Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Minnisvarði um hverfult listform
Lesendur eru í öruggri handleiðslu Jóns Viðars Jónssonar í bókinni Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965, mati ritdómara Víðsjár. „Textinn er fágaður og rennur vel, bókin er áhugasömum afskaplega skemmtileg aflestrar og Jón Viðar leitar víða fanga.“
06.02.2020 - 15:41
Gagnrýni
Húmorísk sýning um plastið og vatnið eftir heimsendi
„Það sést á Eyðum að hér hefur verið komið á góðu samstarfi með skýrri sýn,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár um leikdansverkið Eyður sem hópurinn Marmarabörn setti upp á stóra sviði Þjóðleikhússins.
27.01.2020 - 09:49
Gagnrýni
Fjörug og skemmtileg ljóð sem dansa
„Sýningin er ekki gallalaus en hún er fjörug og skemmtileg, með mikið af hestum, köttum, uppfull af leikgleði og dramatík og ég mæli eindregið með henni fyrir aðdáendur Gerðar Kristnýjar,“ segir leikhúsrýnir um sýninguna Dansandi ljóð sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Lifi kaldhæðnin!
Leiksýningin Helgi Þór rofnar, eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, er bráðfyndin og skemmtileg, að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda.
Gagnrýni
Í viðjum vanans  
„Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda er eins nálæg ímynd hins klassíska leikhúss og hugsast getur. Áherslan er öll á að koma leikriti Tsjekhovs til skila í fallegum umbúðum og með góðum leik,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi. Hins vegar vanti að tekin sé skýr leikstjórnarleg afstaða til verksins og stórum spurningum um mikilvægi þess sé ekki svarað.
Gagnrýni
Gamalt, ryðgað skilti
Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda ber með sér að ósiðir íslensks leikhúss hafi borið leikstjórann ofurliði segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
Gagnrýni
Meyrir kjúklingar og þyrstar tíkur
Sýningin Teenage Songbook of Love and Sex er einlæg, fyndin og vandræðaleg segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Þar stígi efnilegt tónlistarfólk á svið en þó vanti punktinn yfir i-ið til að hún fangi til fullnustu möguleikana sem felast í hugmyndinni
Gagnrýni
Áhorfandi leikur gagnrýnanda
Það ríkir hressileg anarkía hugmynda í leiksýningunni Engillinn sem sýnd er á fjölum Þjóðleikhússins.
09.01.2020 - 12:56
Gagnrýni
Satan og föruneyti hans stjörnur sýningarinnar
Leikhúsrýnir Víðsjár fór sáttur úr Þjóðleikhúsinu af Meistaranum og Margarítu og mælir eindregið með sýningunni fyrir þá sem hafa gaman af leikhústöfrum og góðum sögum.
Gagnrýni
Djöfullinn dansar í Þjóðleikhúsinu
Sterk ást á bók og texta verður uppfærslu á Meistaranum og Margarítu til trafala, að mati Brynhildar Björnsdóttur gagnrýnanda. Leikhópurinn skili glæstri frammistöðu en erindið til samtímaleikhússgesta sé takmarkað.
06.01.2020 - 20:00
Gagnrýni
Uppbyggingar og ánægjustundir í Borgarleikhúsi
María Kristjánsdóttir fjallar um bækur á sviði, sýningarnar Um tímann og vatnið og Skjáskot í Borgarleikhúsinu sem byggjast á bókum eftir Andra Snæ Magnason og Berg Ebba Benediktsson. „Þetta eru ólíkir menn þó báðir séu ættaðir úr Norður Þingeyjarsýslu, liggi mikið á hjarta og báðir gefi út bækur á þessu ári. Og ólíkt er hvernig þeir takast á við viðfangsefnið,“ segir María.
Gagnrýni
Átakamikil klassík
„Hilmi Snæ Guðnasyni og Nínu Dögg Filippusdóttur tekst nánast hnökralaust að veita áhorfendum hlutdeild í líðan og upplifun persónanna án þess að stytta sér leið, undir styrkri leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur,“ segir í gagnrýni Karls Ágústs Þorbergssonar um leikritið Eitur sem nú er sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikurinn er afar raunsær og lágstemmdur
25.11.2019 - 19:50
Gagnrýni
Fólkið þarf sinn Laxness
„Þessi uppsetning á Atómstöðinni í samtali við nútímann er um margt áhugaverð, kraftmikil og spennandi þó stundum sé nánast eins og leikstjórinn og höfundur leikgerðar hafi færst of mikið í fang,“ segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi um sýninguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Velheppnaður hollenskur harmleikur
Leikritið Eitur, sem sýnt er á fjölum Borgarleikhússins, er pottþétt verk í vandaðri uppfærslu með góðum leikurum að mati Snæbjörns Brynjarssonar gagnrýnanda.
