Leikhúsgagnrýni

Gagnrýni
Frumleg frumraun um tímaflakk og veröld fulla af rusli
Kafbátur er nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Gunnar Eiríksson, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Þetta er frumleg frumraun, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „með persónum sem eru nægilega kómískar til að fá krakka og fullorðna til að hlæja.“
Gagnrýni
Hvað myndum við gera ef nashyrningar gerðu innrás?
Er leiksýningin Nashyrningarnir enn ein uppfærslan sem mætir of seint í partýið, spyr Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi, „til að velta vöngum yfir popúlisma í pólitík nútímans, vaxandi rasisma og jafnvel Donald Trump?“
Gagnrýni
Klámfengin þeysireið
The Last Kvöldmáltíð er nýtt íslenskt leikverk eftir Kolfinnu Nikulásdóttur í leikstjórn Önnu Maríu Tómasdóttur. Verkið er ekki fyrir viðkvæma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Frumleg framsetning á einu athyglisverðasta dómsmálinu
Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi Víðsjár fjallar um leiksýninguna Sunnefu sem leikhópurinn Svipir frumsýndi í leikstjórn Þórs Tulinius í Tjarnarbíói í síðustu viku. Verkið fjallar um Sunnefu Jónsdóttur sem var tvisvar dæmd til dauða fyrir blóðskömm á fyrri hluta 18. aldar en reis upp gegn yfirvaldinu.
Gagnrýni
Spennandi tilraun sem hefði mátt hanga betur saman
Pólsk-íslenska leiksýningin Úff, hvað þetta er slæm hugmynd, sem sýnd er í Tjarnarbíói, er skemmtileg og spennandi tilraun sem skoppar í athyglisverðar áttir, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Hún hefði þó mátt við meiri meiri úrvinnslu og aga.
Gagnrýni
Vísindaskáldskapur sem hittir í mark hjá þeim yngstu
Sýningin Geim mér ei í Þjóðleikhúsinu er prýðileg sem fyrsta leikhúsupplifun barna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Metnaðarfull sýning sem heppnast ágætlega
Sýningin Vertu úlfur veltir upp spurningum um hvort yfirhöfuð sé hægt að líta á geðsjúkdóma sem sjúkdóma, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Það væri manískt verkefni að reyna að svara öllu þessu í einni uppfærslu. Leiksýningar eru líka hentugri miðill til að spyrja en að svara með skýrum hætti.“
Gagnrýni
Fallegt verk sem hefur alla burði til að verða sígilt
Leiksýningin Fuglabjargið er sú fyrsta í nokkurn tíma sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, segir að verkið einkennist af listrænum metnaði og það sé holl upplifun fyrir bæði börn og fullorðna.
Gagnrýni
Ágætt framhald með fáum feilnótum
Friðgeir Einarsson stendur sig mjög vel í Útlendingnum, tónlistin er ágæt og sviðsmyndin sterk, en leikritið skortir þó úrlausn og er ekki jafn sterkt og fyrra verk sama listræna teymis, Club Romantica,
Gagnrýni
Frábærir leikarar hífa upp leikrit í meðallagi
„Stóra spurningin fyrir sýningar eins og þessar sem hvíla á herðum tveggja leikara, og byggjast á plotti sem virðist í grófum dráttum næfurþunnt er hvort sagan og leikurinn gangi upp,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, gagnrýnandi, um leiksýninguna Upphaf í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Harmræn saga móður sögð með húmor
„Þetta er greinilega saga sem hún hefur gaman af að segja og það smitast til áhorfenda,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár sem telur Ilmi Kristjánsdóttur farast burðarhlutverk Kópavogskróniku vel úr hendi – en hún er einnig annar höfundur leikgerðarinnar eftir bók Kamillu Einarsdóttir.
02.10.2020 - 12:42
Gagnrýni
Þunnur efniviður og sveiflur í gæðum
Það er margt sem gæti verið gaman að sjá tekið lengra í íslensku nútímaóperunni Ekkert er sorglegra en manneskjan, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Samstarf höfunda virðist fela í sér spennandi möguleika en listræn afkastageta hópsins hafi ekki verið hámörkuð.
Gagnrýni
Óþægileg samkennd með ófullkomnu fólki
Það er ekki alltaf auðvelt að segja til um hvar samúð áhorfenda á að liggja í leikverkinu Oleanna, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. „Að mörgu leyti höfum við þegar skipt okkur í fylkingar áður en við sjáum þetta verk.“
Gagnrýni
Gleði, hugmyndaflug og fagrar myndir Gosa
Gleðin ríkir í nýrri leiksýningu Borgarleikhússins um spýtustrákinn Gosa, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi.
