Lögin

Ný lyfjalög gætu haft afleiðingar á Grenivík
Heilbrigðisráðuneytið vinnur nú að lokagerð frumvarps að nýjum lyfjalögum sem ráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í haust. Verði frumvarpið að lögum óbreytt frá síðustu drögum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir lyfjaframleiðslufyrirtækið Pharmarctica á Grenivík, segir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
13.08.2019 - 12:29
Geta skipt um nafn um leið og lögin taka gildi
Eftir að lög um kynrænt sjálfræði taka gildi tekur nafnabreyting hjá Þjóðskrá einungis þrjá til fimm virka daga. Þá getur hver sem er, óháð kyni, tekið sér hvaða nafn sem er á skrá. 
26.06.2019 - 13:52
Sveitarfélög óttast innflutning á hráu kjöti
Átta sveitarfélög á Norðurlandi hafa séð ástæðu til að fjalla um fyrirhugaðar breytingar á frumvarpi landbúnaðarráðherra á lögum um matvæli. Öll hafa þau miklar áhyggjur og sjö þeirra samþykktu yfirlýsingar um andstöðu og/eða áhyggjur af breytingunum. 
15.03.2019 - 14:39
Fyrsti Jamaíkinn til að fá lögmannsréttindi
Claudie Ashonie Wilson er fyrsti innflytjandi lands utan Evrópu sem fær réttindi héraðsdómslögmanns hér á Íslandi. Hún fæddist á Jamaíku en fluttist til Íslands fyrir 15 árum, kynntist íslenskum manni og settist að á Selfossi. Þaðan lá leiðin í framhaldsskóla og seinna í Háskólann í Reykjavík þar sem hún stundaði nám í lögfræði. Hún starfar nú á lögmannsstofunni Rétti við Klapparstíg og sérhæfir sig í mannréttindamálum og málefnum innflytjenda.
30.11.2016 - 11:47
Hlustaðu á lögin sem keppa í kvöld
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í kvöld. Þá keppa sex flytjendur um að komast áfram í úrslit en þrír komast áfram. Högni Egilsson flytur opnunaratriði kvöldsins en mikil leynd ríkir yfir því. Þá munu Pollapönkarar flytja syrpu af Eurovision-lögum.
13.02.2016 - 12:39
Hafa trú á íslensku útgáfunni af Ég á líf
Páll Óskar Hjálmtýsson, telur að höfundar framlags Íslands í ár í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi fylgt eigin sannfæringu þegar þeir ákváðu að hafa lagið á íslensku. Sigríður Beinteinsdóttir telur að íslenskur texti lagsins eigi eftir að hljóma vel í eyrum útlendinga.
16.03.2013 - 18:33