Langanesbyggð

Myndband
Segir staðsetningu Finnafjarðar einstaka
Framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins Bremenports segir að staðsetning Finnafjarðar sé einstök og þeir hefðu ekki getað valið betri stað í heiminum fyrir alþjóðlega stórskipahöfn. Við undirritun samninga í dag, um þróun og uppbyggingu í Finnafirði, kom fram að áætlaður undirbúnings- og hönnunarkostnaður verður tæpar 700 milljónir króna.
11.04.2019 - 18:56
Baráttuvilji á Bakkafirði
Klár baráttuvilji er í fólki og mikil samstaða, segir Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Verkefnið Brothættar byggðir á Bakkafirði fari fer vel af stað en íbúar og hagsmunaaðilar samfélagsins fjölmenntu á íbúaþing um helgina.
01.04.2019 - 12:42
Líf færist í verslun á Bakkafirði
Verslun verður opnuð á Bakkafirði á ný eftir alllangt hlé. Sveitarstjórnin hefur gert samkomulag við Þorkel Gíslason um rekstur verslunar, þjónustumiðstöðvar og tjaldvæðis í þorpinu. Þorkell ætlar líka að setja upp og reka gistiheimili í skólahúsinu.
19.03.2019 - 15:48
Ætlar að hlusta á athugasemdir íbúa
Ekki hefur verið ákveðið hvort ríkið hættir að styrkja flug til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar, í samræmi við drög að stefnu ríkisins. Ráðherra segir að hlustað verði á sjónarmið íbúa. 
Gangnamaður féll af hestbaki á Hvammsheiði
Hópur frá björgunarsveitinni Hafliða á Þórshöfn var sendur af stað ásamt sjúkraflutningamönnum á þriðja tímanum í dag vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði. Að sögn Davíðs Márs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar þurfti að aka um 30 kílómetra leið á seinförnum vegi til að komast að manninum.
08.09.2018 - 17:02
Hefði viljað sjá aðgerðir frekar en nýja nefnd
Oddviti Langanesbyggðar segist hefði viljað sá beinar aðgerðir til bjargar byggðinni á Bakkafirði í stað þess að stofna enn einn starfshópinn. Mikill vandi steðjar að Bakkafirði og ný nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skoðar aðferðir til lausnar.
30.07.2018 - 20:04
Framtíðarlistinn í meirihluta í Langanesbyggð
Niðurstöður liggja fyrir í Langanesbyggð. Tveir listar voru í kjöri. Framtíðarlistinn hlaut 58,8 prósent atkvæða fékk fjóra menn kjörna, tveimur fleiri en síðast, og U-listinn 41,2 prósent sem tryggir þeim þrjá menn áfram í sveitarstjórn. Á kjörskrá voru 357 og kusu 323, eða 90,5 prósent.
Segir kjósendum mismunað
Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir framkvæmd utankjörfundar á landsbyggðinni og segir kjósendum mismunað. Í bókun, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar síðdegis, eru stjórnvöld sögð sýna algjört skilningsleysi á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum og skorað á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.
Þurfa að keyra um langan veg til að kjósa
Boðið er upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í innan við helmingi sveitarfélaga landsins. Dæmi eru um að íbúar þurfi að keyra rúmlega 300 kílómetra til þess að kjósa utan kjörfundar. Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ, segir tilefni til þess að kanna kosti þess að sveitarfélög taki við umsjón utankjörfundaratkvæðagreiðslu af sýslumönnum. 
Ákærður fyrir að skoða LÖKE eftir brunann
Héraðssaksóknari hefur ákært lögregluvarðstjóra á Norðurlandi eystra fyrir brot í opinberu starfi. Maðurinn var í veikindaleyfi og fletti upp í lögreglukerfinu LÖKE með lykilorði annars lögreglumanns, og skoðaði skjöl um bruna Grillskálans á Þórshöfn. Maðurinn rak Grillskálann á þeim tíma og byrjaði að skoða skjöl í LÖKE tveimur dögum eftir að skálinn brann.
16.04.2018 - 11:19
Lekur bátur dreginn til hafnar við Langanes
Bátur með þriggja manna áhöfn er á leið til hafnar í fylgd björgunarsveita frá Þórshöfn og Raufarhöfn. Bátar sem voru á svæðinu eru með hann í togi. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitinni Hafliða í Þórshöfn er báturinn á leið þangað – eftir því sem menn best viti hafi báturinn tekið niðri og leki komið að honum vestan við Langanes. Ekkert ami að mönnunum um borð, aðstæður séu með besta móti og brakandi blíða
Framtíðarlistinn býður fram í Langanesbyggð
Framtíðarlistinn ætlar að bjóða aftur fram í Langanesbyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þorsteinn Ægir Egilsson, núverandi oddviti sveitarfélagsins, er í fyrsta sæti.
