Kvikmyndagagnrýni

Gagnrýni
Tvístraðar fjölskyldur sameinast á Skype
In Touch er listræn mynd sem tekur fyrir hið hversdagslega Skype-samskiptaform og gerir framandlegt. Hún segir frá um 400 Pólverjum sem hafa flutt til Íslands frá bænum Stare Juchy og samskiptum við þá sem urðu eftir.
30.10.2019 - 16:49
Gagnrýni
Ljúfsár gamanmynd þar sem ekkert klikkar
„Handritið og persónusköpunin er það sterk að kvikmyndin fellur aldrei í neinar klisjugildrur eins og hefði verið hætt við með þennan efnivið,“ segir kvikmyndarýnir Lestarinnar sem er um yfir sig hrifinn af Agnesi Joy eftir Silju Hauksdóttur.
Gagnrýni
Ekki snöggan blett að finna á Agnesi Joy
„Agnes Joy er einstaklega vel leikin kvikmynd og samleikur helstu leikara svo hárfínn að vandaður að söguefniviðurinn fær hreinlega vængi,“ segir Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnandi í umfjöllun sinni um kvikmyndina Agnesi Joy sem Silja Hauksdóttir leikstýrir.
Gagnrýni
Ein beittasta samfélagsádeila þessa árs
Kvikmyndin Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, dregur upp nöturlega mynd af samkenndarlausu samfélagi, segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi. „Ef Jókerinn er táknrænn fyrir okkar samtíma og miðlar einhvers konar endurspeglun á raunveruleikanum, eins og allur okkar skáldskapur, þá er myndin til marks um rofinn samfélagssáttmála.“
Gagnrýni
Uppvakningar og hverfandi lifnaðarhættir
Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í þrjár myndir sem sýndar eru á RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, Dead Don't Die, Síðasta haustið og Space Dogs.
01.10.2019 - 16:58
Gagnrýni
Listilega ofin áfallasaga
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur er eftirminnilegt listaverk sem ofið er úr mörgum sterkum þráðum, segir Heiða Jóhannsdóttir kvikmyndagagnrýnandi. „Hlynur Pálmason er frábær fulltrúi þess nýja hæfileikafólks sem veitir ferskum straumum inn í íslenska kvikmyndagerð um þessar mundir.“
Gagnrýni
Marglaga listræn kvikmynd sem kafar á dýpið
Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir að Hlynur Pálmason dýfi sér ofan í brunn sagnaminnis mannkynsins í Hvítum, hvítum degi – og komi upp úr kafinu með frábært kvikmyndaverk.
Gagnrýni
Tarantino streitist á móti breyttum tímum
„Tímarnir eru að breytast og Tarantino virðist meðtaka það en hálfstreitast á móti og er Once Upon a Time vitnisburður um það,“ segir kvikmyndarýnir Tengivagnsins um níundu kvikmynd leikstjórans sem gerist í Hollywood ársins 1969.
Gagnrýni
Kona fer í stríð við Kaupfélagið
Héraðið á í sterku samtali við hefð sveitalífsmyndarinnar og upphaf íslenska kvikmyndavorsins, þar sem vangaveltur um tengslin við náttúruna og náið samband við skepnurnar mynda rauðan þráð.
Gagnrýni
Efniviðurinn ber kvikmyndaformið ofurliði
Kvikmyndarýnir Tengivagnsins upplifði framvinduna í Héraðinu flatneskjulega. „Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni.“
Gagnrýni
Hver skapaði skrímslið Maradona?
Ný kvikmynd breska leikstjórans Asif Kapadia um einn besta knattspyrnumann sögunnar kom út á dögunum og þykir myndin undirstrika tvíeðli söguhetjunnar sem er í klofinn í Diego og svo Maradona. Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar fjallar um myndina.
30.06.2019 - 13:00
Gagnrýni
Áferðarfalleg mynd um fíknivanda
„Sögur um þjáningar velmegandi hvíts fólks í Bandaríkjunum hafa verið sagðar ótal mörgum sinnum og þessi kvikmynd hefur svo sem ekki neitt nýtt fram að færa.“ Marta Sigríður Pétursdóttir fjallar um kvikmyndina Beautiful Boy.
Gagnrýni
Fullkomin sumarmynd með frábærri tónlist
„Rocketman er fullkomin sumarmynd, uppfull af frábærri tónlist og dansi en líka hjartnæm, fyndin og oft sorgleg þroskasaga,“ segir bíórýnir Lestarinnar um myndina, sem byggist á ævi Elton John.
