Leikhúsgagnrýni

Pistill
Hárréttur hópur með hárrétt verk og á hárréttum tíma
Uppsetning leiksýningarinnar Ást og upplýsingar er flókin en tekst einkar vel, að mati leikhúsgagnrýnanda. Sýningin vekur áleitnar spurningar um kerfin sem maðurinn hefur byggt í kringum veruleika sinn.
Gagnrýni
Framúrskarandi sýning um einstaka vináttu
Framúrskarandi vinkona er hröð og kraftmikil leiksýning þar sem hver sekúnda er útpæld, segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir gagnrýnandi. Í miðri melódramatískri hringiðunni standa systurnar Lenù og Lilu, sem „hrærast í heimi þar sem hver þarf að verða fyrstur til að láta höggin dynja svo ekki verði þau undir sjálf.“
Gagnrýni
Yfirgnæfandi sviðsmynd kaffærir hugmyndir
Listunnendum er skiljanlega mjög í mun núorðið að fá að sjá listamenn tjá sig á sviði. Við núverandi aðstæður þarf þó ef til vill að gæta hófs, sem Íslenska dansflokknum tekst þó mögulega ekki í nýrri sýningu, eins og gagnrýnandi Víðsjár rekur.
Gagnrýni
Fáránlegt leikhús þar sem allt gengur upp
Seigla mannkynsins er áberandi í leikverkinu Ein komst undan en einnig sjálfsköpuð tortíming þess, segir Eva Halldóra Guðmundsdóttir gagnrýnandi. Hún er þakklát fyrir „gagnrýnina, kraftinn, húmorinn, tilfinningarnar og kellingarnar.“
Gagnrýni
Epísk saga í mínímalískum búningi
Kalda stríðið er sviðið og forboðin ást er viðfangið. Múrar nútímasamfélags eru engu lægri en Berlínar-múrinn sjálfur og gagnrýnandi Víðsjár segir að því sé slengt framan í gesti Tjarnarbíós. Sýningin Það sem er var frumsýnd í síðasta mánuði og einleikur Maríu Ellingsen vakti verðskuldaða athygli.
Gagnrýni
Tímalaust verk með gríðarstórt hjarta
Ný leiksýning um Emil í Kattholti ærir krakka af kæti og sendir fullorðna fólkið í nostalgíukast, segir Nína Hjálmarsdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Hátíð endurtekningarinnar í tímans straumi
Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu kitlar vel hláturtaugarnar en ýmsir hlutir reyna á trúverðugleika, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um Jólaboðið.
Gagnrýni
Hundurinn bakvið manninn
Sviðslistahópurinn Losti sýnir nú verkið Hunden bakom manden. Þetta er eftirtektarverð sýning með einstakt sjónarhorn á sögulegan viðburð, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Sögur sem hrópa inn í gríðarstórt samhengi
Dansverkin Þegar blæðingin stöðvast, eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur, og Dance if you want to enter my country, eftir Michikazu Matsune, varpa ljósi á heimssöguna með ólíkum hætti. Nína Hjálmarsdóttir rýnir í verkin.
26.11.2021 - 14:29
Gagnrýni
Reykjavík Dance Festival á tímamótum
Fyrsta hátíð nýrra stjórnenda Reykjavík Dance Festival lofar góðu fyrir framhald hátíðarinnar, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Rauðar kápur og talandi ljón
Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, hefur margt gott að segja um leiksýningarnar Rauðu kápuna og Láru og Ljónsa sem sýndar eru í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Engin Sirkús-Njála
Njála á hundavaði er stórskemmtileg endurtúlkun á klassískustu sögu íslenskra bókmennta, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Hugmyndarík en hálfkláruð
Það er margt gott hægt að segja um frumraun sviðshöfundanna Tatjönu Dísar Aldísardóttur Razoumeenko og Jóhanns Kristófers Stefánssonar, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Verkið sé fyndið, hugmyndaríkt og á köflum nokkuð djarft en nái þó ekki hæstu hæðum sem efniviðurinn býður upp á.
30.10.2021 - 13:52
Gagnrýni
Frábær kvöldskemmtun með klarinettuleik
Gamanhópurinn Kanarí fer á kostum í endurbættum Þjóðleikhúskjallara, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Flestir sketsanna snúast um þrá, og persónurnar sem drífa áfram framvinduna eiga yfirleitt í miklum erfiðleikum með að tjá duldar væntingar sínar, eða missa tökin á þeim.“
08.10.2021 - 14:00
Gagnrýni
Falleg umgjörð með lítið innihald
Markmið barnasýningar Borgarleikhússins um Kjarval, að fræða og vekja áhuga ungs fólks á myndlist, er göfugt, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, sem kemst þó ekki hjá því að hugsa með sér að sýningin sé frekar innihaldsrýr.
06.10.2021 - 11:20
Gagnrýni
Vel skrifuð tragikómedía sem dregst á langinn
Leikritið Þétting hryggðar í Borgarleikhúsinu er skemmtileg tragíkómedía, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Verkið hefði hins vegar mátt við meiri ritstjórn.
Gagnrýni
Stjörnuleikur í harmrænni og nöturlegri sýningu
Eymdin er mikil í leiksýningu Þjóðleikhússins um Ástu Sigurðardóttur, skáld og listakonu, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Birgitta Birgisdóttir, í hlutverki Ástu, sýnir þar að hún þekki viðfangið út og inn. „Hún brennur fyrir því að túlka hana og sú ástríða skilar sér í framúrskarandi frammistöðu.“
Gagnrýni
Ein fyndnasta leiksýning ársins
Leiksýningin Bíddu bara í Gaflaraleikhúsinu kom Snæbirni Brynjarssyni leikhúsgagnrýnanda skemmtilega á óvart.
23.09.2021 - 13:43
Gagnrýni
Ofsafengin ást
Það sem er vel gert í leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu endurspeglar styrk Þorleifs Arnar Arnarssonar sem leikstjóra, segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi. „Hann er sennilega besti greinandinn sem starfar í íslensku leikhúsi með sterka listræna sýn.“
Gagnrýni
Allir geta fundið sér Bubba sem þeir tengja við
Sýningar eru hafnar á ný á söngleiknum Níu lífum, þar sem stiklað er á stóru í ævi Bubba Morthens. „Söngleikurinn er þess eðlis að heitustu aðdáendur Bubba munu eflaust njóta hans og á sama tíma finna eitthvað sem þeir hefðu viljað gera meira úr,“ sagði Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, sem fór á frumsýningu verksins áður en það var tekið af fjölunum vegna samkomutakmarkana.
30.08.2021 - 14:00
Gagnrýni
Fyndin og átakanleg sýning um sjálfshatur
„Þrátt fyrir titilinn, Góðan daginn faggi, sem er bæði stuðandi og nokkuð skondinn, þá er verkið hádramatískt og átakanlegt,“ segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi um fyrsta leikverk nýs leikárs.
Gagnrýni
Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“
Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Gagnrýni
Klámfengin þeysireið
The Last Kvöldmáltíð er nýtt íslenskt leikverk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Verkið er ekki fyrir viðkvæma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Frumleg framsetning á einu athyglisverðasta dómsmálinu
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar um leiksýninguna Sunnefu sem leikhópurinn Svipir frumsýndi í leikstjórn Þórs Tulinius í Tjarnarbíói í síðustu viku. Verkið fjallar um Sunnefu Jónsdóttur sem var tvisvar dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta 18. aldar en reis upp gegn yfirvaldinu.