Fréttaskýring
Langanesbyggð stjórnað í skugga illdeilna
Pólitískur óstöðugleiki, deilur og áföll hafa einkennt kjörtímabilið sem nú er að ljúka í Langanesbyggð. Þrír meirihlutar hafa verið myndaðir á kjörtímabilinu og fimm oddvitar farið fyrir sveitarstjórninni. Reynt hefur verið að koma sveitarstjóranum frá og sakar minnihlutinn meirihlutann um óheiðarleika. Ráðist hefur verið í umfangsmestu framkvæmdir síðari ára, sem hafa þó ekki allar komið til af góðu. 
Sjoppan skiptir samfélagið miklu máli
Endurbygging grillskálans á Þórshöfn er vel á veg komin en sá fyrri varð eldi að bráð í fyrra. Heimamenn eru glaðir, enda skiptir sjoppan samfélagið miklu máli. 
18.12.2017 - 10:45
Umrót í stjórnmálum hefur tafið uppbyggingu
Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að stjórnarslit og kosningar hafi tafið vinnu við endurreisn Bakkafjarðar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og lausn ekki í sjónmáli.  
07.12.2017 - 09:58
„Við höfum miklar áhyggjur af þessu”
Ástandið á Bakkafirði er verulegt áhyggjuefni, segir sveitarstjóri Langanesbyggðar. Erfiðleikar eins fyrirtækis hafi haft mikil áhrif á byggðarlagið í heild sinni, en fyrirtækið skuldar útgerðum í bænum margar milljónir. Bættar samgöngur, aukinn kvóti og ferðaþjónusta mundi efla samfélagið, segir sveitarstjórinn.
04.10.2017 - 11:46
Rekstur jákvæður í fyrsta sinn frá sameiningu
Rekstrarafkoma A-hluta sveitarsjóðs Langanesbyggðar var jákvæð um 107 milljónir fyrir fjármagnskostnað í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn frá sameiningu Þórshafnahrepps og Skeggjastaðahrepps sem rekstur er jákvæður. Sameining var árið 2006.
28.04.2017 - 15:45
Segir íbúa Þórshafnar hafa misst mikið í nótt
„Það eru bara allir rosalega miður sín, það verður bara að segjast alveg eins og er. Þetta er mikill missir fyrir samfélagið að sjá svona byggingu fara.“ Þetta segir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir íbúi á Þórshöfn í samtali við fréttastofu, en fimmtíu ára grillskáli gjöreyðilagðist þar í eldsvoða í nótt.
13.12.2016 - 10:40
„Ljóst að húsinu yrði ekki bjargað“ Myndskeið
Söluskáli N1 á Þórshöfn gjöreyðilagðist í eldsvoða í nótt, en slökkvistarfi þar er lokið. Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn laust fyrir klukkan fjögur í nótt.
13.12.2016 - 09:16
Kviknaði í grillskála á Þórshöfn
Eldur kviknaði í grillskála við bensínstöð N1 á Þórshöfn rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Mbl.is greinir frá þessu. Húsið er talið ónýtt. Slökkvilið er enn að störfum. Að sögn Mbl.is hafa framkvæmdir verið við grillskálann. Skipt var um olíutanka og var stór olíutankur við húsið þegar eldurinn kviknaði.
13.12.2016 - 06:28
Gagnrýna nýja oddvitann en mæra þann gamla
U-listinn í Langanesbyggð vænir núverandi oddvita sveitarstjórnar um óheiðarleika og vanþekkingu vegna slita á meirihlutasamstarfinu í desember síðastliðnum. Um leið ítrekar U-listinn stuðning sinn við oddvita sinn og framgöngu hans í Finnafjarðarmálinu sem varð síðasta meirihluta að falli.
01.02.2016 - 13:20
Tókust á um áherslur um Finnafjörð
Bæði nýr meirihluti og minnihluti í Langanesbyggð vilja halda áfram vinnu að undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði. Þá greinir þó á um hversu mikið sveitarstjórnin eigi að skuldbinda sig að svo stöddu.
16.01.2016 - 18:05
Þriðji meirihlutinn á kjörtímabilinu
Óformlegur meirihluti tók til starfa í Langanesbyggð í gær. Hann er sá þriðji sem starfar í sveitarfélaginu frá kosningum í maí 2014. Framtíðarlistinn, Nýtt afl og Reynir Atli Jónsson, sem kosinn var í sveitarstjórn á lista Nýs afls en sagði sig síðar frá honum, mynda nýjan meirihluta.
15.01.2016 - 12:12
Hrefna synti upp í fjöru í höfn á Þórshöfn
Hrefnukálfur synti inn í höfnina á Þórshöfn í morgun og svamlaði þar um í nokkurn tíma áður en hann synti upp í fjöru og festist þar. Björgunarsveitarmenn hafa hugað að dýrinu og ausa yfir það vatni uns flæðir að á ný. Fólk hefur drifið að höfninni til að fylgjast með atburðum.
27.10.2015 - 17:34
Situr einn í vitanum og spilar fyrir hafið
Á hverjum degi í hálfan mánuð hefur ungur gítarleikari haldið út á ysta odda Langaness og leikið þar á gítar. Langanesviti er þar með orðinn eitt afskekktasta og kannski minnsta tónleikahús landsins.
31.07.2015 - 08:57