Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Dragsýning sem tekur sig ekki alvarlega
Dragfögnuður fjöllistahópsins Endurnýttar væntingar er fersk og skemmtileg sýning sem tekur sig ekki of alvarlega. Snæbjörn Brynjarsson skemmti sér vel og segir að aðdáendur drags á Íslandi ættu ekki að láta hana fara framhjá sér.
Gagnrýni
Sviðsetning á sjálfinu
Sýningin HÚH! er einlæg, fyndin og kaldhæðnisleg en þyrfti fleiri og breiðari sjónarhorn, að mati Brynhildar Björnsdóttur gagnrýnanda, sem tók þessa nýjustu uppfærslu leikhópsins RaTaTam fyrir í Menningunni.
30.09.2019 - 19:50
Gagnrýni
Kómískur kraftur á kostnað dramatísks kjarna
Leiksýningin Ör, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, er virðingarverð tilraun til að takast á við erfiðleika hinnar hversdagslegu tilvistar mannsins, segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Unga fólkið tekur völdin
Það er á stundum „einhver bresk natúralísk ofgnótt og smásmygli“ hjá leikstjóra Brúðkaups Fígarós, segir María Kristjánsdóttir leikhúsgagnrýnandi. En ungar söngkonur sýningarinnar, Eyrún Unnarsdóttir og Karin Björg Thorbjörnsdóttir lofa góðu.
Gagnrýni
Ádeila á stöðu konunnar í stríði
Mutter Courage eftir Bertolt Brecht er talið með bestu leikverkum tuttugustu aldarinnar og eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar. Verkið er útskriftarverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og fjallar María Kristjánsdóttir leiklistarrýnir um sýninguna.
Viðtal
„Nánast eins og kjaftshögg“
Leikritið Kæra Jelena fjallar um hóp nemenda sem heimsækir kennarann sinn á afmæli hennar. Þau virðast hafa í hyggju að koma henni skemmtilega á óvart en fljótt kemur í ljós að annað hangir á spýtunni. Valur Grettisson rithöfundur segir handritið hafa nánast slegið sig utanundir.
Gagnrýni
Ærslafull skothríð á frjálslynt samfélag
Í leikritinu BÆNG! leikur samstilltur leikhópur sér að klisjum og deilir á öfgahægri öfl, pópúlisma og afstöðulaust frjálslyndi, að mati gagnrýnandi Menningarinnar.
06.05.2019 - 19:50
Gagnrýni
Húrra fyrir vinnukonunni!
„Átakafælni og veikir litir persóna, vannýttir hæfileikar, vannýttur húmor textans – allt er það gegnumgangandi í þessari snyrtilegu sýningu,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi um leiksýninguna Loddarann.
02.05.2019 - 12:41
Gagnrýni
Hatrið sigrar auðtrúa aumingja í Loddaranum
Loddarinn er góð skemmtun en líka hugvekjandi sýning í ýmsum merkingum þess orðs, að mati gagnrýnanda Menningarinnar. Verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir helgi í leikstjórn Stefans Metz.
29.04.2019 - 19:50
Gagnrýni
Hryllingsstund í Borgarleikhúsinu
Leiksýningin Kæra Jelena, á litla sviði Borgarleikhússins, er ágætis kennslustund og áminning fyrir íslenskt samfélag, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
24.04.2019 - 11:30
Gagnrýni
Lykillinn að framtíðinni
Kæra Jelena, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu, er sem fyrr áhrifamikið leikrit sem á erindi við samtímann þrátt fyrir misráðna staðfærslu til ótilgreinds nútíma að mati Brynhildar Björnsdóttur, gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Glaðbeittur ofurafi og glóandi gallsteinar
Söngleikurinn Gallsteinar afa Gissa, sem sýndur er í Samkomuhúsinu á Akureyri, er snörp og fyndin sýning með hjartað á réttum stað, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Kjötborð sjálfsmyndarinnar
Leikritið Súper á góða spretti og nær á köflum að afhjúpa sjálfsmynd þjóðarinnar en leysist upp þegar á líður og ádeilan fellur í skuggann af farsakenndu gríni, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.    
27.03.2019 - 19:50
Gagnrýni
Hugmyndafræðileg gúrkutíð Jóns Gnarr
„Jón Gnarr og Benedikt Erlingsson [hefðu] svo sannarlega ekki þurft að setja upp tveggja tíma langt leikrit til að koma þessum skilaboðum áleiðis,“ segir Þorvaldur Sigurbjörn Helgason gagnrýnandi um leikritið Súper í Þjóðleikhúsinu. Verkið sé hálfbökuð ádeila sem hefði gengið betur upp í hnitmiðuðum tveggja mínútna skets.
