Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Eftirminnileg og glæsileg Ronja
Hlín Agnarsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar, mælir hiklaust með Ronju ræningjadóttur sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins.
Manneskjan getur breytt heiminum
María Kristjánsdóttir sá Eddu eftir Robert Wilson á Listahátíð og fór að velta fyrir sér örlögum heimsins og hvað sé í mannanna valdi.
22.06.2018 - 09:29
Gagnrýni
Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi, sá óperuna Brothers á Listahátíð Reykjavíkur og þótti hún áhrifarík. „Dramatísk atburðarásin innan fjölskyldu og í hugarheimi hermannsins Michaels lyftir sér áreynslulaust í örstuttum sterkum myndum og með einstaka látæði.“
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Dauði í Þjóðleikhúsi
Í Þjóðleikhúsinu eru um þessar mundir sýnd tvö samstarfsverkefni. Annað í Kassanum með leiklistardeild LHÍ, hitt á stóra sviðinu með Sinfóníuhljómsveitinni og bæði fjalla þau um dauðann. María Kristjánsdóttir fjallar um verkin Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson og Stríð eftir Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson.
17.05.2018 - 16:33
Bókhaldari bjargar landsbyggðinni
„Það sem er að gerast í þessum göngum vekur ekki áhuga minn. Ég einblíni bara á þá flottu mynd sem göngin eru og hugleiði enn einu sinni til hvers er að reka þjóðleikhús sem er fast í einhverri snyrtilegri forneskju jafnvel þegar fjallað er um nútímann.“ María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, um Svartalogn.
03.05.2018 - 16:31
Gagnrýni
Vel leikið, átakalítið og klisjukennt
Í Svartalogni sem byggð er á bók Kristínar Marju Baldursdóttur segir af konu á miðjum aldri sem flytur í sjávarþorp á Vestfjörðum. Gagnrýnendur Menningarinnar eru sammála um að verkið sé tilkomulítið og lítt spennandi.
Gagnrýni
Vandinn að vera manneskja
Í Borgarleikhúsinu er verið að sýna leikritið „Fólk, staðir og hlutir“ eftir breska leikskáldið Duncan Macmillan. María Kristjánsdóttir fjallaði um sýninguna í þættinum Víðsjá á Rás1 og sagði sýninguna hafa opnað sér nýjan skilning á mörgu er viðkemur fíkn.
Gagnrýni
Leiksigur Nínu Daggar í áhrifamiklu verki
Nína Dögg Filippusdóttir vinnur leiksigur í áhrifamiklu verki sem talar beint inn í samtímann, segir Bryndís Loftsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar, um leikritið Fólk, staðir og hlutir, sem var frumsýnt í samvinnu við Vesturport í Borgarleikhúsinu um helgina.
18.04.2018 - 10:59
Gagnrýni
Meinfyndin fjölskylduskemmtun
Sýningin sem klikkar er fínasta fjölskylduskemmtun en skilur ekki mikið eftir, að mati Bryndísar Loftsdóttur, gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Afþreying í Borgarleikhúsinu
María Kristjánsdóttir segir frá sinni upplifun af tveimur sýningum í Borgarleikhúsinu: Sýningunni sem klikkar og Rocky horror.
Gagnrýni
Hlægileg líkamning illsku og oflætis
„Hlutum var snúið á hvolf og ég gat hlegið vitandi að mér yrði ekki refsað, ég ekki hýdd opinberlega. Öðrum þræði var því sýningin óður til gagnrýninnar sem ekkert samfélag getur þrifist án.“ María Kristjánsdóttir, leiklistarrýnir Víðsjár, fór að sjá Hans Blæ í Tjarnarbíói.
Gagnrýni
Samfélag sem gerir fávita að stjörnum
Hans Blær er nýtt íslenskt leikrit eftir Eirík Örn Norðahl sem er sett upp í Tjarnarbíói af Óskabörnum ógæfunnar í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Hans Blær er kynsegin nettröll sem þrífst á því að ganga fram af fólki og í leikritinu er saga háns sögð.
Gagnrýni
Páll Óskar of vænn fyrir Rocky Horror
Páll Óskar fer aftur með hlutverk Frank-N-Furter í uppsetningu Borgarleikhússins á söngleiknum The Rocky Horror Picture Show, sem frumsýnd var fyrir skömmu. Hlutverkið skaut honum upp á stjörnuhimininn fyrir meira en aldarfjórðungi, en það er annar söngvari sem stelur senunni nú.
