Mannlíf

„Erfitt að halda sönsum en maður gerir sitt besta“
Halldór Armand Ásgeirsson segir kynningarstarfið sem fylgir bókaútgáfu kvíðvænlegt og gerólíkt því að sitja einn við skriftir eins og hann er vanur. Hann er búsettur í Berlín en er kominn til Íslands til að fylgja eftir nýrri skáldsögu eins og hægt er í heimsfaraldri.
30.10.2020 - 09:07
Aðeins lítill hluti gæludýra borgarinnar skráður
Skráningar gæludýra í Reykjavík eru í óvissu og aðeins um 2.000 hundar eru skráðir í borginni. Líklegt er talið að um 9.000 hundar gangi um götur borgarinnar samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr sem lögð var fram í umhverfis og heilbrigðisráði í vikunni.
30.10.2020 - 07:04
Sunnudagssögur
„Ég er sjúk í unglingana“
Grunnskólakennarinn Ólöf Ása Benediktsdóttir fékk viðurkenningu sem framúrskarandi kennari á Íslensku menntaverðlaununum. Að gerast kennari var þó aldrei ætlunin hjá henni en örlögin gripu í taumana og nú segist hún vera sjúk í unglingana sem hún kennir alla daga í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
29.10.2020 - 14:27
„Við fáum kusk í augun aftur og aftur“
Vinskapur þeirra Tinnu og Ylfings, þriggja ára leikskólafélaga, hefur vakið mikla athygli enda eru þau óaðskiljanleg. Þau hafa þó ekki hugmynd um hvað forfeður þeirra tengjast sterkum böndum en ef ekki væri fyrir ótrúlega aðstoð langafa Ylfings við tvítugan ungverskan flóttamann, langafa Tinnu, þá væri vinkona hans ekki einu sinni til.
29.10.2020 - 13:40
Sjósundvinkonur í Vesturbæ sem eru að molna að innan
Vinkonurnar tikka í öll réttu boxin, stunda réttu staðina, fara í fjallgöngur, baka úr lífrænu og heilsa fræga fólkinu, í nýrri farsakenndri skáldsögu Auðar Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur. En þó allt sé slétt og fellt á yfirborðinu býr einhver harmur undir niðri og brotin sjálfsmynd.
Myndskeið
Ætla að synda í köldum Þistilfirðinum í allan vetur
Hálfgert sjósundæði hefur gripið um sig á Þórshöfn og hópur kvenna þar hefur farið reglulega í sjóinn í allt haust. Þær segja að allt, sem þeim hafi verið sagt um hve sjósund er hollt og hressandi, hafi staðist.
28.10.2020 - 22:14
Dansinn snýst um að velja lífið fram yfir dauðann
Vinur tónlistarmannsins Svavars Knúts hafði nýlega svipt sig lífi þegar Svavar samdi lagið Dansa, sem tryggði honum sigur í trúbadorakeppni Rásar 2 árið 2006. „Það er um baráttuna á milli ljóss og myrkurs í sálinni, þegar við stöndum frammi fyrir valkostum um hvort við ætlum að lifa ekki ekki,“ segir hann um lagið sem kom honum á kortið.
28.10.2020 - 15:22
Ekkert í boði annað en að lifa sorgina af
„Hvern gat ég verið reið við yfir að missa barnið mitt? Guð?“ segir Gullveig Teresa Sæmundsdóttir fyrrum ritstjóri sem missti dóttur sína aðeins tveggja ára gamla úr krabbameini og síðar bróður sinn fyrir aldur fram úr sama sjúkdómi. Þrátt fyrir miklar sorgir nýtur hún lífsins jákvæð og brosmild og segir að það sé skemmtilegt og gott. Gullveig er kaþólsk og skriftaði sem barn en trúir ekki á himnaríki lengur.
