Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Frábær kvöldskemmtun með klarinettuleik
Gamanhópurinn Kanarí fer á kostum í endurbættum Þjóðleikhúskjallara, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Flestir sketsanna snúast um þrá, og persónurnar sem drífa áfram framvinduna eiga yfirleitt í miklum erfiðleikum með að tjá duldar væntingar sínar, eða missa tökin á þeim.“
08.10.2021 - 14:00
Gagnrýni
Falleg umgjörð með lítið innihald
Markmið barnasýningar Borgarleikhússins um Kjarval, að fræða og vekja áhuga ungs fólks á myndlist, er göfugt, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, sem kemst þó ekki hjá því að hugsa með sér að sýningin sé frekar innihaldsrýr.
06.10.2021 - 11:20
Gagnrýni
Vel skrifuð tragikómedía sem dregst á langinn
Leikritið Þétting hryggðar í Borgarleikhúsinu er skemmtileg tragíkómedía, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Verkið hefði hins vegar mátt við meiri ritstjórn.
Gagnrýni
Stjörnuleikur í harmrænni og nöturlegri sýningu
Eymdin er mikil í leiksýningu Þjóðleikhússins um Ástu Sigurðardóttur, skáld og listakonu, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Birgitta Birgisdóttir, í hlutverki Ástu, sýnir þar að hún þekki viðfangið út og inn. „Hún brennur fyrir því að túlka hana og sú ástríða skilar sér í framúrskarandi frammistöðu.“
Gagnrýni
Ein fyndnasta leiksýning ársins
Leiksýningin Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu kom Snæbirni Brynjarssyni leikhúsgagnrýnanda skemmtilega á óvart.
23.09.2021 - 13:43
Gagnrýni
Ofsafengin ást
Það sem er vel gert í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu endurspeglar styrk Þorleifs Arnar Arnarssonar sem leikstjóra, segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi. „Hann er sennilega besti greinandinn sem starfar í íslensku leikhúsi með sterka listræna sýn.“
Gagnrýni
Allir geta fundið sér Bubba sem þeir tengja við
Sýningar eru hafnar á ný á söngleiknum Níu lífum, þar sem stiklað er á stóru í ævi Bubba Morthens. „Söngleikurinn er þess eðlis að heitustu aðdáendur Bubba munu eflaust njóta hans og á sama tíma finna eitthvað sem þeir hefðu viljað gera meira úr,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, sem fór á frumsýningu verksins áður en það var tekið af fjölunum vegna samkomutakmarkana.
30.08.2021 - 14:00
Gagnrýni
Fyndin og átakanleg sýning um sjálfshatur
„Þrátt fyrir titilinn, Góðan daginn faggi, sem er bæði stuðandi og nokkuð skondinn, þá er verkið hádramatískt og átakanlegt,“ segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um fyrsta leikverk nýs leikárs.
Gagnrýni
Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“
Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Gagnrýni
Klámfengin þeysireið
The Last Kvöldmáltíð er nýtt íslenskt leikverk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Verkið er ekki fyrir viðkvæma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Frumleg framsetning á einu athyglisverðasta dómsmálinu
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar um leiksýninguna Sunnefu sem leikhópurinn Svipir frumsýndi í leikstjórn Þórs Tulinius í Tjarnarbíói í síðustu viku. Verkið fjallar um Sunnefu Jónsdóttur sem var tvisvar dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta 18. aldar en reis upp gegn yfirvaldinu.
Gagnrýni
Spennandi tilraun sem hefði mátt hanga betur saman
Pólsk-íslenska leiksýningin Úff, hvað þetta er slæm hugmynd, sem sýnd er í Tjarnarbíói, er skemmtileg og spennandi tilraun sem skoppar í athyglisverðar áttir, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Hún hefði þó mátt við meiri meiri úrvinnslu og aga.
Gagnrýni
Vísindaskáldskapur sem hittir í mark hjá þeim yngstu
Sýningin Geim mér ei í Þjóðleikhúsinu er prýðileg sem fyrsta leikhúsupplifun barna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Metnaðarfull sýning sem heppnast ágætlega
Sýningin Vertu úlfur veltir upp spurningum um hvort yfirhöfuð sé hægt að líta á geðsjúkdóma sem sjúkdóma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Það væri manískt verkefni að reyna að svara öllu þessu í einni uppfærslu. Leiksýningar eru líka hentugri miðill til að spyrja en að svara með skýrum hætti.“
Gagnrýni
Fallegt verk sem hefur alla burði til að verða sígilt
Leiksýningin Fuglabjargið er sú fyrsta í nokkurn tíma sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, segir að verkið einkennist af listrænum metnaði og það sé holl upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.
Gagnrýni
Ágætt framhald með fáum feilnótum
Friðgeir Einarsson stendur sig mjög vel í Útlendingnum, tónlistin er ágæt og sviðsmyndin sterk, en leikritið skortir þó úrlausn og er ekki jafn sterkt og fyrra verk sama listræna teymis, Club Romantica,
Gagnrýni
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Harmræn saga móður sögð með húmor
„Þetta er greinilega saga sem hún hefur gaman af að segja og það smitast til áhorfenda,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár sem telur Ilmi Kristjánsdóttur farast burðarhlutverk Kópavogskróniku vel úr hendi – en hún er einnig annar höfundur leikgerðarinnar eftir bók Kamillu Einarsdóttir.
02.10.2020 - 12:42
Gagnrýni
Þunnur efniviður og sveiflur í gæðum
Það er margt sem gæti verið gaman að sjá tekið lengra í íslensku nútímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Samstarf höfunda virðist fela í sér spennandi möguleika en listræn afkastageta hópsins hafi ekki verið hámörkuð.
Gagnrýni
Óþægileg samkennd með ófullkomnu fólki
Það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvar samúð áhorfenda á að liggja í leikverkinu Oleanna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Að mörgu leyti höfum við þegar skipt okkur í fylkingar áður en við sjáum þetta verk.“
Gagnrýni
Gleði, hugmyndaflug og fagrar myndir Gosa
Gleðin ríkir í nýrri leiksýningu Borgarleikhússins um spýtustrákinn Gosa, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
09.03.2020 - 13:23
Gagnrýni
Hoppað milli tveggja heima
Verkið Er ég mamma mín? kallast með skýrum hætti á við samfélagsumræðuna og er gamansamt en um leið persónulegt innlegg í hana, að mati Karls Ágústs Þorbergssonar gagnrýnanda.
02.03.2020 - 19:50
Gagnrýni
Allt er þegar þrennt er
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag er tæknilega vel leyst leiksýning, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi. Þótt erfitt sé að halda söguþræði sé hún skemmtileg og helstu veikleikar fyrri sýningarinnar horfnir.
Gagnrýni
Afstöðulaus endursýning
Karli Ágúst Þorbergssyni gagnrýnanda er spurn hver sé ástæða þess að Þjóðleikhúsið ákveði að segja sögu tæplega 50 ára gamallar bíómyndar á sviði, í nánast óbreyttri mynd í leikverkinu Útsending. „Er það til þess að endurtaka sögu sem sló í gegn annars staðar í þeirri von um að hún slái í gegn hér? Er það þá gróðasjónarmið sem ráða ríkjum, sömu gróðarsjónarmið og er verið að gagnrýna í sýningunni sjálfri?“
25.02.2020 - 19:50