Mið- og Suður-Ameríka

Ráðherra segir af sér vegna mannskæðra fangauppreisna
Innanríkisráðherra Ekvadors sagði af sér embætti í gær, vegna blóðugra fangauppreisna í fjórum fangelsum landsins á dögunum, þar sem 79 létu lífið. Í bréfi til Leníns Morenos, forseta Ekvadors, segir ráðherrann Patricio Pazmino afsögnina alfarið sína eigin, persónulegu ákvörðun, sem ekki yrði haggað. Ekvadorþing kallaði eftir afsögn ráðherrans á mánudag, viku eftir uppþotin. Þingheimur krafðist líka afsagnar ríkislögreglustjórans og fangelsismálastjóra.
Biður fólk að hætta þessu COVID-væli
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hvetur landsmenn til að hætta öllu COVID-væli. Þrettán hundruð manns hafa dáið af völdum farsóttarinnar að meðaltali síðustu daga.
Enn fjölgar COVID-dauðsföllum í Brasilíu
Metfjöldi dauðsfalla var rakinn til COVID-19 í Brasilíu í gær, annan daginn í röð, og geisar farsóttin nú af svo miklum þunga í fjölmennustu borg landsins, Sao Paulo, að yfirvöld í borginni og samnefndu ríki ákváðu að grípa til víðtækra lokana. 1.910 dauðsföll voru rakin til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum heilbrigðisráðuneytisins og nálgast þau nú 260.000. Eru þau hvergi fleiri, utan Bandaríkjanna.
Fimm háskólanemar féllu til bana er handrið gaf sig
Fimm háskólanemar dóu og þrír slösuðust alvarlega þegar þeir féllu niður af fimmtu hæð háskólabyggingar í El Alto í Bólivíu í gær. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu segir að slysið hafi orðið í miklum troðningi þegar fjöldi stúdenta freistaði þess að komast inn í samkomusal háskólans eftir þröngum svalagangi og handriðið gaf sig.
03.03.2021 - 05:19
Felldu tíu fyrrverandi FARC-liða í frumskógum Kólumbíu
Kólumbíuher felldi nýverið tíu skæruliða sem áður börðust undir merkjum FARC, og særði þrjá til viðbótar í sprengjuárás á bækistöðvar þeirra í skóglendi í norðanverðu landinu.
03.03.2021 - 02:16
Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Brasilíu
1.641 dauðsfall var rakið til COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn, fleiri en nokkru sinni á einum sólarhring. Brasilísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá þessu í kvöld. Brasilía er í flokki þeirra landa sem hvað verst hafa orðið úti í heimsfaraldri kórónaveirunnar og ekkert lát virðist á hörmungunum sem pestin veldur þar í landi. Staðfest dauðsföll af völdum COVID-19 eru orðin rúmlega 257.000 talsins, fleiri en í nokkru landi öðru utan Bandaríkjanna.
03.03.2021 - 01:40
Hundruð fanga á flótta á Haítí
25 eru látnir eftir að 400 fangar brutu sér leið úr fangelsi í úthverfi Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Almennir borgarar eru meðal hinna látnu, auk sex fanga og fangelsisstjórans Paul Hector Joseph. AFP fréttastofan hefur eftir samskiptaráðherranum Frantz Exantus að fangarnir hafi orðið almennum borgurum að bana á flóttanum.
Forseti Hondúras segir ásakanir skaða samstarf
Juan Orlando Hernandez, forseti Hondúras, varar bandarísk yfirvöld við því að trúa ásökunum um stuðning hans við eiturlyfjagengi. Þetta sagði hann á þjóðþingi Hondúras í gær. Hann segir það geta skaðað samstarf ríkjanna í baráttunni við gengin.
Sendiherra ESB í Venesúela rekin úr landi
Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra Evrópusambandsins í Venesúela, var rekin úr landi í dag. Henni voru gefnir þrír sólarhringar til að hverfa á brott. Þing landsins samþykkti samhljóða að nærvera hennar væri óæskileg.
Tugir látnir í fangelsisóeirðum í Ekvador
Minnst 62 fangar eru látnir eftir að óeirðir brutust út samtímis í þremur fangelsum í Ekvador í dag. Yfirvöld segja átök á milli gengja vera kveikjuna að uppþotunum. Að sögn AFP fréttastofunnar létu 33 fangar lífið í Cuenca, átta í Latacunga og 21 í Guayaquil.
Hægri og vinstri bítast um forsetaembættið í Ekvador
Það verða vinstrimaðurinn og hagfræðingurinn Andrez Arauz og hægrimaðurinn og bankastjórinn Guillermo Lasso sem mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador í apríl. Þetta er lokaniðurstaða landskjörstjórnar eftir endurtalningu atkvæða úr fjölda kjördæma í fyrri umferðinni, sem fram fór 27. desember síðastliðinn.
22.02.2021 - 06:33
Sex fórust í flugslysi í Mexíkó
Sex mexíkóskir hermenn fórust þegar flugvél þeirra fórst skömmu eftir flugtak í austanverðu Mexíkó í dag. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að þotan, LearJet 45, hafi farist laust fyrir klukkan sextán að íslenskum tíma, skömmu eftir að hún tók á loft frá Emiliano Zapato-flugvellinum í Veracruz-ríki. Slysarannsóknadeild ráðuneytisins mun aðstoða her og flugher við rannsóknina á slysinu, segir í tilkynningunni.
