Mannlíf

Elti leikkonu úr Law and Order alla leið til New York
„Ég var skotin í henni eins og maður fær svona æskuskot,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir um Marisku Hargitay, aðalleikkonu þáttanna Law and Order: Special Victims Unit. Hún var svo bergnumin af leikkonunni að hún mætti á tökustað þáttanna og beið eftir henni klukkutímum saman, bara til að geta sagt hæ.
26.07.2020 - 14:30
Monica Lewinsky vinnur brandarakeppni á Twitter
Notendur Twitter hafa undanfarna daga verið í samkvæmisleik sem kalla má „fimmaura brandarakeppni“. Þeir mættu þó ofjarl sínum þegar Monica Lewinsky mætti til leiks með skrýtlu um frægt ástarsamband sitt og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
26.07.2020 - 08:26
„Í fyrsta lagi er þetta mjög töff nafn“
Leik- og söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir er stödd ásamt fríðum flokki á Siglufirði. Flokkurinn hyggst troða upp í brugghúsinu Segull 67 í dag með átta kvenna hljómsveit sem heitir óvenjulegu nafni.
25.07.2020 - 13:43
Tom Cruise fær grænt ljós hjá norskum yfirvöldum
Bandaríska stórstjarnan Tom Cruise og norskt dótturfélag íslenska framleiðslufyrirtækisins True North hafa fengið grænt ljós frá yfirvöldum í Noregi fyrir tökur á nýjustu Mission: Impossible-myndinni. Tökuliðið ætlar að verja 88 milljónum íslenskra króna í forvarnir gegn COVID-19.
24.07.2020 - 17:19
Mel Gibson veiktist af COVID-19
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Mel Gibson var lagður inn á sjúkrahús í apríl eftir að hafa veikst af COVID-19 sjúkdómnum, að því er kvikmyndatímaritið Variety greindi frá í dag. Haft er eftir talsmanni leikarans að hann hafi þurft að vera í eina viku á sjúkrahúsi. Meðan á dvölinni stóð fékk hann lyfið Remdesivir. Síðan þetta gerðist hafa sýni nokkrum sinnum verið tekin, en þau hafa ávallt verið neikvæð.
24.07.2020 - 17:05
Jón Þór: „Þingspilið er bara skemmtilegt grín“
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, safnar fyrir prentun á Þingspilinu – með þingmenn í vasanum. Hann stefnir á að gefa spilið út fyrir næstu jól.
21.07.2020 - 14:30
Sýningarstúlka dæmd fyrir skattsvik
Bar Refaeli, frægasta sýningardama Ísraels, var í dag dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu mánuði og að greiða jafnvirði 102 milljóna króna í sekt fyrir skattsvik. Hún játaði að hafa gefið rangar upplýsingar hversu lengi hún hefði dvalið erlendis til að komast undan að greiða skatta í Ísrael.
20.07.2020 - 17:36
Hnit
Hjartaáfallið reyndist vera harðsperrur
„Ég skammaðist mín svo,“ segir Jörundur Jökulsson sem fór í örlagaríka skíðaferð með vini sínum til Ítalíu. Jörundur var fluttur burt með sjúkraþyrlu því hann var hræddur um að vera að fá hjartaáfall. Meinið reyndist svo síður en svo alvarlegt.
20.07.2020 - 15:02
Myndskeið
Tom Moore er orðinn Sir Tom
Tom Moore, fyrrverandi kapteinn í breska hernum, var í dag sleginn til riddara. Hann náði fyrr á þessu ári að safna 32,8 milljónum sterlingspunda til styrktar breska heilbrigðiskerfinu þegar COVID-19 farsóttin var í hámarki. Það gerði hann með því að ganga kringum húsið sitt í Bedfordskíri og safna þannig áheitum. Upphæðin nemur hátt í 5,8 milljörðum króna.
17.07.2020 - 14:49
Síðdegisútvarpið
„Það er engin venjuleg manneskja“
„Hugmyndin er að opna símaskrá, benda á eitthvað nafn, og hringja í viðmælanda og fá sögu frá honum,“ segir Brynja Þorgeirsdóttir sem ýtir úr vör viðtalsþættinum Hnit á mánudag á Rás 1. Hún velur viðmælendur sína handahófskennt.
12.07.2020 - 09:12
Sumarlandinn
„Svona er lífið úti á landi kallinn minn“
Kleifarvatn er með stærri vötnum á Íslandi og hefur það spilað hlutverk í ýmsum skáldskap, auk þess sem fjöldi fólks hópast þangað hvert sumar til þess að veiða og stunda útivist.
11.07.2020 - 12:55
Mannlegi þátturinn
Kærastinn skildi hana eftir með mannýgri górillu
„Ég hef aldrei verið eins hrædd á ævinni,“ segir líffræðingurinn Ingibjörg Björgvinsdóttir sem lenti í þeirri skelfilegu lífsreynslu að vera ógnað af risastórri fjallagórillu. Allir ferðafélagarnir flúðu en hún lagðist skelfd á jörðina og beið örlaga sinna.
