Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Skemmtileg en pólitískt máttlaus sýning
Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda þykir ekki mikið til Einræðisherrans koma, jólasýningar Þjóðleikhússins. Þótt þrautreyndur leikarahópurinn, með Sigurð Sigurjónsson, Þröst Leó Gunnarsson og Ilmi Kristjánsdóttur fremst í flokki, standi sig vel þá bæti leikgerðin litlu við þjóðfélagsgagnrýnina sem meira en 70 ára gömul kvikmynd Chaplins býr yfir.
Gagnrýni
Nýr lestur á Ríkharði þriðja nær fögru flugi
María Kristjánsdóttir gagnrýnandi segir að það sé full ástæða til að óska Brynhildi Guðjónsdóttur, leikstjóra Ríkharðs þriðja í Borgarleikhúsinu, til hamingju með árangurinn. „Og þennan nýja „ég líka“ lestur á Ríkharði þriðja þar sem henni tekst svo vel til að harðsvíraður áhorfandi lætur blekkjast af leikhúsinu.“
Gagnrýni
Vandi millistéttarkvenna á framabraut
„Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fjallað er um á íslensku leiksviði þann vanda sem millistéttarkonur á framabraut geta lent í þegar þær eiga að fara að lifa upp til þeirrar ímyndar sem samfélagið hefur búið til um hina fullkomnu móður.“ María Kristjánsdóttir gagnrýnandi segir frá leikverkinu Rejúníon.
05.12.2018 - 11:23
Gagnrýni
Listrænir heilarar á Læknavaktinni
Leitin að tilgangi lífsins, sem 16 elskendur setja upp á gömlu Læknavaktinni í Kópavogi, er heillandi og heilandi sýning sem gerir áhorfendum að þátttakendum og fær þá til að spyrja stórra spurninga um tilveruna og leikhúsið, að mati Hlínar Agnarsdóttur.
Gagnrýni
Á flótta undan móðurhlutverkinu
Leiksýningin Rejúníon er unnin af einlægni og alúð og varpar fram áleitnum spurningum um borgarlegan lífstíl, eftirsókn eftir starfsframa og árekstur þess við móðurhlutverkið.
03.12.2018 - 21:29
Gagnrýni
Langdreginn Vinafundur
Leikritið Insomnia, sem er innblásið af sjónvarpsþáttunum Friends, er helst til lausbeislað og langdregið fyrir smekk Hlínar Agnarsdóttur, gagnrýnanda Menningarinnar.
26.11.2018 - 19:50
Að tala tungum tveim
Leikritið Tvískinnungur slær nýjan tón með tungutaki sem ekki hefur heyrst áður að mati Hlínar Agnarsdóttur, gagnrýnanda Menningarinnar. Hugvitssamleg leikstjórn, góður leikur og frumleg myndræn útfærsla vega upp á móti innri göllum verksins.
26.11.2018 - 19:50
Gagnrýni
Textinn fossar fram í kraftmiklu ljóðaslammi
Leikhúsrýnir Víðsjár segir að með Tvískinnungi sem sýnt er á fjölum Borgarleikhússins sé nýr tónn sleginn í íslenskum leikhúsum.
13.11.2018 - 18:17
Gagnrýni
Raunsæisverk sem reynir á áhorfendur
Samþykki er breskt leikverk sem nú er sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins. Uppfærslunni leikstýrir Kristín Jóhannesdóttir, sem tekst vel upp að mati Hlínar Agnarsdóttur gagnrýnanda. Hún segir verkið vera krefjandi raunsæisverk sem setji markið hátt: að tækla óréttlæti, svik, sannleika og lygar í einu og sama verki.
05.11.2018 - 20:01
Gagnrýni
Snúið verk í sviðsetningu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir einhverja þreytu hafa einkennt sviðsetningu á verkinu Samþykki eftir Ninu Raine í Þjóðleikhúsinu, „ekki bara vegna hinna mörgu plana heldur einkum vegna þess hve mikill heimspekilegur textinn er og leikur að texta, að hætti Breta, ekki beinlínis styrkur íslensks leikhúss.“
02.11.2018 - 09:05
Gagnrýni
Tilþrif, pólitík og úrvals tónlist
Samkomuhúsið á Akureyri umbreyttist í Broadway eina kvöldstund þegar söngleikurinn Kabarett var frumsýndur þar á föstudag. Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi segir sýninguna vel heppnaða. Akureyringar geti vel við unað og hljóti nú að streyma stoltir í leikhúsið sitt.  