18.06.2019 - 14:22
Gagnrýni
Óvægin gagnrýni á hvíta kynþáttahyggju
Blackkklansman er spennutryllir, paródía og óvægin gagnrýni á hvíta kynþáttahyggju og rasisma í Bandaríkjunum. Hún er að mati kvikmyndarýnis Lestarinnar ein besta mynd Spike Lee og á erindi við breiðan hóp áhorfenda.
09.06.2019 - 10:16
Gagnrýni
Útlagarómantík í íslenskri eiturlyfjasenu
Kvikmyndin Eden sækir stíft í útlagamyndir eins og True Romance, Trainspotting og Bonnie & Clyde. Hún heldur góðum dampi með hressilegri kvikmyndatöku og klippingu sem heldur áhorfendum við efnið þó að saga og persónusköpun risti ekki sérlega djúpt.
07.06.2019 - 13:56
Gagnrýni
Ofurhetjumynd sem sækir í ævafornan sagnabrunn
„Það eru persónuleikar ofurhetjanna, breyskleiki þeirra, samskipti við aðra og þroskinn sem þær taka út sem gerir Avengers: Endgame, sem og allar hinar myndirnar, ekki bara vinsælar heldur líka elskaðar af ungum jafnt sem öldnum áhorfendum,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi.
10.05.2019 - 11:05
Gagnrýni
Dansari með alla Kúbu á herðunum
Bíórýni Lestarinnar segir að í Yuli séu gerðar áhugaverðar tilraunir með hið hefðbundna kvikmyndaævisöguform sem séu virðingarverðar þó að útkoman valdi eilitlum vonbrigðum.
06.05.2019 - 16:41
Gagnrýni
Skrifar sjálfa sig inn í baráttusögu svartra
„Hið persónulega er pólitískt og afþreyingin og popptónlistin er það líka,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir sem rýnir í Homecoming, heimildarmynd sem skrásetur tónleika poppstjörnunnar Beyoncé á Coachella síðasta sumar.
06.05.2019 - 13:45
Viðtal
Eldrauður bær í bláu landi
Neskaupstaður er lítið sjávarpláss með áhugaverða sögu. Á 20. öld réð kommúnisminn ríkjum og staðurinn var vígvöllur hugmyndafræðilegra átaka.
Pistill
Ábyrgðarlaus nálgun á trans fólk
Marta Sigríður Pétursdóttir segir að gildi myndar eins og Girl felist fyrst og fremst í viðtökum þess undirokaða hóps sem hún fjallar um, í þessu tilviki trans fólks. Leikstjóranum Lukas Dhont hafi ekki tekist nægilega vel til að miðla erfiðri sögunni.
11.04.2019 - 10:21
Leikgleði í augljóslega ódýrri framleiðslu
„Fyrstu tíu mínúturnar hugsaði ég: Á ég í alvörunni einn og hálfan tíma eftir af þessu? Svo vann hún rosalega á. Mér fannst leikgleðin smitast vel, þetta var eins og að fylgjast með vinahóp fara út á land og taka upp mynd,“ segir Inga Björk Margrétar- og Bjarnadóttir listfræðingur um kvikmyndina Taka 5.
09.04.2019 - 15:38
Gagnrýni
Spegli brugðið að blóðugri sköpunarsögu þjóðar
Jordan Peele, leikstjóri og handritshöfundur hrollvekjunnar Us hefur fest sig í sessi sem einn mikilvægasti kvikmyndahöfundur samtímans, segir gagnrýnandinn Marta Sigríður Pétursdóttir. „Peele tekst að gera frumlega hryllingsmynd sem er í raun handan við hryllingsmyndagreinina.“
04.04.2019 - 13:51
Gagnrýni
Hress metalhaus fær nýtt andlit
Í Twarz er dregin upp grátbroslega mynd af pólsku samfélagi í tilvistarkreppu með breiðri skírskotun til alþjóðasamfélagsins á tímum Brexit og Trumps.
04.04.2019 - 10:58
Gagnrýni
Getur mynd um hælisleitendur breytt heiminum?
Líbanska kvikmyndin Capernaum er frábært listaverk og mögnuð kvikmynd um nöturlegan raunveruleika milljóna flóttamanna og barna, að mati kvikmyndarýnis Lestarinnar.
24.03.2019 - 13:00
Gagnrýni
Svæsin leyndarmál Castleman-hjónanna
Unnendur góðs stofudrama, áhugafólk um bókmenntaheiminn og aðdáendur Glenn Close fá eitthvað fyrir sinn snúð í kvikmyndinni The Wife sem er mikilvæg feminísk ádeila á blinda dýrkun á stórum karlrithöfundum mannkynssögunnar, að mati bíórýnis Lestarinnar.
21.03.2019 - 13:52