24.09.2021 - 05:33
Bolsonaro mætir óbólusettur til allsherjarþings
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, ætlar að mæta óbólusettur til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku þótt þess sé krafist að að allir sem taka þátt í því leggi fram sönnun þess að hafa verið bólusettir að fullu gegn kórónuveirunni. 
Hermenn til aðstoðar lögreglu í Bogota
Á fjórða hundrað hermönnum hefur verið falið að aðstoða lögregluna í Bogota, höfuðborg Kólumbíu við að halda uppi lögum og reglu. Morðum og ofbeldisverkum hefur fjölgað þar til muna að undanförnu. Ástandið er sagt vera afleiðing COVID-19 faraldursins.
Vill fá að yfirheyra forsætisráðherra
Yfirsaksóknari á Haítí hefur boðað forsætisráðherrann Ariel Henry til yfirheyrslu í tengslum við rannsóknina á morðinu á forsetanum Jovenel Moise. Henry er sagður tengjast Joseph Felix Badio, sem talinn er hafa skipulagt morðið.
Fyrrum leyniþjónustuforingi handtekinn á Spáni
Spænska lögreglan tilkynnti í gær að hún hafi handtekið Hugo Armando Carvajal, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustu hersins í Venesúela. Carvajal er eftirlýstur í Bandaríkjunum, grunaður um stórfelld fíkniefnabrot.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Bann við þungunarrofi á skjön við stjórnarskrá Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær einróma að glæpavæðing þungunarrofs stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum ríkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað.
Snarpur jarðskjálfti í Mexíkó
Í það minnsta einn er látinn af völdum jarðskjálfta í Mexíkó í nótt. Skjálftinn mældist 7,1 að stærð, og átti hann upptök sín um ellefu kílómetrum suðaustur af Acapulco í Guerrero-fylki.
08.09.2021 - 03:17
Spegillinn
Mexíkóstjórn í mál við bandaríska byssuframleiðendur
Stjórnvöld í Mexíkó hafa höfðað mál á hendur nokkrum bandarískum byssuframleiðendum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. Þau saka framleiðendurna um að auðvelda sölu á vopnum til eiturlyfjagengja í Mexíkó. Hryllileg ofbeldis- og morðalda hefur gengið yfir landið undanfarin 15 ár. 
01.09.2021 - 14:12
Bankaræningjar tjóðruðu gísla við bíla sína
Brasilískir bankaræningjar rændu þrjá banka í borginni Aracatuba í Sao Paulo fylki í fyrrakvöld. Þeir tóku jafnframt gísla, sem þeir notuðu til að skýla sér með því að tjóðra þá framan á bílana sem þeir óku á flótta undan lögreglu.
Hundruð stöðvuð á norðurleið í Mexíkó
Öryggissveitir í sunnanverðri Mexíkó stöðvuðu í gær för mörg hundruð flóttamanna frá Mið-Ameríku. Fólkið var fótgangandi, og hugðist halda för sinni áfram norður til Bandaríkjanna. Börn voru með í för hefur AFP fréttastofan eftir yfirvöldum í Mexíkó.
31.08.2021 - 05:40
Reggí-goðsögnin Lee Perry látin
Jamaíkanski tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Lee „Scratch" Perry er látinn, 85 ára að aldri. Perry var einn áhrifamesti upptökustjóri síns tíma, og vann meðal annars með Bob Marley, Beastie Boys, The Clash og Paul McCartney. Að sögn Jamaica Observer lést Perry í gærmorgun á sjúkrahúsi í Lucea á Jamaíku.
30.08.2021 - 00:28
Tugþúsundir óþekktra líka í Mexíkó
Fleiri en fimmtíu þúsund lík liggja í fjöldagröfum í Mexíkó eða hjá réttarmeinafræðingum án þess að tekist hafi að bera kennsl á þau. Þetta fullyrðir stuðningshópur fjölskyldna horfinna Mexíkóa. Alls liggja um sextíu prósent af um 52 þúsund líkamsleifum óþekktra einstaklinga í fjöldagröfum í opinberum grafreitum að sögn skýrslu samtakanna.
Skógeyðing með mesta móti í Amasonregnskóginum
Skógeyðing í Amasonregnskóginum var með mesta móti síðustu tólf mánuði og hefur ekki verið meiri í áratug. 10.476 ferkílómetrar skóglendis urðu ólöglegu skógarhöggi og eldum að bráð frá fyrsta ágúst 2020 til 31. júlí í sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá brasilísku rannsóknarstofnuninni Imazon, sem fylgst hefur með skógeyðingu í Amasonfrumskóginum frá 2008. Er þetta 57 prósentum stærra svæði en eytt var á sama tímabili 2019 - 2020 og það mesta sem eytt hefur verið á einu ári frá 2012.
21.08.2021 - 04:17
Enn fjölgar í hópi látinna eftir skjálftann á Haítí
Leitar- og björgunarlið heldur áfram að finna lík í húsarústum á Haítí, fjórum dögum eftir að stór jarðskjálfti reið þar yfir. 2.189 hafa fundist látin eftir skjálftann á laugardaginn var, samkvæmt haítískum yfirvöldum. Um eða yfir 12.000 slösuðust í hamförunum samkvæmt nýjustu upplýsingum, ríflega 7.000 heimili gjöreyðilögðust og yfir 12.000 byggingar skemmdust verulega. Þar með eru minnst 30.000 manns orðin heimilislaus af völdum skjálftans, sem var 7.2 að stærð.
19.08.2021 - 03:27
Nærri 1.300 látin eftir jarðskjálftann á Haítí
Heilbrigðisstarfsfólk á í stökustu vandræðum með að annast þær þúsundir sem slösuðust í jarðskjálftanum á Haítí í gær. 1.297 hafa fundist látnir eftir skjálftann, sem mældist 7,2 að stærð.
15.08.2021 - 23:09
Yfir 300 látin eftir jarðskjálftann á Haítí
304 hafa nú fundist látin eftir jarðskjálftann sem varð á Haítí um hádegisbil í gær. Skjálftinn mældist 7,2 að stærð og skilur eftir sig mikla eyðileggingu.
15.08.2021 - 01:57
Jarðskjálfti á Haítí
Þjóðin ekki búin að jafna sig eftir síðustu hamfarir
Sterkur jarðskjálfti, 7,2 að stærð, reið yfir Haítí um hádegisbil í dag. Enn er of snemmt að segja til um mannfall og tjón, en skjálftinn vekur upp óþægilegar minningar um áratuga gamlan harmleik.