Gagnrýni
Hrífandi leikur í frumlegri sýningu
Einleikurinn Griðarstaður er metnaðarfullt og frumlegt leikrit sem fjallar jöfnum höndum kvíða, depurð og sorg, neysluhyggjur og loftslagsvá, að mati Hlínar Agnarsdóttur gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Einsemd í hagkerfi dauðans
„Dauðinn er yfir og allt um kring í þessu verki sem minnir okkur meðal annars líka á að við tökum ekki dótið með yfir í eilífðina. Og dótið hjálpar ekki unga manninum að leysa sín persónulegu vandamál.“ María Kristjánsdóttir rýnir í Griðastað eftir Matthías Tryggva Haraldsson.
17.10.2018 - 08:52
Gagnrýni
Hlýlegt verk um gildi vináttunnar
Ég heiti Guðrún er hlýlegt en ófrumlegt leikrit um vináttubönd kvenna, sem hugvitssamleg leikstjórn og sterkur leikhópur gera það þess virði að sjá, segir María Kristjánsdóttir í Menningunni.
Gagnrýni
Fáránleiki í leikhúsi og samfélagi
„Sólveig Guðmundsdóttir leikur sér að því að sýna okkur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sigríði Andersen í einni og sömu kvenpersónu. Ógleymanlegt atriðið til dæmis þegar valdadrottningin snýst í einni svipan yfir í femínista og fórnarlamb.“ María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Víðsjár, sá Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson í Tjarnarbíói.
02.10.2018 - 16:31
Gagnrýni
Hárbeitt háð um handhafa valdsins
Svartlyng er ein af þessum sýningum sem okkur bráðvantar svo oft í íslenskt leikhús, verk sem er skrifað beint upp úr og inn í samtíma okkar, segir Hlín Agnarsdóttir um sýningu leikhópsins Gral í Tjarnarbíó.
01.10.2018 - 19:50
Gagnrýni
Veðjað á rangan hest
Gamanleiknum Fly me to the moon í Þjóðleikhúsinu fatast flugið að mati Hlínar Agnarsdóttur, gagnrýnanda Menningarinnar.
Ameríkani tekinn of hátíðlega
„Hátíðleikinn afhjúpar einungis veikleikana í þessu innihaldsrýra verki Lucasar Hnaths sem varla er meira en fremur einfeldningslegt grín að orðræðu millistéttar karla og kvenna í samtíma okkar, sé horft á það mildum augum við lestur.“ María Kristjánsdóttir, leikhúsrýnir Víðsjár, sá Dúkkuheimilið - 2. hluta, í Borgarleikhúsinu.
Gagnrýni
Frumlegt og vitsmunalegt framhald
Hlín Agnarsdóttir segir að umfjöllunarefni Dúkkuheimilisins - annars hluta sé bæði gamalt og nýtt en óvænt og djörf uppfærsla Unu Þorleifsdóttur leikstjóra geri sýninguna þess virði að henni sé veitt sérstök eftirtekt.
Orka, einbeiting og næmi
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, segir frá sinni upplifun af verkinu Allt sem er frábært, eftir Duncan Mcmillan, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.
Gagnrýni
Hrífandi leiksýning um þunglyndi
Allt sem er frábært er hrífandi og hjartnæm leiksýning segir Hlín Agnarsdóttir gagnrýnandi. Valur Freyr Einarsson vinni þar hjörtu áhorfenda með smitandi leikgleði og orku.
Gagnrýni
Eftirminnileg og glæsileg Ronja
Hlín Agnarsdóttir, gagnrýnandi Menningarinnar, mælir hiklaust með Ronju ræningjadóttur sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins.
Manneskjan getur breytt heiminum
María Kristjánsdóttir sá Eddu eftir Robert Wilson á Listahátíð og fór að velta fyrir sér örlögum heimsins og hvað sé í mannanna valdi.
22.06.2018 - 09:29
Gagnrýni
Aðdáunarvert samspil myrkurs og birtu
María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi, sá óperuna Brothers á Listahátíð Reykjavíkur og þótti hún áhrifarík. „Dramatísk atburðarásin innan fjölskyldu og í hugarheimi hermannsins Michaels lyftir sér áreynslulaust í örstuttum sterkum myndum og með einstaka látæði.“
Alvöru leikhús
„Verkið gefur áhorfendum tíma til að hugsa, og horfa, og skoða. Verk sem er opið, eins og flest verkin hans Ragnars, eitthvað mjög banalt en á sama tíma hægt að tala um í sömu setningu og stríðið í Sýrlandi eða afstöðu Íslendinga til Ísrael.“ Starkaður Sigurðarson, myndlistarrýnir Víðsjár, sá Stríð í Þjóðleikhúsinu.