Mið- og Suður-Ameríka

Sjötta sakamálarannsóknin hafin á hendur forseta Perú
Sakamálarannsókn er hafin á hendur Pedro Castillo forseta Perú vegna ásakana um spillingu. Þetta er sjötta glæparannsóknin sem beinist að forsetanum.
Handtekin fyrir að ræna móður sína milljörðum
Lögregla í Brasilíu handtók í gær konu sem grunuð er um sviksamlega hegðun við aldraða móður sína. Hún lokkaði hana til að leyfa konu að flytja inn á heimilið, sem þóttist skyggn en stal fé og öðru verðmæti að hundraða milljóna virði.
Páskaeyja opnuð ferðamönnum að nýju
Sá vinsæli ferðamannastaður, Páskaeyja í Kyrrahafi, var formlega opnaður fyrir heimsóknir í gær. Þangað hefur enginn getað farið í meira en tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.
Móðir og tvö börn laus úr sautján ára langri prísund
Lögreglan í brasilísku borginni Rio de Janeiro bjargaði nýverið konu og tveimur fullvaxta börnum hennar úr prísund. Eiginmaður konunnar og faðir barnanna er talinn hafa haldið þeim föngnum á heimili þeirra um sautján ára skeið.
Blaðamaður sem sakar forseta um spillingu handtekinn
Lögregla í Mið-Ameríkuríkinu Gvatemala handók í gær blaðamanninn Jose Ruben Zamora. Hann er stofnandi blaðsins El Periodico sem hefur sakað Alejandro Giammattei forseta og Consuelo Porras dómsmálaráðherra um spillingu.
Lula heldur enn afgerandi forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro. Þetta kemur fram í skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha sem birt var í gær.
Vargöld á Haítí
Rúmlega 470 féllu, særðust eða hurfu á 10 dögum
Rúmlega 470 manns féllu, særðust eða hurfu í blóðugum og harðvítugum átökum glæpagengja í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á rúmri viku fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram í máli Farhan Haq, eins af talsmönnum Antonios Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær.
Jair Bolsonaro
Staðfesti framboð sitt og sagði herinn á sínu bandi
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti tilkynnti í gær formlega að hann verði í framboði í forsetakosningunum í haust. Þetta gerði forsetinn á miklum kosningafundi Frjálslynda flokksins, þar sem hann lagði megináherslu á guð, fjölskylduna og byssur og sagðist hafa herinn á sínu bandi.
Minnst 17 drukknuðu þegar bát hvolfdi við Bahamaeyjar
Minnst sautján fórust þegar báti með yfir 40 manns innaborðs hvolfdi undan ströndum Bahamaeyja aðfaranótt sunnudags. Þau sem drukknuðu voru öllu haítískir ríkisborgarar; 15 konur, eitt barn og einn karlmaður. 25 var bjargað og minnst eins er saknað. Algengt er að smyglarar flytji fólk frá Haítí til Bahama og þaðan áfram til Flórída í Bandaríkjunum.
25.07.2022 - 01:39
Minnst 18 í valnum eftir lögregluárás á gengi í Ríó
Minnst átján manns liggja í valnum eftir síðustu aðgerðir lögreglu gegn glæpagengjum í fátækrahverfum brasilísku stórborgarinnar Ríó de Janeiro. Lögregluyfirvöld í borginni greindu frá þessu í gær. Aðrar heimildir herma að ekki færri en 20 hafi fallið.
Fjórir ákærðir vegna dauða 53 innflytjenda í Texas
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á dauða 53 innflytjenda sem smyglað var til Texas í Bandaríkjunum frá Mexíkó í lok júní. Eru mennirnir grunaðir um að hafa skipulagt og framkvæmt flutningana á fólkinu yfir landamærin í lokuðum tengivagni flutningabíls í kæfandi hita, og orðið þannig valdir að dauða þess.
Hundruð snjóteppt eftir hríðarbyl í Andesfjöllum
Yfir 400 manns, þar á meðal ferðafólk og vöruflutningabílstjórar, eru snjóteppt nærri landamærum Argentínu og Chile í Andesfjöllunum, þar sem köld heimskautalægð gekk yfir á laugardagskvöld með hríðarbyl og gaddi. Landamærastöðinni Los Libertadores, sem er í miðjum jarðgöngum í 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli, hefur verið lokað vegna fannfergis og ófærðar beggja vegna landamæranna.
11.07.2022 - 03:19
100 ára fyrrverandi Mexíkóforseti og harðstjóri látinn
Luis Echeverria Alvarez, fyrrverandi Mexíkóforseti, er látinn, 100 ára að aldri. Arfleifð hans er blóði drifin og hann er eini fyrrverandi forseti landsins sem sætt hefur formlegri ákæru fyrir glæpsamlegt athæfi. Andrés Manuel López Mexíkóforseti greindi frá andláti hans í dag.
09.07.2022 - 23:11
Efnahagsráðherra Argentínu segir af sér
Martin Guzman, efnahagsráðherra Argentínu, hefur sagt af sér embætti. Guzman tókst í embættistíð sinni að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinni um 44 milljarða skuld Argentínu.
