Bókmenntagagnrýni

Pistill
Hryllingur í dagsbirtu
Í meðförum Margrétar er dagsbirtan alveg jafn þrungin spennu og óhugnaði og myrkrið, segir Melkorka Gunborg Briansdóttir um spennusöguna Dalurinn eftir Margréti S. Höskuldsdóttir.
Pistill
Heimur á heljarþröm
Melkorka Gunborg Briansdóttir, bókmenntarýnir Tengivagnsins, fjallaði um bókina Fagri heimur, hvar ert þú, eftir írsku skáldkonuna Sally Rooney.
Pistill
Áhugaverð hugmynd en útfærslan ekki
Þrátt fyrir góðan efnivið sem býr yfir möguleikum tekst bókinni ekki að vinna á nógu áhugaverðan hátt úr honum, segir Melkorka Gunborg Briansdóttir um bókina Elsku sólir eftir Ásu Marin.
Pistill
Súrrealísk frásögn sem krefst athygli og yfirlegu
Melkorka Gunborg Briansdóttir, bókmenntarýnir Tengivagnsins, fjallaði um bókina Líkamslistamanninn, eftir bandaríska verðlaunahöfundinn Don DeLillo.
Pistill
Að halda sér á floti í lífsins ólgusjó
Flotið er gott þema fyrir skáldsögu því flest þekkjum við það að reyna að halda okkur á floti í lífsins ólgusjó, sem er úfnari fyrir suma en aðra. Þetta segir Melkorka Gunborg Briansdóttir um fyrstu skáldsögu Rebekku Sifjar Stefánsdóttur.
Pistill
Í senn kómískur og harmrænn samfélagsspegill
Kjörbúðarkonan er sterk skáldsaga þar sem aðalpersónan er áhugarverðasti þáttur sögunnar, viðkunnaleg og um leið „forvitnilega“ öðruvísi. Þetta segir Melkorka Gunborg Briansdóttir um skáldsögu Sayaka Murata.
Gagnrýni
Skáldskapur fullur manngæsku
Matthías Johannessen er að mörgu leyti á kunnuglegum slóðum í nýjustu ljóðabók sinni, Á asklimum ernir sitja, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. Skáldið, sem komið sé á efri ár, skapi samt sem áður nýjar sýnir og athuganir með sínum hætti.
Gagnrýni
Kraftaverkasögur sem koma sífellt á óvart
Kraftaverkasögur Ísaks Harðarsonar, í bókinni Hitinn á vaxmyndasafninu, eru írónískar, grátbroslegar, kímnar og leiftrandi af hugarflugi höfundar, að mati Gauta Kristmannssonar gagnrýnanda.
Gagnrýni
Grafalvarleg einlægni
„Hvenær er texti krefjandi og hvenær er hann óskiljanlegur,“ spyr Gréta Sigríður Einarsdóttir eftir að hafa lesið ljóðabókina Verði ljós, elskan eftir Soffíu Bjarnadóttur. „Um leið og ég gefst upp fyrir alvöru skáldskaparins lumar textinn á ýmsu.“
Gagnrýni
Margt smátt gerir eitt stórt
Skáldsagan Stórfiskur, eftir Friðgeir Einarsson, er bráðfyndin á lúmskan hátt, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi. „Með því að hægja á sér og gera áður óáhugaverð smáatriði sem ný og spennandi í augum lesenda nær Friðgeir að sýna lesendum nýja sýn á lífið í landinu.“
Gagnrýni
Fjölbreyttar sögur í flæktum frásagnarstíl
Litríkar sögur sem ná að fanga ímyndunaraflið þrátt fyrir erfiðan frásagnarstíl sem skortir þungamiðju, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, gagnrýnandi, um nýjustu bók Einars Más Guðmundssonar.
Gagnrýni
Hreint ævintýri fyrir lesendur
Kristín Ómarsdóttir sýnir meistaratakta í frumlegri beitingu tungumálsins í sagnasafninu Borg bróður míns, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Útpældur heimsósómi
Bók Bergsveins Birgissonar, Kolbeinsey, er gagnrýnin á tilfinningaleysi tímanna og kapítalíska eyðingu tilverunnar, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi. „Þetta eru samt úthugsaðar og útpældar hugleiðingar með góðum skammti af skáldskap svo áhugavert er að lesa.“
Gagnrýni
Málsvörn Eiríks Arnar
„Undir lok bókarinnar erum við komin svo djúpt ofan í naflann á Eiríki Erni að ég er ekki viss um að við komumst nokkurn tímann út aftur,“ segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, gagnrýnandi, um bók Eiríks Arnar Norðdahl, Einlægur Önd.
Gagnrýni
Gamlar og úreltar bannhelgar brotnar niður
Það er keimur af reynslusögum í smásagnasafni Evu Rúnar Snorradóttur, Óskilamunum, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Spurningin um lífið, alheimurinn og allt saman
Ljóðin í bókinni eru kraftmikil þó sum þeirra séu vindhögg, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi um nýjustu ljóðabók Jóns Kalmans Stefánssonar.
Gagnrýni
Sex höfundar, sex persónur, sex sjónarhorn
Olía er fyrsta skáldsaga höfundahópsins Svikaskálda. Bókin er nokkuð óvenjuleg tilraun sem rífur í margar tilfinningar og hugmyndir okkar um samtímann, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
30.11.2021 - 14:14
Gagnrýni
Spennudrifin tvífarasaga í örum takti
Þó ekki sé kafað á dýptina í nýjustu sögu Hildar Knútsdóttur, Myrkrinu milli stjarnanna, er hún hrollvekjandi og spennandi aflestrar, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Vel smíðað en krefjandi meistarastykki
Fyrsta skáldsaga Guðna Elíssonar, Ljósgildran, er eins og krossgáta fyrir bókmenntaáhugamenn og alla þá sem fylgjast með fréttum og íslensku samfélagi af einhverju viti, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Úr takti við tímann
Þórarinn Eldjárn er laginn sögumaður og textinn rennur ljúflega í bestu sögum smásagnasafnsins Umfjöllun, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi. Safnið í heild sé þó brokkgengt
Gagnrýni
Ádeila á klisjur um ástina
Nýjasta skáldsaga Auðar Jónsdóttur er hrærandi og ögrandi, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Satt og logið
Bókin Þung ský gefur fyrri svaðilfarasögu Einars Kárasonar ekkert eftir, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Beðmál í sveitinni
Það skortir ekki skemmtilegar hugmyndir í skáldsögunni Kynslóð eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur, segir Gréta Sigríður Einarsdóttir gagnrýnandi. Þær nái þó ekki allar nógu miklu flugi í rykkjóttum framgangi sögunnar.
Gagnrýni
Mörkin á mannlegu atferli
Fríða Ísberg veltir upp áhugaverðum siðferðisspurningum í fyrstu skáldsögu sinni sem gerist á Íslandi í náinni framtíð. „Það er verðugt verkefni skáldskapar að kanna mörkin á mannlegu atferli og reyna skilja hvernig þau geta verið á skjön við hugmyndir og hugsjónir sem í sjálfum sér geta verið af hinu góða,“ segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Viðhorfi að andleg veikindi séu vesaldómur ögrað
Viðfangsefni skáldsögu Ingólfs Eiríkssonar, Stóra bókin um sjálfsvorkun, er mikilvægt og stórt, segir Gauti Kristmannsson gagnrýnandi.