Mið- og Suður-Ameríka

Manntjón í óveðrinu í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti níu hafa farist af völdum óveðurslægðarinnar Iota á leið hennar yfir Mið-Ameríku.
18.11.2020 - 07:46
Sagasti kjörinn forseti Perú
Perúska þingið kaus í gær hinn 76 ára iðnverkfræðing Francisco Sagasti í embætti forseta landsins, með 97 atkvæðum gegn 26. Sagasti er þriðji maðurinn til að bera forsetatitilinn í Perú á rúmri viku. Hann starfaði um árabil við Alþjóðabankann og er nýkjörinn þingmaður miðjuflokksins Morado. Honum er ætlað að gegna embættinu út júlí 2021, en þá hefði kjörtímabil fyrrverandi forseta, Martins Vizcarra, runnið á enda.
17.11.2020 - 06:19
Fimmta stigs fellibylurinn Iota er skollinn á Níkaragva
Fellibylurinn Iota tók land á norðanverðri Atlantshafsströnd Níkaragva laust fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma. Iota er fimmta stigs fellibylur, þar sem meðalvindhraðinn nær allt að 72 metrum á sekúndu og hviður eru enn hvassari, skýfall eltir skýfall og sjávarflóð ógna strandbyggðum hvar sem hann fer, segir í viðvörun Bandarísku fellibyljastofnunarinnar. Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í strandhéruðum Níkaragva og Hondúras, þar sem fellibylurinn mun hamast hvað harðast.
Fimmta stigs fellibylur nálgast Mið-Ameríku
Hitabeltisstormurinn Iota, sem nálgast ríki í Mið-Ameríku er orðin fimmta stigs fellibylur. Gert er ráð fyrir að hann valdi manntjóni og mikilli eyðileggingu í Níkaragva og Hondúras.
16.11.2020 - 17:50
Enginn forseti í Perú
Perú er án forseta eftir að Manuel Merino, sem á dögunum var skipaður forseti til bráðabirgða, sagði af sér í gær í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Tilraun til að ná sátt um nýjan forseta fóru út um þúfur í gærkvöld.
16.11.2020 - 09:44
Mikill viðbúnaður vegna fellibylsins Iota
Mikill viðbúnaður er í Níkaragva og Hondúras vegna fellibylsins Iota sem stefnir þangað en búist er við að hann komi þar upp að ströndum í kvöld.
16.11.2020 - 08:50
Forseti Perú segir af sér - var 5 daga í embætti
Manuel Merino forseti Perú sagði af sér í dag í kjölfar mótmæla og neyðarfundar í þinginu. Þrír létust í mótmælum gegn honum í höfuðborginni Lima í gær en hann hafði aðeins verið fimm daga í embætti.
15.11.2020 - 17:46
Yfir milljón COVID-19 tilfelli staðfest í Mexíkó
Mexíkó varð í gær ellefta landið þar sem fleiri en ein milljón manns hafa greinst með COVID-19, þegar 5.860 ný smit voru greind þar í landi. Ricardo Cortes, talsmaður mexíkóska heilbrigðisráðuneytisins greindi frá þessu í gær og sagði heildarfjölda staðfestra smita vera 1.003.253. Mexíkó er enn ofar á lista Johns Hopkins háskólans bandaríska yfir fjölda látinna í heimsfaraldrinum, eða í fjórða sæti.
15.11.2020 - 05:37
Enn einn fellibylurinn dynur á Mið-Ameríku
Byrjað er að rýma bæi við Atlantshafsströnd Hondúras þar sem annar fellibylurinn á tveimur vikum og sá þrítugasti á þessu ári mun taka land á morgun, sunnudag, gangi spár eftir.
Víða mikið tjón af völdum Eta
Um 150 fórust af völdum  fellibylsins Eta þegar hann fór yfir Gvatemala á dögunum og um sextíu í Hondúras. Þá fórust að minnsta kosti tuttugu í Chiapas-ríki í suðurhluta Mexíkó.
10.11.2020 - 08:17
Morales innilega fagnað við heimkomu
Þúsundir fögnuðu þegar fyrrverandi forsetinn Evo Morales sneri aftur heim til Bólivíu í gær eftir nokkurra mánaða sjálfskipaða útlegð í Argentínu. Morales kom fótgangandi yfir La Quiaca ána, sem aðskilur ríkin, itl bæjarins Villazon þar sem þúsundir tóku á móti honum, veifuðu fánum og hrópuðu nafn hans. Morales skrifaði á Twitter að hann væri hrærður yfir því að fólk hafi komið hvaðanæva að á landinu til þess að taka á móti honum. 
10.11.2020 - 06:37
Bóluefnistilraunum hætt í Brasilíu
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu greindu frá því í gærkvöld að tilraunum með kínverskt bóluefni við COVID-19 hafi verið hætt vegna neikvæðra áhrifa þess á þátttakanda. Kínverska lyfjafyrirtækið Sinovac Biotech var langt komið með þróun bóluefnisins CoronaVac þegar fregnir bárust af bakslaginu.
10.11.2020 - 05:44
Þingið ákærir forseta Perú fyrir mútuþægni
Þjóðþing Perú samþykkti í kvöld að ákæra forsetann martin Vizcarra vegna gruns um að hann hafi þegið mútur frá verktökum sem héraðsstjóri. Forseti þingsins, Manuel Marino, tekur við embætti forseta og situr þar til kjörtímabilinu lýkur í júlí á næsta ári.
10.11.2020 - 04:42
Eta veldur enn meira manntjóni
Hitabeltisstormurinn Eta heldur áfram að valda usla í Mið-Ameríku. Hann færir sig hægt norður á bóginn og er nú yfir Mexíkó. Minnst tuttugu eru látnir í Chiapas-fylki í sunnanverðu Mexíkó að sögn yfirvalda þar. Mikið manntjón varð einnig í Hondúras og Gvatemala. 23 hafa fundist látnir af völdum flóða í Hondúras, og um 150 eru taldir af eftir að aurskriða féll á þorp í Gvatemala.