09.03.2020 - 13:23
Gagnrýni
Hoppað milli tveggja heima
Verkið Er ég mamma mín? kallast með skýrum hætti á við samfélagsumræðuna og er gamansamt en um leið persónulegt innlegg í hana, að mati Karls Ágústs Þorbergssonar gagnrýnanda.
02.03.2020 - 19:50
Gagnrýni
Allt er þegar þrennt er
Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag er tæknilega vel leyst leiksýning, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi. Þótt erfitt sé að halda söguþræði sé hún skemmtileg og helstu veikleikar fyrri sýningarinnar horfnir.
Gagnrýni
Afstöðulaus endursýning
Karli Ágúst Þorbergssyni gagnrýnanda er spurn hver sé ástæða þess að Þjóðleikhúsið ákveði að segja sögu tæplega 50 ára gamallar bíómyndar á sviði, í nánast óbreyttri mynd í leikverkinu Útsending. „Er það til þess að endurtaka sögu sem sló í gegn annars staðar í þeirri von um að hún slái í gegn hér? Er það þá gróðasjónarmið sem ráða ríkjum, sömu gróðarsjónarmið og er verið að gagnrýna í sýningunni sjálfri?“
25.02.2020 - 19:50
Gagnrýni
Þau kúka, pissa, ropa, æla og grenja
Leiksýningin Mæður í Iðnó er fyrir allar mæður, ungar og gamlar, segir María Kristjánsdóttir gagnrýnandi. „Undir lokin þegar vinátta hefur myndast meðal kvennanna á sviðinu og þær lofsyngja mæður sínar þá teygir sú vinátta sig yfir alla salinn, vinkvennahópurinn verður risastór.“ 
20.02.2020 - 09:15
Gagnrýni
Vel heppnuð sýning sem þó mætti rista dýpra
Uppfærslan Er ég mamma mín? er vel uppbyggð og að mörgu leyti vel lukkuð sýning, segir Snæbjörn Brynjarsson gagnrýnandi. Hún sé fyndin og umgjörð öll til fyrirmyndar, en á móti komi að persónusköpun sé á köflum ótrúverðug og kafað hefði mátt dýpra.
Gagnrýni
Örvænting og alsæla nýbakaðra mæðra
Senur leikritsins Mæður eru sumar hverjar sprenghlægilegar, aðrar harmþrungnar, en fyrst og fremst raunsannar mati Brynhildar Björnsdóttur gagnrýnanda.
13.02.2020 - 11:30
Gagnrýni
Minnisvarði um hverfult listform
Lesendur eru í öruggri handleiðslu Jóns Viðars Jónssonar í bókinni Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965, mati ritdómara Víðsjár. „Textinn er fágaður og rennur vel, bókin er áhugasömum afskaplega skemmtileg aflestrar og Jón Viðar leitar víða fanga.“
06.02.2020 - 15:41
Gagnrýni
Húmorísk sýning um plastið og vatnið eftir heimsendi
„Það sést á Eyðum að hér hefur verið komið á góðu samstarfi með skýrri sýn,“ segir leikhúsrýnir Víðsjár um leikdansverkið Eyður sem hópurinn Marmarabörn setti upp á stóra sviði Þjóðleikhússins.
27.01.2020 - 09:49
Gagnrýni
Fjörug og skemmtileg ljóð sem dansa
„Sýningin er ekki gallalaus en hún er fjörug og skemmtileg, með mikið af hestum, köttum, uppfull af leikgleði og dramatík og ég mæli eindregið með henni fyrir aðdáendur Gerðar Kristnýjar,“ segir leikhúsrýnir um sýninguna Dansandi ljóð sem nú er á fjölum Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Lifi kaldhæðnin!
Leiksýningin Helgi Þór rofnar, eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, er bráðfyndin og skemmtileg, að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda.
Gagnrýni
Í viðjum vanans  
„Uppsetning Borgarleikhússins á Vanja frænda er eins nálæg ímynd hins klassíska leikhúss og hugsast getur. Áherslan er öll á að koma leikriti Tsjekhovs til skila í fallegum umbúðum og með góðum leik,“ segir Karl Ágúst Þorbergsson gagnrýnandi. Hins vegar vanti að tekin sé skýr leikstjórnarleg afstaða til verksins og stórum spurningum um mikilvægi þess sé ekki svarað.