28.10.2020 - 12:41
Sögur af landi
Menntaskólinn á Ísafirði fagnar 50 árum
Í byrjun október fögnuðu nemendur og starfsfólk Menntaskólans á Ísafirði 50 ára starfsafmæli skólans. Á þessum tímamótum hafa nemendur við skólann aldrei verið fleiri. Áfangastjóri skólans segist oft hugsa með mikilli hlýju til þeirra heimamanna sem unnu að því hörðum höndum að koma af stað framhaldsskóla í heimabyggð.
27.10.2020 - 14:08
Lítur ekki öðruvísi á lífið eftir heilaáföllin
Mannskætt snjófljóð féll á Flateyri árið 1995 en þá var Katrín Björk Guðjónsdóttir aðeins tveggja og hálfs árs. Katrín heldur úti vinsælu bloggi þar sem hún rifjaði í gær upp flóðið, húsið hennar sem eyðilagðist og æðruleysið sem hefur fylgt henni síðan þessi skelfilegi atburður átti sér stað. Það hefur hjálpaði henni mikið í bataferli eftir heilaáföll sem hún fékk á fullorðinsárum.
Jólamarkaðnum í Nürnberg aflýst
Borgaryfirvöld í Nürnberg í Þýskalandi aflýstu í dag hinum víðfræga jólamarkaði, sem þar hefur verið haldinn á aðventunni frá ómunatíð. Í yfirlýsingu sem Marcus König borgarstjóri sendi frá sér segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir langa yfirvegun. Það hafi orðið ofan á að vernda heilsu þeirra sem hygðust sækja markaðinn.
26.10.2020 - 16:42
„Við höfum öll verið Jaja dingdong-gæinn“
Hjarta Katrínar Júlíusdóttur, sem var að gefa út sína fyrstu bók, er í laginu eins og Kópavogur. Hún segir marga haldna fordómum gagnvart bænum og geri grín en hún, sem er jafnan kölluð Kata úr Kópavogi, er stolt af honum. Henni þykir líka afar vænt um Húsavík þar sem hún dvaldi mikið sem barn og tengdi hún mikið við Eurovision-mynd Wills Ferrels og Húsvíkingana sem þar birtust.
26.10.2020 - 15:02
Landinn
Eina hafnsögukona landsins
Sheng Ing Wang er eina hafnsögukona landsins og líklega jafnframt sú fyrsta. Hún flutti til Ísafjarðar frá Taívan til að sækja nám í haf- og strandsvæðastjórnun, sem vatt upp á sig.
26.10.2020 - 14:30
Samfélagið
4% Íslendinga finna enga fiskifýlu
Hæfileikinn til þess að umbera fiskifýlu og þykja hún jafnvel góð er langalgengastur hér á landi. Rósa Gísladóttir er á meðal þeirra sem gerður rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á lyktarskyni. Hún segir að sumir finni ekki ógeðsfýluna sem flestir þekkja af skötu, hákarli eða úldnum fiski og að það séu erfðir sem stjórna því.
26.10.2020 - 11:54
Gunnar læsti sig inni í herbergi á fyrsta stefnumótinu
„Þetta var versta fyrsta deit allra tíma,“ segir Gunnar Helgason um það þegar hann bauð eiginkonunni fyrst í mat heim til sín. Hann hafði verið hrifinn af henni í eitt og hálft ár en tók því svo illa þegar hún sigraði hann í tafli að hann henti taflborðinu á gólfið og lokaði sig inni. Hjónin hafa verið saman í þrjátíu ár og eru bæði að gefa út bók fyrir jólin.
„Jafnvel fullorðið fólk stríddi mér“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri stamar. Sem barn var honum mikið strítt, bæði af jafnöldrum og fullorðnu fólki, og þegar hann tók við embætti seðlabankastjóra reyndu mótherjar jafnvel að nota stamið gegn honum. Hann kíkti í Síðdegisútvarpið í tilefni alþjóðlegrar vitundarvakningar um stam og hvatti ungt fólk til að láta stamið ekki stoppa sig.