Bundinn endir á mótmæli í Ekvador
Fulltrúar ríkistjórnar Ekvador og frumbyggjaþjóða í landinu hafa skrifað undir samkomulag um að binda enda á 18 daga löng blóðug mótmæli. AFP greinir frá.
30.06.2022 - 23:35
Fjögur létust er áhorfendastúka við nautaatsvöll hrundi
Minnst fjórar manneskjur létu lífið og yfir 300 slösuðust þegar áhorfendastúka við nautaatsvöll í Kólumbíu hrundi. „Fjórar manneskjur eru látnar eins og staðan er núna, tvær konur, karlmaður og barn,“ sagði Jose Ricardo Orozco, héraðsstjóri í Tolima. Heilbrigðisráðherra héraðsins segir fjögur hinna slösuðu á gjörgæslu.
27.06.2022 - 02:46
Lula heldur öruggu forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro, í nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha í aðdraganda forsetakosninganna í haust. Samkvæmt þeim ætla 47 prósent þeirra sem afstöðu tóku að kjósa Lula, en 28 prósent ætla að merkja við Bolsonaro. Aðrir frambjóðendur njóta mun minna fylgis.
Mannskæður eldsvoði í fjölbýli í Buenos Aires
Tvær konur og þrjú börn, öll úr sömu fjölskyldu, létu lífið í eldsvoða í fjórtán hæða fjölbýlishúsi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í gær. 35 til viðbótar voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt tilkynningu slökkviliðs. Eldurinn kviknaði snemma morguns á sjöundu hæð blokkarinnar og teygði sig fljótlega upp á þá áttundu, að sögn Pablos Giardina, varðstjóra hjá slökkviliðinu.
24.06.2022 - 02:22
Spegillinn
Krefjandi verkefni bíða nýs forseta
„Þið hafið orðið vitni að sögulegum viðburði. Ekki aðeins í Kólumbíu, heldur líka í Suður Ameríku og heiminum öllum". Svona komst Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu að orði í sigurræðu sinni í gær.
20.06.2022 - 20:00
Viðurkennir að hafa myrt breskan blaðamann í Amazon
Maður sem lögreglan í Brasilíu hafði handtekið í tengslum við hvarf blaðamannsins Don Phillips og frumbyggjasérfræðingsins Bruno Pereira hefur viðurkennt á sig að hafa skotið og myrt tvímenningana. Þetta hefur fréttastofa Guardian eftir lögreglunni þar í landi. Hinn grunaði, veiðimaðurinn Amarildo da Costa de Oliveira, hafði þá þegar leitt lögreglu þangað sem mennirnir voru grafnir, lengst inni í regnskóginum í Javari dalnum í vesturhluta landsins.
16.06.2022 - 03:48
Sjónvarpsfrétt
Týndir í Amazon-regnskóginum í níu daga
Tvennum sögum fer af því hvort lík tveggja manna sem hefur verið saknað síðan fimmta júní hafi fundist í Brasilíu. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og frumbyggjasérfræðingurinn Bruno Pereira voru á ferðalagi í Amazon-regnskóginum í Brasilíu þegar þeir hurfu.
13.06.2022 - 20:03
Brasilía
Fundu persónulega muni horfinna tvímenninga í Brasilíu
Persónulegir munir úr fórum bresks blaðamanns og brasilísks sérfræðings sem saknað er í Brasilíu fundust á sömu slóðum og þeir voru á þegar síðast sást til þeirra fyrir þremur vikum. Brasilíska alríkislögreglan greindi frá þessu í gær, skömmu eftir að ættingjar og vinir tvímenninganna, breska blaðamannsins Dom Phillips og brasilíska sérfræðingsins Bruno Pereira, komu saman á bænastund í Ríó.
Líkamsleifar blaðamannsins hugsanlega fundnar
Brasilíska lögreglan telur sig hafa fundið líkamsleifar í leit hennar að breska blaðamanninum Dom Phillip og frumbyggjasérfræðingnum Bruno Pereira í Amazon regnskóginum í Brasilíu. Ekkert hefur spurst til þeirra í tæpa viku.
11.06.2022 - 09:14
Dæmd í 10 ára fangelsi fyrir meint valdarán
Jeanine Áñez, fyrrverandi öldungaadeildarþingmaður og forseti Bólivíu var í gær dæmd í tíu ára fangelsi fyrir meint samsæri um að hrekja Evo Morales, fyrrverandi Bólivíuforseta frá völdum til að hrifsa þau í eigin hendur. Áñez segist hafa verið ákærð fyrir glæp sem aldrei var framinn.
Haítí
Glæpamenn rændu 38 manns í tveimur rútum
Hópur glæpamanna rændi í gær 38 manns sem voru á suðurleið frá höfuðborg Haítí í tveimur smárútum. 18 farþegar voru í hvorri rútu, auk bílstjóra. AFP fréttastofan hefur þetta eftir formanni samtaka sjálfstætt starfandi atvinnubílstjóra í borginni.