Mið- og Suður-Ameríka

Þrír blaðamenn myrtir í Mexíkó það sem af er ári
Blaðakonan Lourdes Maldonado Lopez var myrt í landamæraborginni Tijuana í Mexíkó í gær, sunnudag. Embætti saksóknara í borginni greindi frá þessu. Lopez er annar blaðamaðurinn sem myrtur er í Tijuana á innan við viku, og þriðji mexíkóski blaðamaðurinn sem myrtur er á þessu ári. Hún var skotin til bana þar sem hún sat inni í bíl, segir í tilkynningu saksóknaraembættis Baja California-ríkis, sem liggur að Bandaríkjunum.
Fresta kjötkveðjuhátíðinni annað árið í röð
Borgaryfirvöld í tveimur stærstu borgum Brasilíu, Sao Paulo og Ríó de Janeiró, hafa ákveðið að fresta kjötkveðjuhátíðum ársins vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu að undanförnu. Kjötkveðjuhátíðirnar, með sínum litríku og metnaðarfullu skrúðgöngum og skrautlega skemmtanahaldi við upphaf lönguföstu, draga hundruð þúsunda ferðafólks til borganna á hverju ári.
Úrhelli og flóð loka öllum leiðum að Machu Pichu
Stórrigningar í sunnanverðu Perú orsökuðu flóð sem á endanum skoluðu í burtu járnbrautarteinum og brúm í gær og rufu meðal annars allar samgöngur við bæinn Machu Picchu og samnefnt borgvirki sem Inkar reistu á 15. öld. Virkið er vinsælasti áfangastaður ferðafólks í Perú, og gildir það jafnt um innfædda ferðamenn sem erlenda.
22.01.2022 - 03:26
Einn fórst og 20 særðust í hryðjuverki í Kólumbíu
Einn maður fórst og 20 særðust þegar bílsprengja var sprengd utan við skrifstofu mannréttindasamtaka í borginni Saravena í Kólumbíu, nærri skrifstofum hins opinbera, seint á miðvikudagskvöld. Saravena er nærri landamærum Venesúela og kólumbíski herinn er þar með fjölmennar herbúðir, enda hefur verið grunnt á því góða milli þessara nágrannaþjóða upp á síðkastið.
Elsti karl í heimi dó í gær, tæplega 113 ára gamall
Spánverjinn Saturnino de la Fuente, sem þar til í gær var elsti lifandi karlmaðurinn hér á Jörð, er látinn, 112 ára gamall og ellefu mánuðum betur. de la Fuente fæddist í borginni León í Kastilíuhéraði á Norður-Spáni hinn 11. febrúar 1909, og dó í sömu borg í gær, samkvæmt spænsku fréttastofunni EFE og Heimsmetabók Guinness.
19.01.2022 - 04:36
Rautt viðbúnaðarstig vegna covid í Ekvador
Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir rauðu viðbúnaðarstigi vegna tíföldunar kórónuveirusmita í landinu. Tilskipunin nær yfir 193 af 221 kantónu landsins, ásamt stórborgum á borð við Quito og Guayaquil.
Fimm til ellefu ára börn bólusett í Brasilíu
Bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára hófust í Brasilíu í gær. Heilbrigðisyfirvöld heimiluðu bólusetningar þess aldurshóps í síðasta mánuði þrátt fyrir hávær mótmæli Jairs Bolsonaros forseta.
Tíu fórust í bjarghruninu í Brasilíu
Tíu manneskjur týndu lífinu þegar heljarmikið bjarg brotnaði úr klettavegg við stöðuvatn í Brasilíu á laugardag og féll á þrjá báta sem þar voru á siglingu með ferðafólk í skoðunarferð. Á fjórða tug til viðbótar slösuðust og níu þeirra voru lögð inn á sjúkrahús.
10.01.2022 - 03:43
Sjö látin og þriggja saknað eftir bjarghrun í Brasilíu
Minnst sjö manns fórust þegar bjarg hrundi úr klettavegg við stöðuvatn í Brasilíu á laugardag og lenti á þremur bátum á siglingu skammt frá klettunum. Þirggja til viðbótar er saknað, að sögn yfirvalda. Edgard Estevo da Silva, slökkviliðsstjóri í Minas Gerais-ríki, greindi frá þessu á fréttamannafundi.
08.01.2022 - 23:53
Gos á Galapagos
Eldgos er hafið í eldfjallinu Wolf, hæsta fjalli Galapagoseyja. Fjallið er á eyjunni Isabelu, stærstu eyju þessa einstaka eyjaklasa, sem rís úr Kyrrahafinu rúmlega 900 kílómetra vestur af Ekvador. Á Isabelu eru heimkynni bleiku igúana-eðlunnar, sem er í bráðri útrýmingarhættu og finnst hvergi annars staðar.