20.03.2018 - 15:18
Gagnrýni
Fagmennska og fúsk
„Heldur þjóðleikhússtjóri að öll leikskáld séu útdauð? Allir reyndir leikstjórar sömuleiðis? Útskrifaðir leikarar geti allt? Á að ýta virðingunni fyrir viðfangsefninu og fagmennskunni alfarið á litlu sviðin?“ Leikhúsrýnir Víðsjár, María Kristjánsdóttir, ber saman tvær sýningar sem báðar byggja á hugmynd um sirkus: Ahhh í Tjarnarbíói og Að slá í gegn í Þjóðleikhúsinu.
28.02.2018 - 17:54
Gagnrýni
Mikið stuð en ristir grunnt
Gagnrýnendur Menningarinnar segja söngleikinn Slá í gegn státa af frábærum tónlistar-, dans- og sirkusatriðum og vera prýðilega fjölskylduskemmtun en líða fyrir handrit þar sem uppbyggingu og persónusköpun sé ábótavant.
Gagnrýni
Sveinn í skugga aulahúmors
„Auðvitað er þetta frábær saga sem mjög margir þekkja, telst til útilegusagna og sagna úr íslenskri náttúru. Þetta er fyrir unnendur þjóðsagna,“ segir Bryndís Loftsdóttir gagnrýnandi um uppfærslu Gaflaraleikhússins á Skugga-Sveini.
15.02.2018 - 14:10
Texti Elísabetar Jökuls perla sýningarinnar
„Úr textum Elísabetar Jökulsdóttur vinna þau litlar myndir um ástina. Að vera ástfanginn með öllum þeim gleðilegu hörmungum sem þá ganga á í lífi manns,“ segir Bryndís Loftsdóttir gagnrýnandi um sýningu Leikhópsins RaTaTam sem frumsýnd var í Tjarnarbíói um helgina.
Gagnrýni
Fyndnasta leikrit Sokkabandsins til þessa
Sýningin Lóaboratorium sem leikhópurinn Sokkabandið setur upp í Borgaleikhúsinu er bráðfyndin sýning sem hefði þó getað verið betri að mati leikhúsrýnis Menningarinnar.
Sýning sem kveikir gleði og ótal hugsanir
„Sýningin öll er ákaflega myndræn. Inn í atburðarásina er fléttað þöglum atriðum sem skapa nýja vídd í verkið, samfélagslegar aðstæður og andstæður. Sum þeirra vísa beint í veruleika okkar.“ Leiklistarrýnir Víðsjár, María Kristjánsdóttir, sá uppsetningu Borgarleikhússins á Medeu.
Gagnrýni
2400 ára gamall harmleikur sem lifnar ekki við
Það eru ýmsir vankantar á leiksýningunni Medeu, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu á dögunum, segja gagnrýnendur Menningarinnar. Þar er gerð tilraun til að túlka upp á nýtt 2400 ára gamlan harmleik með skírskotunum til samtíma okkar.
23.01.2018 - 14:39
Gagnrýni
Áhorfendum er haldið innan nagandi efans
„Í ljósi þeirra umræðna sem hafa hreyft við samfélaginu öllu á síðustu mánuðum í tengslum við #metoo byltinguna talar verkið að einhverju leyti inn í þá umræðu en er þó að mörgu leyti ólíkt.“ Guðrún Baldvinsdóttir rýnir í verkið Efi - dæmisaga eftir John Patrick Shanley sem nú er sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu .
18.01.2018 - 15:34
Gagnrýni
Reynslulitlir leikarar í miklu sjónarspili
Sjónrænn þáttur sviðsetningar og hljóðheimur Himnaríkis og Helvítis eru til fyrirmyndar að mati leikhúsrýnis Víðsjár. Hins vegar vanti margt upp á leik yngri leikaranna sem skrifast á rekstur atvinnuleikhúsanna frekar en listræna stjórnendur sýningarinnar.
Gagnrýni
Efi er áleitin sýning sem kemur á óvart
„Verkið hefur víðtækar vísanir, sögusviðið er Bronx en gæti verið Landakotsskóli eða einhver staður á Írlandi. Kaþólska kirkjan og skólar á þeirra vegum voru heimsvandamál,“ segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um leikritið Efa, sem nýverið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu.
17.01.2018 - 10:20
Gagnrýni
Allur hasarinn úr bókum Jóns Kalmans
„Mér fannst takast feikilega vel að gera bókunum skil. Hver bók er afgreidd á 50 mínútum og það er kannski svolítið skrítið að segja það en ég saknaði einskis,“ segir Bryndís Loftsdóttir gagnrýnandi, um Himnaríki og helvíti, leikrit byggt á þríleik Jóns Kalmans.