Bókmenntagagnrýni

Gagnrýni
Stormsveipur af texta
Orðbragðið er makalaust í skáldsögunni Ef við værum á óvenjulegum stað eftir Juan Pablo Villalobos, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Þótt þetta sé einhvern veginn þroskasaga er erfitt að sjá hvernig sá þroski er til einhvers gagns og það undirstrikar fáránleika samfélagsins sem höfundur lýsir.“
Gagnrýni
Skapandi svar höfundar við loftslagsvánni
Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland. Í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.
Gagnrýni
Undir fjölskyldusögu er dynur stríðs og blóðsúthellinga
Sjálfsævisöguleg skáldsaga Saša Stanišić er uppgjör við þjóðarmorð og ofsóknir sem minnir lesendur á að skæni mennskunnar er þunnt og brotgjarnt.
Gagnrýni
Oksanen afhjúpar grimmdina sem konum hefur verið sýnd
„Sofi Oksanen er þekkt fyrir sínar stórbrotnu sögur um konur og hún beinir ekki bara kastljósinu að vöruvæðingu kvenlíkamans í þeim, heldur setur hana beinlínis undir stækkunargler,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi í umfjöllun um nýjustu bók finnska rithöfundarins, Hundagerðið.
Gagnrýni
Hrollvekjandi og áleitin saga um alkóhólisma
Skáldsagan Shuggie Bain, eftir Douglas Stuart, fjallar blátt áfram um alkóhólisma og meðvirkni frá sjónarhorni barns, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Sagan er svo áleitin og lifandi að ég spurði mig fljótlega hvort hún væri ekki sjálfsævisöguleg, það er svo mikið margt í henni, smáatriði sem manni fannst ósvikin og lifuð.“
Gagnrýni
Sneitt framhjá gryfju væmni og sjálfsvorkunnar
Skáldsagan Stol eftir Björn Halldórsson er ágætis byrjun hjá ungum höfundi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
07.03.2021 - 10:00
Gagnrýni
Forvitnilegt safn sagna frá Sovét
Sagnasafnið Sögur frá Sovétríkjunum hefur að geyma nítján sögur í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Sögurnar gefa fjölbreytta mynd af sovéskum bókmenntum allt frá byrjun 20. aldar og fram til fyrstu áranna eftir að Sovétríkin liðu undir lok.
Gagnrýni
Tíðarandinn og tískuhvíslarinn
Það er margt vel gert í skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Götu mæðranna, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Lesendur sem kunnað hafa að meta fyrri verk hennar séu líklegir til að una vel við sitt. Tilraunir höfundarins með tíðarandaformið gangi þó ekki nógu vel upp.
Gagnrýni
Samhengislaust rugl í fullkomnu samhengi
Elísabet Jökulsdóttir sýnir aðdáunarverða leikni í skáldsögunni Aprílsólarkuldi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Þrælskemmtilegur Balzac loksins á íslensku
Ný íslensk þýðing á Brostnum vonum eftir Honoré de Balzac er uppfull af orðheppni og hnyttni sem unun er að lesa, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Rekstrarójafnvægi í Höfuðbók
Ólafur Haukur Símonarson lýsir raunverulegum sársauka af völdum svokallaðrar þrenndartaugar í verkinu Höfuðbók. Bókin er sérkennilegur samsetningur, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Heildstæð mynd í broti úr tíma
Skáldsaga Yrsu Þallar Gylfadóttur, Strendingar, fjallar um venjulega fjölskyldu sem tekst á við venjulega, en um leið einstaka tilveru, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „ Ekkert er dregið undan í þessum fyrstu persónu frásögnum, sem samanlagðar skapa heildstæða mynd í broti úr tíma.“
Gagnrýni
Viðnám gegn hinu þögula algleymi dauðans
Fjarvera þín er myrkur, eftir Jón Kalman Stefánsson, er um margt epísk skáldsaga, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. Bókin veiti lestrarlega nautn fyrir vitsmuni og tilfinningalíf.