08.01.2022 - 06:19
Tveir fréttamenn myrtir í átökum glæpagengja á Haítí
Glæpagengi á Haítí drap í gær tvo fréttamenn í höfuðborg landsins, Port-au-Prince. Útvarpsstöðin Radio Ecoute, þar sem annar hinna myrtu starfaði, greindi frá þessu í kvöld og sagði fréttamennina tvo hafa fallið í skotbardaga glæpamanna. Þriðji fréttamaðurinn á vettvangi átakanna komst undan ósærður.
Kólumbíumaður ákærður vegna morðsins á forseta Haítí
Kólumbískur uppgjafahermaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðið Jovenel Moise forseta Haítí af dögum í júlí síðastliðnum. Lífstíðarfangelsi gæti beðið hans verði hann fundinn sekur.
Tígurinn Charly og órangútaninn Sandai bólusett
Bengaltígurinn Charly og órangútaninn Sandai eru meðal tíu dýra sem voru bólusett í dýragarði í Chile á mánudaginn. Þekkt er að dýr smitist af COVID-19.
Tíu fangar og lögreglumaður féllu við flóttatilraun
Tíu fangar og lögreglumaður létust við flóttatilraun úr fangelsi á Haítí á föstudaginn var. Þrír lögreglumenn til viðbótar særðust alvarlega og verða fluttir til Kúbu til læknismeðferðar að sögn talsmanns lögregluyfirvalda.
Brasilíuforseti á sjúkrahúsi
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fluttur á sjúkrahús í dag eftir að hafa kvartað yfir magaverkjum. Að sögn brasilískra fjölmiðla er talið að garnastífla hrjái forsetann. Hann hefur nokkrum sinnum þurft að leggjast inn á sjúkrahús frá því að hann var stunginn í kviðinn í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2018.
03.01.2022 - 13:17
Brasilía
Rannsaka sóttvarnabrot um borð í skemmtiferðaskipum
Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu heita að rannsaka hvort útgerðir skemmtiferðaskipa hafi brotið sóttvarnareglur þegar hópsmit kom upp í þremur skipum við strendur landsins.
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Kókaínið streymir til Rotterdam
Tollverðir í Rotterdam í Hollandi hafa að undanförnu lagt hald á 1,6 tonn af kókaíni sem kom til landsins í vörugámum frá Suður-Ameríku. Söluandvirði efnisins er talið nema hátt í tuttugu milljörðum króna.
18 látin og tugir þúsunda á hrakhólum vegna flóða
18 eru látin og yfir 35.000 manns eru í hrakningum vegna flóða í brasilíuríkinu Bahia, þar sem rignt hefur uppstyttulítið um í margar vikur með þeim afleiðingum að ár hafa flætt yfir bakka sína og tveir stíflugarðar gefið sig. Leitar- og björgunarlið staðfesti í gær, á öðrum degi jóla, að átjánda fórnarlamb flóðanna hefði fundist á reki í á í sunnanverðu ríkinu.
27.12.2021 - 02:44
17 látin í flóðum í Brasilíu
Yfir 11.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum í Bahia-ríki í Norðaustur-Brasilíu sökum mikilla flóða á síðustu vikum. Yfirvöld eiga í vandræðum með að koma nauðsynlegum hjálpargögnum til fólksins og enn hefur ekki tekist að koma rúmum þriðjungi þess í öruggt skjól. Ausandi rigning hefur verið í stórum hluta Bahia-ríkis síðan í nóvember og flóðin sem hún veldur hafa þegar orðið 17 manns að fjörtjóni, samkvæmt upplýsingum almannavarna í landinu.
26.12.2021 - 07:37
Ekvador: Bólusetningarskylda fyrir fimm ára og eldri
Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að skylda alla landsmenn, fimm ára og eldri, til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Heilbrigðisráðherra landsins tilkynnti þetta í gærkvöld og sagði ástæðuna mikla fjölgun og dreifingu smita af völdum omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar síðustu daga og vikur.
70 prósenta verðbólga á Kúbu
Verðbólga á Kúbu verður um 70 prósent á árinu sem er að líða, sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Alejandro Gil, ráðherra efnahagsmála í Kúbustjórn, greindi frá þessu í gær og sagði þetta með ráðum gert og lið í nýrri peningastefnu stjórnvalda. Kúbustjórn hækkaði almennt verðlag í landinu um 44 prósent í ársbyrjun og sagði það lið í áætlun stjórnvalda sem miðaði að því að hækka laun landsmanna um 450 prósent.
Tólf kristniboðar flúðu úr gíslingu á Haítí
Tólf kristniboðum tókst að flýja úr gíslingu glæpagengis á Haití í síðustu viku. Sextán Bandaríkjamönnum og Kanadamanni sem voru á vegum bandarísku samtakanna Christian Aid Ministries var rænt í október síðastliðnum.
Gabriel Boric sigurvegari forsetakosninga í Síle
Vinstri maðurinn Gabriel Boric er sigurvegari í síðari umferð forsetakosninga í Síle sem fram fóru í dag. Hægri maðurinn Jose Antonio Kast hefur játað ósigur sinn eftir að 70% atkvæða hafa verið talin.
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.