07.11.2020 - 23:37
Óttast um afdrif 150 þorpsbúa í Gvatemala
Um 150 eru látnir eða er saknað eftir að aurskriða af völdum óveðursins Eta hreif heilt þorp með sér í Gvatemala í dag. Forsetinn Alejandro Giammattei greindi frá þessu í kvöld. Áður höfðu um tuttugu manns týnt lífi í Mið-Ameríku af völdum Eta, sem kom að landi í Níkaragva á þriðjudag sem fjórða stigs fellibylur.
07.11.2020 - 03:30
Minnst tólf látnir í óveðri í Mið-Ameríku
Stormurinn Eta, sem fer nú yfir Mið-Ameríku í formi hitabeltislægðar, hefur orðið minnst tólf manns að bana. Heimili þúsunda í Níkaragva, Hondúras og Gvatemala voru hrifsuð á brott í aurskriðum af völdum óveðursins.
06.11.2020 - 01:24
Þrír létust í fellibyl í Níkaragva
Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að fellibylurinn Eta reið yfir Mið-Ameríku af miklu afli. Bylurinn mældist á fjórða og næst efsta stigi þegar hann náði landi í Níkaragva í fyrradag, þar sem hann reif tré upp með rótum, feykti niður veggjum og tætti þök af húsum við norðurströnd landsins. Vindhraði náði allt að 58 metrum á sekúndu.
05.11.2020 - 02:09
Fjórða stigs fellibylur ógnar Hondúras og Níkaragva
Íbúar Hondúras og Níkaragva búa sig undir hið versta þar sem fellibylurinn Eta, sem skella mun á ströndum landanna í nótt, hefur magnast upp í fjórða stigs fellibyl á leið sinni yfir Karíbahafið. Meðalvindhraði í fárviðrinu mælist allt að 66 metrar á sekúndu og úrkoman er geypileg.
03.11.2020 - 04:11
Yfir 400.000 dáin af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku
Yfir 400.000 manns hafa nú dáið af völdum COVID-19 í rómönsku Ameríku, allt frá Mexíkó og Karíbahafsríkjum í norðri til suðurodda Argentínu og Chile í suðri. Klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma voru dauðsföllin orðin 400.524 samkvæmt frétt AFP, sem byggð er á opinberum gögnum frá öllum ríkjum þessa heimshluta.
31.10.2020 - 06:17
Óvenju mörg illviðri á Atlantshafi
Óvenju mörg illviðri hafa geisað á Atlantshafi í ár og stefnir í að fleiri stormar fái eigið nafn en nokkru sinni fyrr. Tuttugasti og sjötti stormurinn í ár var í gær nefndur Epsilon. Hann gæti gengið á land á Bermúda-eyjum síðar í vikunni.
Saka forsetann um óbeina ritskoðun
Samtökin Fréttamenn án landamæra segja að ríkisstjórn Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, beiti þarlenda fjölmiðla óbeinni ritskoðun. Þetta geri forsetinn og nánustu samstarfsmenn hans með yfirlýsingum sínum um fjölmiðla sem ekki verði lýst öðru vísi en sem árásum. Samtökin segja að forsetinn, synir hans þrír og aðrir samverkamenn hafi ráðist meira en hundrað sinnum á fréttamenn með þeim hætti á þremur mánuðum, frá júlí fram í september. 
20.10.2020 - 09:56
Yfir milljón COVID-19 smit í Argentínu
Argentína varð í gær fimmta ríkið í heiminum, þar sem fleiri en milljón manns hafa greinst með COVID-19. Yfir 40 milljónir hafa nú greinst með veiruna á heimsvísu.
20.10.2020 - 03:52
Frambjóðandi Sósíalista kosinn forseti Bólivíu
Luis Arce, frambjóðandi Sósíalista, vann öruggan sigur í fyrri umferð forsetakosninganna í Bólivíu í gær. Samkvæmt útgönguspá rannsóknafyrirtækisins Ciesmori fyrir bólivísku sjónvarpsstöðina Unitel fékk hann meirihluta atkvæða í kosningunum, 52,4 prósent. Gangi spáin eftir þýðir það að ekki þarf að efna til seinni umferðar kosninga í nóvember til að velja á milli hans og miðjumannsins Carlosar Mesa, fyrrverandi forseta, sem samkvæmt sömu spá fær 31,5 prósent atkvæða.
19.10.2020 - 05:50
Friðsamlegar forsetakosningar í Bólivíu
Öllum kjörstöðum hefur nú verið lokað í Bólivíu, þar sem forsetakosningar fóru fram á sunnudag. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan fimm síðdegis að staðartíma, níu í kvöld að íslenskum tíma, eins og til stóð, en þó nokkrir voru opnir lengur vegna langra biðraða. Frambjóðandi Sósíalista er talinn líklegastur til sigurs en þarf að líkindum að fara í gegnum aðra umferð í næsta mánuði, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu.
19.10.2020 - 01:23
Eitraður landi kostaði 20 mannslíf í Kosta Ríka
Tuttugu hafa dáið úr metanóleitrun í Costa Rica undanfarna daga, eftir að hafa drukkið metanólblandað áfengi. Heilbrigðisyfirvöld á Costa Rica greina frá þessu. Yfir 50 manns hafa leitað sér læknishjálpar vegna eitrunareinkenna síðustu daga. Sjúklingarnir eiga það sameiginlegt að hafa drukkið landa sem bruggaður er og eimaður úr sykurreyr og gengur undir heitinu guaro.