Bókmenntagagnrýni

Gagnrýni
Gaman að sjá Ófeig reka olnbogana utan í smásagnaformið
Draumar eru í veigamiklu hlutverki í fyrsta smásagnasafni Ófeigs Sigurðssonar, sem hefur hingað til breitt vel úr sér í stórum skáldsögum. „Bráðskemmtileg lesning,“ segja gagnrýnendur Kiljunnar.
19.10.2020 - 15:18
Gagnrýni
Stórfengleg heimsreisa í tíma og stöðum
Tapio Koivukari, hinn finnski, hefur hingað til helst vakið athygli hér á landi fyrir skáldsögur sínar í þýðingum Sigurðar Karlssonar og einnig hefur hann þýtt fjölda íslenskra höfunda á finnsku. Nú hefur hann sent frá sér ljóðabók orta á íslensku.
12.10.2020 - 11:40
Gagnrýni
Galgopalegar karlasögur en stundum snubbóttar
Fyrir daga farsímans er nýtt smásagnasafn eftir Böðvar Guðmundsson sem frægastur er fyrir vesturfarabækur sínar Hýbýli vindanna og Lífsins tré. Sverri Norland fannst sögurnar skemmtilegar aflestrar þó þær risti ekki djúpt en Kolbrúnu fannst þær endasleppar og helst til karlalegar.
Gagnrýni
Sláandi líkindi milli Tolstoj og Guðrúnar frá Lundi
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að Tengdadóttirin eftir Guðrúnu frá Lundi sé næm og skemmtileg frásögn af óhamingjusömu hjónalífi og Sverrir Norland gengur svo langt að líkja henni við einn af risum rússnesku bókmenntahefðarinnar.
Gagnrýni
Merkilega breið þjóðlífsmynd á fáum síðum
Skáldsagan Tíkin, eftir kólumbíska rithöfundinn Pilar Quintana, heldur áfram að krefjast svara að lestri loknum, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
„Þetta er ekki endilega allt frábært“
Í bókinni Ástarsögur íslenskra karla var safnað saman sögum úr tilhugalífi ungra manna og eldri, gagnkynhneigðra, samkynhneigðra og kynsegin. Gagnrýnendur Kiljunnar segja að margar af sögunum séu ekki upp á marga fiska og helst til klámfengnar en þær bestu séu þær kómísku.
Gagnrýni
Ferrante er eins og borðtennismeistari gegn áhugamanni
Gagnrýnendur Kiljunnar segja að aðdáendur Elenu Ferrante verði ekki sviknir af nýjasta verki hennar, Lygalífi fullorðinna. Þar sé unnið með efnivið unglingabóka en yfirburðir Ferrante á því sviði séu geipilegir í samanburði við aðra höfunda.
Gagnrýni
Lygavefur millistéttarinnar liðast í sundur
Það er mikill fengur að þýðingu Höllu Kjartansdóttur á nýjustu bók metsöluhöfundarins Elenu Ferrante, Lygalíf fullorðinna, að mati bókarýnis Víðsjár. „Þetta er listavel gert, vefurinn er flókinn og spennandi, án þess að lesandinn missi þráðinn.“
Enginn er syndlaus og syndin er víða
Eldum björn er glæpasaga – en afskaplega langt frá því að vera notalegur reyfari þar sem illvirkjarnir fá makleg málagjöld og heimurinn verður aftur góður í sögulok. Glæpir þeir sem skáldsagan tíundar eru raunar margir og vonska fólks tekur á sig ýmsar myndir en verst er illskan þegar hún bitnar á þeim sem síst skyldi, á börnum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Svör við óleystum gátum í dauðadjúpum sprungum
Hraungjótur á Íslandi eru hyldýpi sem samkvæmt almannarómi geyma ýmsar beinagrindur. Í Tíbrá Ármanns Jakobssonar finnst lík í hraunsprungu, en það hefði sjálfsagt aldrei fundist ef sérstakar aðstæður hefðu ekki komið til. Undirliggjandi er sá óþægilegi grunur að í hraungjótum landsins megi finna svör við ýmsum óleysum gátum, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Allir taka frásögn sálfræðingsins með fyrirvara
Meðal vinsælustu glæpasagna síðustu missera hafa verið þær sem fjalla um konur sem lenda í skelfilegum hremmingum en er ekki trúað þegar þær leita hjálpar. Þerapistinn eftir Helene Flood fellur eins og flís við rass í þennan flokk sagna segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Framtíðarfræði gærdagsins
Ritdómari Víðsjár skoðar vísindaskáldsöguna Astounding eftir Alec Nevala-Lee. Bókin sem varð til þess að vísindaskáldskapur varð að hálfgildings bandarískri bókmenntagrein. Sögusvið bókarinnar er það sem höfundurinn kallar „gullöld vísindaskáldskaparins,“ frá 1930-1960, og vísindaskáldskaparhöfundurinn og síðar leiðtogi Vísindakirkjunnar L. Ron Hubbard kemur eftirminnilega við sögu.