10.07.2020 - 10:32
Morgunútvarpið
Brúðguminn hafði ekki hugmynd um brúðkaupið
„Ég hefði þvegið mér um hendurnar ef ég hefði vitað að ég væri að fara að gifta mig,“ sagði Jökull Helgason við prestinn þegar hann gekk óvænt í það heilaga með sinni heittelskuðu, Guðnýju Elíasdóttur, um helgina.
09.07.2020 - 12:29
Sumarmál
Börnin vilja reykherbergi og stærri rennibraut
Reykjavíkurborg hefur efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við enda Njálsgötu, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Nýja byggingin er hluti af verkefninu „Brúum bilið“ sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 
08.07.2020 - 15:05
Síðasti fjárbóndinn í borginni
Ólafur Dýrmundsson heldur kindur við heimili sitt í Seljahverfinu í Breiðholti.
Sumarlandinn
Glaðasti hundur í heimi býður hundum í afmæli
Það var margt um kátan hvuttann þegar hundurinn Hansi varð sex ára á dögunum og bauð helstu hundum nærsveita og eigendum þeirra í veislu. „Þetta var fyrst brandari,“ viðurkennir Kristín Einarsdóttir eigandi hans, en brandarinn vakti slíka lukku að fyrr en varði hafði bæði fólk og ferfætlingar fjölmennt í veisluna til að fagna Hansa.
07.07.2020 - 14:43
Fann ástina aftur eftir erfiðan skilnað
Presturinn Hildur Eir Bolladóttir frá Akureyri er nú að ljúka erfiðri geisla- og lyfjameðferð við illkynja krabbameinsæxli í endaþarmi. Batalíkur hennar eru þó miklar og hún horfir keik fram á veginn við hlið ástmanns sín sem hún kynntist við óvenjulegar aðstæður.
07.07.2020 - 08:43
Það eina sem fer í gegnum hugann er „ekki deyja“
Valgeir Helgi Bergþórsson var svo heppinn að vera á staðnum og ná að bjarga lífi föður síns þegar hann hné niður fyrir framan sjónvarpið fyrir þremur árum síðan. Hann var hins vegar því miður ekki viðstaddur þegar bróðir hans, sem honum þótti afskaplega vænt um, lést tveimur árum síðar.
05.07.2020 - 09:50
Myndskeið
Sýndu samstöðu á Austurvelli og við Bræðraborgarstíg
Hundruð komu saman við Austurvöll í dag til að heiðra minningu þeirra sem létu lífið í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í vikunni. Aðstandendur fundarins krefjast þess að húsnæðismál innflytjenda verði bætt.
28.06.2020 - 20:21
Brjálaða Ingiríður í kosningakaffið
Á morgun fá Íslendingar tækifæri til að nýta sér lýðræðislegan kosningarétt sinn og kjósa sér forseta lýðveldisins. Áður fyrr tíðkaðist það í meira mæli en í dag að fólk klæddi sig upp í tilefni hvers kyns kosninga í sitt fínasta púss, greiddi sér og jafnvel bónaði bílinn áður en atkvæði var greitt.
26.06.2020 - 14:55
Spilaklúbbar og sviðaveisla húsálfanna í Vaglaskógi
Margir Íslendingar hafa heimsótt Vaglaskóg á sumrin, tjaldað þar og notið fuglasöngs og útiveru en ört vaxandi hópur dvelur þar allt sumarið hvert sumar. Auður Hansen er í hópi þeirra og hefur hún dvalið þar sumarlangt í meira en áratug, í fellihýsaþyrpingu.
26.06.2020 - 13:34
„Þessi hraði er kominn úr böndunum“
Ragna Fróðadóttir textílhönnuður og myndlistarmaður starfar í New York fyrir Li Edelkort sem er einn virtasti tískustefnuspámaður okkar tíma. Þær vilja meina að loksins sé að hægjast á tískubransanum og æ fleiri séu að verða meðvitaðir neytendur sem geri við flíkur frekar en að fleygja þeim.
26.06.2020 - 12:31
Fann kanó í fjárhúsi nágrannanna
Undir Eyjafjöllum er hægt að skella sér í siglingu á kanó og virða fyrir sér Vestmannaeyjar, Eyjafjöll, svartar strendur og seli.
25.06.2020 - 12:52
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Samfélagið
Þrastarfjölskylda í glugga mannanna
Þrastarhjón nýttu nótt eina fyrr í vor til að byggja sér hreiður. Það var í góðu tré og virtist vera í góðu skjóli. Þegar birti almennilega til horfðu þau í augun á furðu lostinni reykvískri mannafjölskyldu. Hreiðrið var alveg upp við gluggann á húsinu þeirra. Í stað þess að hætta við allt saman ákváðu þrestirnir að halda hreiðrinu. Kellann verpti eggjum sem svo klöktust. Innandyra naut fólkið þess að vera í návígi við fiðruðu fjölskylduna og fékk stórkostlega innsýn í líf og uppeldi unganna.
23.06.2020 - 16:25