Ertu til í að skoða loftslagsdæmið með okkur?

HugmyndadagarÁ næstu áratugum þurfa að verða hraðar breytingar sem snerta öll svið lífs okkar. Þó að stjórnvöld og fyrirtæki beri mesta ábyrgð þá verður dæmið aldrei leyst án okkar, almennings.

Þrjú heimili

Rás 1 og ráðgjafarfyrirtækið Environice leita nú að fjölskyldum, sambúðarfólki eða einstaklingum sem eru til í að stíga út fyrir þægindarammann, leggja spilin á borðið og taka venjurnar í gegn með það að markmiði að minnka kolefnisspor heimilisins um að minnsta kosti 25%. Þrjú heimili verða valin til þátttöku. Vegferðin hefst þann 15. september og stendur til 30. nóvember. 

Ráðgjafar frá Environice meta kolefnisspor hvers heimilis og verða þátttakendum innan handar í ferlinu. Þátttakendur fá líka aðstoð frá markþjálfa og fólki í nærsamfélaginu. Þeir geta valið að leggja áherslu á að minnka losunina á sem flestum sviðum eða horfa fyrst og fremst á eitthvert eitt svið, t.d. samgöngur eða mataræði.

Þátttakendur taka líka þátt í útvarpsþáttavinnslu. Þeir senda verkefnisstjóra stutta hljóðupptöku tvisvar í viku, um hvernig þeim gengur, og ræða opinskátt um reynslu sína og loftslagsmálin almennt í viðtölum við verkefnisstjóra á tveggja vikna fresti.

Hversu mikil áhrif getur venjulegt fólk haft?

Verkefnið snýst ekki um fullkomnun heldur um ferðalagið sjálft; litlu sigrana, hindranirnar og þær spurningar og vangaveltur sem kvikna á leiðinni. Við ræðum hversu mikil áhrif venjulegt fólk getur raunverulega haft og hvað þarf til að það geti lagt meira af mörkum. 

Ferðalagi þátttakenda verður lýst í útvarpsþáttum sem verða fluttir á Rás 1 í janúar og febrúar árið 2021 og birtar umfjallanir á vef Ríkisútvarpsins. Í þáttunum verður líka leitað svara við ýmsum spurningum um áhrif lífsstíls okkar á loftslagið. Hvort hefur til dæmis meiri loftslagsáhrif að fara í sunnudagsbíltúr á gömlum bensínskrjóð eða hámhorfa á Netflix? Þetta getur verið svolítið völundarhús. 

Við viljum hafa þátttakendur sem fjölbreyttasta og heimilin verða ekki öll í sama landshluta.

Verkefnið er samstarfsverkefni Rásar 1, Environice og Arnhildar Hálfdánardóttur fréttamanns og er styrkt af Loftslagssjóði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst.

 

Svaraðu nokkrum spurningum og sæktu um hér fyrir neðan.

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn á [email protected]

Farið verður með þær upplýsingar sem umsækjendur veita sem trúnaðarmál. Þær verða einungis nýttar við val á þátttakendum og engum upplýsingum verður miðlað tll þriðju aðila. Mikilvægt er að umsækjendur hafi fengið leyfi annarra heimilismanna, eftir því sem við á, áður en umsókn er send inn.

Í persónuverndaryfirlýsingu RÚV má finna nánari upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar umsækjenda. 

 
 

nike wmns air max thea pink dress pants black