Bóksali í kulda og trekki
Fúllyndi bóksalinn Shaun Blythell er óvæginn í lýsingum sínum á samstarfsfólki sínu og gestum bókabúðar sinnar í bókinni Dagbók bóksala. Dómsdagsspár um dauða bókarinnar og bókabúða hanga þá yfir bóksalanum sem berst með kjafti og klóm gegn stóru bókabúðakeðjunum, rafbókavæðingunni og ekki síst Amazon-risanum í þessari fremur óvæntu metsölubók, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Draugar fortíðar birtast á blaði
Eldri maður sem gætir dóttursonar síns meðan foreldrarnir skreppa á ráðstefnu hljómar kannski ekki eins og uppskrift að spennubók, hvað þá spennubók með heimspekilegu ívafi og vangaveltum um sjálfsmynd manneskjunnar – en Grikkur eftir Domenico Starnone er líka óvenjuleg bók, segir Maríanna Clara Lúthersdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Andstyggilegur dónakall og siðblindur botnfiskur
Bókarýnir Víðsjár segir fyrri hluta æviminningabókar Woody Allens illa skrifaðan og samhengislausan. Í síðari hlutanum komi svo í ljós að Allen sé ekkert nema lágkúrulegur botnfiskur, stundum ráði hann ekki við sig og flaggi siðblindu sinni skammlaust.
Gagnrýni
Bókmenntarýnirinn sem áhrifavaldur
„Það er endurnýjandi að skoða bókmenntaskrif Soffíu og hver veit, kannski er ekki öll von úti,“ segir Björn Þór Vilhjálmsson um bókina Maddama, kerling, fröken, frú: Konur í íslenskum nútímabókmenntum, en þar er á ferðinni safn ritdóma Soffíu Auðar Birgisdóttur.
Gagnrýni
Ferðavísir puttalingsins um mannkynssöguna
„Það var bókstaflega erfitt að leggja Sapiens frá sér, þetta reyndist vera spurning um tón bókarinnar, höfundarröddina, og skipulagið á framvindunni, sjálf efnistökin,“ segir bókarýnir Víðsjár um mannkynssögu ísraelska sagnfræðingsins Yuval Noah Harari sem hefur farið sigurför um heiminn.
13.06.2020 - 11:55
Gagnrýni
Breiðgata brostinna drauma
Í The Big Goodbye: Chinatown and the Last Years of Hollywood segir Sam Watson söguna af því hvernig bölsýna meistaraverkið Chinatown rataði á hvíta tjaldið, fjallar um arfleið hennar og afdrif helstu leikmanna, auk þess að setja í breiðara samhengi við draumamaskínuna Hollywood.
Gagnrýni
Meistaraverk #metoo bókmenntanna
My Dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell kom út í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir umfjöllun um kynferðisofbeldi og margflókna stöðu fórnarlambsins.
Gagnrýni
Holdtekja menningarinnar
Sontag eftir Benjamin Moser er ríflega 800 síðna þverhandarþykkur hlemmur sem fjallar um ævi og störf rithöfundarins og heimspekingsins Susan Sontag. Bókin gerir viðfangsefni sínu skil með afar tæmandi hætti að mati gagnrýnanda Víðsjár.
17.05.2020 - 09:40
Gagnrýni
Veröld ný og góð
Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um bókina Human Compatible, eða Mannsamræmanleiki, eftir enska rithöfundinn og tölvufræðinginn Stuart Russell, en bókin er í senn yfirlit um stöðu þekkingar um þróun gervigreindar, og hætturnar sem slíkri uppfinningu fylgja.
Gagnrýni
Ástríðan fyrir leikhúsinu smitast á hverja einustu síðu
Kolbrún Bergþórsdóttir og Sverrir Norland, gagnrýnendur Kiljunnar, eru stórhrifin af bók Jóns Viðars Jónssonar, Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkurborgar 1925-1965, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í ár. Þau segja hana stíga hárfínt einstigi milli persónusagna og fræðimennsku og sé mikill skemmtilestur.
Ungmenni sem berjast fyrir náttúrunni af hjartans dáð
Kristín Helga Gunnarsdóttir er á umhverfispólitískum nótum í skáldsögunni Fjallaverksmiðja Íslands. Stefnuboðun bókarinnar er líkleg til að falla í kramið hjá lesendum, segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir, en Kristín varpi ljósi á margt annað í frásögninni.
Gagnrýni
Nautnin í tímaleysi Nabokov
Bókarýnir Víðsjár rýnir í Áferð tímans, draumadagbók sem rússneski stílsnillingurinn Vladimir Nabokov hélt um þriggja mánaða skeið um miðjan sjöunda áratuginn.
Gagnrýni
Hugmyndarík kynfræðslusaga fyrir unglinga
Unglingabókin Daði byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar kynfræðings um land allt undanfarin tíu ár. Bókin er fræðandi og skemmtileg, segir Halla Þórlaug Óskarsdóttir. „Ég efa það ekki í eina sekúndu að unglingar munu hafa gaman af þessari bók.“
04.04.2020 - 09:56