09.11.2019 - 13:00
Gagnrýni
Gamall og nýr Halldór
Leikgerð Halldórs Laxness Halldórssonar og Unu Þorleifsdóttur í Þjóðleikhúsinu, Atómstöðin – endurlit, er flott tilraun að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda. „Hnitmiðaðri hefði ádeilan kannski mátt vera, verkið ekki alveg svona langt en ég var þó ansi ánægð með þessa frumraun Halldórs Laxness Halldórssonar sem reynist ekki bara vera fyndinn.“
06.11.2019 - 11:21
Gagnrýni
Snillingurinn í frumskóginum
Ímynd snillingsins er mátuð við þekktar klisjur um hinn sérlundaða listamann með náðargáfurnar í leiksýningunni Stórskáldið í Borgarleikhúsinu. „Þrátt fyrir dramatíska söguna í forgrunni verksins er sýningin hnyttin og full af húmor,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Leikhúsi og kvikmynd teflt saman í eina heild
„Það er ansi valt að treysta nokkrum sköpuðum hlut í þessari sýningu eða festa í hólf,“ segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi um Stórskáldið, leiksýningu Björns Leós Brynjarssonar í Borgarleikhúsinu. „Hún virðist fyrst og fremst sköpuð til að koma áhorfanda á óvart, sköpuð til að skemmta.“
Gagnrýni
Að drepast úr hlátri
Það er leikið af miklum hraða og krafti í farsanum Sex í sveit segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi. „Tímasetningar eru góðar og sýningin nær hnökralaus fram yfir hlé. En þá fer eðlilega að kenna þreytu jafnt hjá leikendum sem áhorfanda.“
17.10.2019 - 11:25
Gagnrýni
Dragsýning sem tekur sig ekki alvarlega
Dragfögnuður fjöllistahópsins Endurnýttar væntingar er fersk og skemmtileg sýning sem tekur sig ekki of alvarlega. Snæbjörn Brynjarsson skemmti sér vel og segir að aðdáendur drags á Íslandi ættu ekki að láta hana fara framhjá sér.
Gagnrýni
Sviðsetning á sjálfinu
Sýningin HÚH! er einlæg, fyndin og kaldhæðnisleg en þyrfti fleiri og breiðari sjónarhorn, að mati Brynhildar Björnsdóttur gagnrýnanda, sem tók þessa nýjustu uppfærslu leikhópsins RaTaTam fyrir í Menningunni.
30.09.2019 - 19:50
Gagnrýni
Kómískur kraftur á kostnað dramatísks kjarna
Leiksýningin Ör, eftir Auði Övu Ólafsdóttur, er virðingarverð tilraun til að takast á við erfiðleika hinnar hversdagslegu tilvistar mannsins, segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Unga fólkið tekur völdin
Það er á stundum „einhver bresk natúralísk ofgnótt og smásmygli“ hjá leikstjóra Brúðkaups Fígarós, segir María Kristjánsdóttir leikhúsgagnrýnandi. En ungar söngkonur sýningarinnar, Eyrún Unnarsdóttir og Karin Björg Thorbjörnsdóttir lofa góðu.
Gagnrýni
Ádeila á stöðu konunnar í stríði
Mutter Courage eftir Bertolt Brecht er talið með bestu leikverkum tuttugustu aldarinnar og eitt kröftugasta stríðsádeiluverk sögunnar. Verkið er útskriftarverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands og fjallar María Kristjánsdóttir leiklistarrýnir um sýninguna.
Viðtal
„Nánast eins og kjaftshögg“
Leikritið Kæra Jelena fjallar um hóp nemenda sem heimsækir kennarann sinn á afmæli hennar. Þau virðast hafa í hyggju að koma henni skemmtilega á óvart en fljótt kemur í ljós að annað hangir á spýtunni. Valur Grettisson rithöfundur segir handritið hafa nánast slegið sig utanundir.
Gagnrýni
Ærslafull skothríð á frjálslynt samfélag
Í leikritinu BÆNG! leikur samstilltur leikhópur sér að klisjum og deilir á öfgahægri öfl, pópúlisma og afstöðulaust frjálslyndi, að mati gagnrýnandi Menningarinnar.
06.05.2019 - 19:50