21.02.2021 - 23:52
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Argentína
Ráðherra rekinn fyrir að redda vinum sínum bólusetningu
Alberto Fernández, forseti Argentínu, fór í gærkvöld fram á afsögn heilbrigðisráðherra landsins vegna trúnaðarbrests og grun um spillingu. Ginés González García, varð uppvís að því að hleypa vinum og vandamönnum fram fyrir í bólusetningarröðinni. Ráðherrann hefur þegar farið að tilmælum forsetans og sagt af sér embætti.
Yfir 10 milljónir smita hafa greinst í Brasilíu
Tæplega 52.000 manns greindust með COVID-19 í Brasilíu síðasta sólarhringinn. Þar með er Brasilía orðið þriðja ríkið í heiminum þar sem fleiri en tíu milljónir smita hafa verið staðfest. Hin löndin eru Bandaríkin, þar sem staðfest tilfelli nálgast 28 milljónir, og Indland, þar sem nær ellefu milljónir hafa greinst með kórónaveiruna sem veldur sjúkdómnum.
Svifryk dró 160.000 til dauða í 5 stærstu borgum heims
Rekja má um 160.000 ótímabær dauðsföll í fimm fjölmennustu borgum heims árið 2020 til loftmengunar. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var fyrir Suðausturasíudeild náttúrverndarsamtakanna Greenpeace og kynnt var í morgun. Verst var ástandið í fjölmennustu höfuðborg heims, Nýju Dehli á Indlandi. Þar er áætlað að um 54.000 manns hafi dáið af völdum svifryksmengunar þrátt fyrir að mjög hafi dregið úr mengun um hríð, vegna útgöngu- og ferðabanns þegar COVID-19 geisaði þar hvað heitast.
18.02.2021 - 04:49
Fyrstu prófanir á bóluefni gegn zika-veirunni lofa góðu
Fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið gegn zika-veirunni lofar góðu. Fyrstu prófanir á efninu, sem þróað var í Bandaríkjunum, benda til allt að 80 prósenta virkni.
17.02.2021 - 06:30
Var bólusett - varð að segja af sér
Elizabeth Astete, utanríkisráðherra Perú , sagði af sér í gær eftir að upp komst að hún hefði verið bólusett fyrir kórónuveirunni á undan fólki í áhættuhópum. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún viðurkenndi að hafa gert alvarleg mistök.
Endurtalið víða í Ekvador
Kjörstjórn í Ekvador samþykkti í gær kröfu tveggja frambjóðenda í forsetakosningum landsins um endurtalningu stórs hluta atkvæða. Mjög litlu munar á þeim Yaku Perez, frambjóðanda bandalags frumbyggjaþjóða, og Guillermo Lasso, frambjóðanda hægrimanna. Þeir berjast um að komast í seinni umferð kosninganna gegn Andres Arauz, lærisveini fyrrverandi forsetans Rafael Correa.
13.02.2021 - 08:03
Mikil óvissa og spenna í forsetakosningum í Ekvador
Enn er óvissa um hver mætir sósíalistanum Andres Arauz í seinni umferð forsetakosninganna í Ekvador 11. apríl, þar sem afar litlu munar á fylgi tveggja næstu manna í fyrri umferðinni, sem fram fór á sunnudag, og talningu ekki að fullu lokið.
09.02.2021 - 03:05
Ólga á Haítí
Stjórnarandstöðuflokkar á Haítí hafa útnefnt virtan dómara, Joseph Mecene Jean-Louis, sem leiðtoga landsins til bráðabirgða. Stjórnarandstæðingar vilja koma Jovenel Moise, forseta landsins, frá völdum og segja kjörtímabil hans á enda runnið. 
08.02.2021 - 10:02
Frumbyggi að líkindum í seinni umferð forsetakosninga
Frambjóðandi kosningabandalags vinstrimanna, sósíalistinn Andrés Arauz, fékk flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna í Ekvador í gær, eða 31,5 prósent. Yaku Perez, frambjóðandi regnhlífarsamtaka frumbyggjaþjóða varð í öðru sæti með 20,04 prósent atkvæða; örlitlu meira en hægrimaðurinn Guillermo Lasso, sem endar að líkindum í þriðja sæti með 19,.97 prósent atkvæða.
08.02.2021 - 04:48
Ekvador
Sósíalisti og kapítalisti bítast um forsetaembættið
Enginn frambjóðandi fékk meirihluta atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Ekvador á sunnudag, sem þýðir að efna þarf til annarrar umferðar í apríl, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu manna. Frambjóðandi kosningabandalags vinstrimanna, Andrés Arauz, fékk flest atkvæði samkvæmt útgönguspám, sem benda til þess að um eða yfir 35 prósent kjósenda hafi kosið hann. Í öðru sæti var frambjóðandi kosningabandalags á hægri vængnum, Guillermo Lasso, sem samkvæmt spám fékk um 22 prósent atkvæða.
08.02.2021 - 01:22
Mexíkóforseti segist á góðum batavegi eftir COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, er á góðum batavegi eftir að hafa veikst af COVID-19 í síðasta mánuði. Forsetinn birti í gær myndskeið á samfélagsmiðlum, þar sem hann ávarpar landa sína og segist „vera við góða heilsu og á batavegi.“
Greiða 911 milljarða í skaðabætur
Brasilíska námafyrirtækið Vale hefur fallist á að greiða jafnvirði 911 milljarða króna í skaðabætur vegna stíflu sem brast árið 2019. Þetta eru hæstu skaðabætur sem greiddar hafa verið í Suður-Ameríku.