Gagnrýni
Heillandi stórsýning um einelti og réttlæti 
Söngleikurinn Matthildur er glæsileg sýning sem stendur sambærilegum sýningum um allan heim fyllilega á sporði, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
18.03.2019 - 19:50
Gagnrýni
Ástæða til að óska Óperunni til hamingju
„Mig langar aftur,“ segir gagnrýnandi Menningarinnar um La Traviata sem Íslenska óperan frumsýndi í Eldborg á laugardag í leikstjórn Kanadamannsins Oriola Tomson. Söngur og tónlistarflutningur hafi verið frábær og uppfærslan í heild einkennst af sterkri og faglegri sýn.
Gagnrýni
Smitandi leikgleði á stóra sviðinu
Jónsmessunæturdraumur er eitt þekktasta leikrit leikbókmenntanna. Verkið fjallar um blinda ást, girndina og glens. María Kristjánsdóttir, leiklistargagnrýnandi Víðsjár, fjallaði um sýninguna, hafði ýmislegt við hana að athuga en skemmti sér vel. Hér má lesa og hlusta á umsögnina.
10.03.2019 - 18:50
Gagnrýni
Unglingauppreisn í Þjóðleikhúsinu
Jónsmessurnæturdraumur er þokkafull, íburðarmikil og á köflum morðfyndin sýning í snilldarlegri nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Leikhús 2.0
Þitt eigið leikrit er fyrirtaks skemmtun og í raun uppfærð útgáfa af leikhúsi, þar sem tækni gerir ýmislegt mögulegt sem áður var ekki hægt að láta sig dreyma um, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Einföld svör við flóknum spurningum
Sýningin Það sem við gerum í einrúmi er virðingarverð tilraun til að fjalla um aðkallandi efni en úrvinnslan nær ekki að gera jafn víðfeðmu og flóknu vandamáli og einmanaleika sannfærandi skil, að mati gagnrýnanda Menningarinnar.
Snubbóttur endir á gagnvirku leikriti
„Þjóðleikhúsið hefur lagt metnað í að vinna eins vel og á verður kosið til að gera áhorfendur virka þáttakendur í framvindunni með rafrænni tækni,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi um Þitt eigið leikrit – goðsaga, sem er nýstárlegt leikverk á sviði Þjóðleikhússins eftir Ævar Þór Benediktsson. Þó hefði hún viljað sjá stærri hvörf á sviðinu sjálfu.
Gagnrýni
Falleg, einlæg og rammpólitísk sýning
Velkomin heim er í senn fallegur og einlægur óður Maríu Thelmu Smáradóttur leikkonu til móður sinnar en um leið rammpólitísk og ögrandi sýning með djúpar samfélagslegar skírskotanir, að mati Karls Ágústs Þorbergssonar, gagnrýnanda Menningarinnar.
Gagnrýni
Dramatísk lagkaka ungra sviðshöfunda
Borgarleikhúsið leitar til ungra sviðshöfunda í verkefninu Núna – 2019 þar sem þrjú stutt leikverk eru sett á svið. Verkin eru ólík innbyrðis, segir leikhúsgagnrýnandi Víðsjár en mynda þó sterka heild. „Á Borgarleikhúsið hrós skilið fyrir að standa fyrir jafn metnaðarfullu verkefni sem fært hefur grasrót leikritunar yfir á svið stærsta íslenska atvinnuleikhússins.“
17.01.2019 - 15:18
Gagnrýni
Einleikur um lífið fyrir dauðann
Charlotte Bøving er höfundur og hugmyndasmiður einleiksins Ég dey, þar sem hún skoðar lífið frá sjónarhóli dauðans og dauðann frá sjónarhóli lífsins. „Hugrekki, hæfileika og húmor hefur Charlotte Bøving í ríkum mæli,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi, „og það sannaði hún enn einu sinni á frumsýningu á einleik sínum á Nýja sviði Borgarleikhússins.“
16.01.2019 - 12:53
Gagnrýni
Skemmtileg en pólitískt máttlaus sýning
Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda þykir ekki mikið til Einræðisherrans koma, jólasýningar Þjóðleikhússins. Þótt þrautreyndur leikarahópurinn, með Sigurð Sigurjónsson, Þröst Leó Gunnarsson og Ilmi Kristjánsdóttur fremst í flokki, standi sig vel þá bæti leikgerðin litlu við þjóðfélagsgagnrýnina sem meira en 70 ára gömul kvikmynd Chaplins býr yfir.