Gagnrýni
„Maður klárar neglurnar næstum því“
Eldarnir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, er feikilega vel heppnuð ástarspennusaga, segja gagnrýnendur Kiljunnar.
Gagnrýni
Spennandi bók í anda hrollvekja tíunda áratugarins
Stefáni Mána tekst að skapa mikla spennu í nýrri skáldsögu sem nefnist Dauðabókin og minnir Sverri Norland, gagnrýnanda Kiljunnar, á bækur hrollvekjumeistarans Stephens King og hryllingsmyndir á borð við Scream. Hörður Grímsson, góðvinur lesenda Stefáns, fer á stúfana og rannsakar dularfulla morðhrynu á ungmennum.
Gagnrýni
Afhjúpandi kímnisögur frá ólíkindaskáldi
Sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur er bráðfyndið en að baki liggur stundum þung alvara, hugrenningatengsl um heimilisofbeldi, einmanaleika og útskúfun, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Lágstemmd og vönduð Snerting
Fjórtánda skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Snerting, er vönduð smíð og snyrtilegt skáldverk sem hefði þó mögulega mátt við meiri óreiðu, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
„Það er dýpt og viska í þessari sögu“
Nýjasta bók Auðar Övu Ólafsdóttur, Dýralíf, er margþátta verk sem þolir ítrekaðan lestur, segja gagnrýnendur Kiljunnar.
Gagnrýni
Spennandi saga ofin úr heimspekilegum vangaveltum
Halldóri Armand Ásgeirssyni tekst að skapa spennu og væntingar í skáldsögunni Bróðir, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „En fyrst og fremst spurningar, nánast eins og í spennusögu sem við viljum vita hvernig fer, en frásagnareyðurnar, -tafirnar og spurningarnar halda lesendum þétt við efnið.“
Gagnrýni
Harpa Jóns Kalmans er stillt öðruvísi en allra annarra
Nýjasta skáldsaga Jóns Kalmans er stór og mikil og fjöltóna, en í lengri kantinum, segja gagnrýnendur Kiljunnar. „Maður er búinn að lesa eitthvað og bölsótast, ætlarðu nú ekki að fara að koma þér að efninu og svo allt í einu er maður bara farinn að brynna músum.“
Gagnrýni
Voldugu tré umplantað í íslenska skáldskaparjörð
Þýðandinn Magnús Sigurðsson tekst á við meintan óþýðanleika Emily Dickinson af þrótti sem er innblásandi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi um nýútkomið safn ljóða hennar á íslensku, Berhöfða líf.
Gagnrýni
Úrvinnsla á hinu óumflýjanlega
„Þrátt fyrir húmorinn og íronískar þversagnirnar er þetta samt saga um sorg og frásögnin sjálf er einhvern veginn eins og úrvinnsla á hinu óumflýjanlega,“ segir Gauti Kristmannsson um skáldsöguna Dauða skógar eftir Jónas Reyni. „Hún er eins og samningur við hverfulleika lífsins, manns sjálfs, ástvina og meira að segja jarðarinnar.“
Gagnrýni
„Örugglega ein af bestu skáldsögum ársins“
Kolbrún Bergþórsdóttir, gagnrýnandi, segir að Snerting, ný skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sé eitt besta verk hans og vafalaust ein af betri bókum ársins. „Þetta er bók fyrir alla rómantíkera.“
Gagnrýni
Jafnvægi ljóss og myrkurs
Dauðinn er sífellt nálægur í nýjustu skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi. „Frásögnin er oft knöpp en milli línanna liggur hafsjór af myrkri og sorg en líka mikið ljós.“
Gagnrýni
And-karllægni, kvenhetjur og róttæk góðvild
Í nýrri ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur, skálds og sagnfræðings, má greina áhrif og viðveru beggja athafnasviða hennar, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi. „Raunar má segja að sagnfræðingurinn stigi hér fram alls ófeiminn, öruggur um samlegðaráhrifin sem skapa má með ljóðskáldinu.“