23.10.2020 - 11:03
Aldrei fleiri mannslát í eldsvoðum
„Það hafa komið upp samtals 201 bruni það sem af er ári. Þar af 43 sem við flokkum sem F1, eða útkall í hæsta forgangi. Það gefur okkur vísbendingu um hvort bruninn er mikill eða alvarlegur. Brunar þar sem fólk hefur látið lífið eru fjórir, þeir hafa kostað sex manneskjur lífið, því miður,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnafulltrúi brunavarnarsviðs Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. „Það hafa ekki orðið svona mörg mannslát af völdum eldsvoða á Íslandi síðan einhverntíman fyrir 1980,“ segir hún.
22.10.2020 - 11:10
Hundurinn stundum kjaftfor „en hann gefur mér mikið“
„Það er kannski ofsagt að ég hefði glaður skipt á hundinum og konunni minni því ég elska þau bara bæði,“ segir Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðamaður og rithöfundur. Hann gaf nýverið út bók sem hann skrifaði ásamt Theobald, frönskum bolabít sínum.
22.10.2020 - 08:58
Mannlegi þátturinn
Fannst barneignir álíka freistandi og að kveikja í sér
„Ég þorði ekki að sitja á móti strákum, ég var svo hrædd um að verða ólétt bara við það,“ segir tónlistarkonan Unnur Birna Bassadóttir sem er haldin fæðingarótta eða tókófóbíu, sem er mun algengari en flestir gera sér grein fyrir. Hún gengur með sitt fyrsta barn og er þrátt fyrir allt spennt fyrir móðurhlutverkinu.
20.10.2020 - 15:33
Okkar á milli
„Það vita allir að þetta eru svartir peningar“
„Það á ekki að vera hægt að fólk labbi um með úttroðin umslög og skjalatöskur með peningum,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff. Hún hefur lengi látið til sín taka í viðskiptalífinu og stýrir einu elsta fjölskyldufyrirtæki landsins en áður hafði afi hennar og svo faðir gengt sama starfi. Allt hófst ævintýrið með einni saumavél fyrir tæpri öld síðan.
20.10.2020 - 10:42
Bærinn Asbestos í Kanada fær nýtt nafn um áramótin
Bærinn Asbestos í Quebec-fylki í Kanada fær bráðum nýtt nafn, sem íbúar vona að laði fólk til bæjarins frekar en fæla það frá.
20.10.2020 - 05:19
Gleymdar gyðjur súrrealismans
Leonor Fini, Nusch Eluard, Dora Maar og fleiri konur innan hreyfingar súrrealistanna hafa með tímanum fallið í gleymskunnar dá. Einhverjar þeirra eru þekktastar sem viðfangsefni, módel og músur listamanna, en í seinni tíð hafa þær fengið þann sess sem þær eiga skilið innan listasögunnar.
Fékk COVID og hélt hann væri í haldi hryðjuverkamanna
„Þetta er það versta sem ég hef lent í, bæði að vera svona fastur og líka að upplifa að þínir nánustu viti ekkert hvar þú ert,“ segir Kristján Gunnarsson sem veiktist af COVID-19 fyrir um sjö mánuðum. Tvö fyrstu prófin sem hann fór í reyndust neikvæð en þegar kom í ljós að hann væri sýktur var hann hætt kominn og þurfti að vera í tvær vikur í öndunarvél. Hann var í miklu lyfja- og hitamóki sem olli ranghugmyndum og martröðum.
18.10.2020 - 13:58
Forsetakappræður og tilgangsleysi lífsins
Djöflar og tilgangsleysi lífsins eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kappræður varaforsetaefna eiga í hlut. Það breyttist þó í síðustu viku þegar fluga flaug inn á sviðið og settist á höfuð Mike Pence.
17.10.2020 - 12:15
Elstu tvíburar landsins staðráðnar í að verða 100 ára
Elstu eineggja tvíburar landsins, systurnar Svanhildur og Hlaðgerður Snæbjörnsdætur, fagna 98 ára afmæli sínu í dag. Engir aðrir íslenskir tvíburar hafa náð svo háum aldri. Þær systur segjast staðráðnar í að verða alla vega hundrað ára.
14.10.2020 - 12:33