Langanesbyggð

Myndskeið
Vilja friðlýsa stóran hluta Langaness
Sveitarstjórn Langanesbyggðar kannar nú möguleika þess að friðlýsa utanvert Langanes. Þannig mætti vernda menningar- og náttúruminjar, miðla upplýsingum betur en nú er gert og bæta aðgengi að helstu náttúruperlum.
18.11.2020 - 20:07
Bíða hagstæðra skilyrða til eldflaugaskots á Langanesi
Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum, en svæðinu er lýst sem nærri fullkomnu til verkefnisins.
Stjórnlaus bátur hafnaði upp í fjöru á Þórshöfn
Það óhapp varð á Þórshöfn um hádegisbilið í dag að bátur sem var að leggja frá bryggju fór skyndilega á fulla ferð og hafnaði upp í fjöru. Hann rakst utan í tvo aðra báta í höfninni og skemmdust þeir nokkuð.
01.07.2020 - 17:54
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Bændur hýstu fé vegna veðurs
Bændur á Norðausturlandi þurftu sumir að hýsa fé í nótt vegna veðurs. Einn þeirra segir veðrið þó ekki svo slæmt og lítið annað að gera en að bíða það af sér. Fé er enn á gjöf þar sem gras er lítið farið að spretta eftir erfiðan vetur og það gengur hratt á heybirgðir.
05.06.2020 - 10:48
Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ráðið Jónas Egilsson í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas hefur verið skrifstofustjóri sveitarfélagsins undanfarin ár.
30.03.2020 - 16:56
Kostnaður við leikskóla á Þórshöfn langt fram úr áætlun
Kostnaður við nýjan leikskóla á Þórshöfn fór rúmar 90 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Engin tilboð bárust í verkið og það segir oddviti sveitarstjórnar að sé helsta ástæðan fyrir auknum kostnaði. Þá var hönnunarkostnaður ekki tekinn með í reikninginn.
05.03.2020 - 16:40
Tvö forgangsútköll í Langanesbyggð
Slökkvilið Langanesbyggðar var tvisvar kallað út með stuttu millibili í Þórshöfn í dag. Rúmlega þrjú í dag barst tilkynning um eld á dvalarheimilinu Naust. Þar hafði kviknað í ljósastæðu, en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Skömmu eftir að slökkvilið var farið af vettvangi þar var það kallað aftur út vegna elds í veiðarfærageymslu í bænum.
20.12.2019 - 00:10
Viðgerð lokið á Kópaskerslínu
Í kvöld lauk viðgerðum á Kópaskerslínu. Línan hefur verið biluð í rúma viku eftir óveður sem gekk yfir landið í seinustu viku. Línan var spennusett frá Þeistareykjum laust fyrir klukkan sjö í kvöld.
19.12.2019 - 21:34
Myndskeið
Gámur með lyftara inni í lyftist í sjógangi
Bakkfirðingar hafa ekki farið varhluta af illviðrinu sem farið hefur um landið. Sjór hefur gengið yfir varnargarða og braut á hafnarhúsi á bryggjunni. Þá fór gámur með lyftara inni í af stað í ölduganginum og skall á olíutanki þannig að gat kom á hann. Olía hefur lekið í sjóinn og um bryggjuna en ekki er unnt að gera við tankinn fyrr en veðrinu slotar.
11.12.2019 - 15:24
Kaupa fiskvinnslu, bát og kvóta á Bakkafirði
Náðst hafa samningar um kaup sjávarútvegsfyrirtækisins GPG á Húsavík á stærsta fyrirtækinu á Bakkafirði. Innifalið í kaupunum er fiskverkun á Bakkafirði, bátur og veiðiheimildir.
06.12.2019 - 12:34
24 tillögur að byggðaverkefnum á Bakkafirði
Verkefnisáætlun um uppbyggingu samfélagsins á Bakkafirði var samþykkt á íbúafundi þar í gær. Þar voru kynntar 24 tillögur að byggðaverkefnum. Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ segir íbúa áhugasama um að taka þátt í þessu starfi, en staðan sé erfið.
06.11.2019 - 18:32
Nýr leikskóli vígður á Þórshöfn
Í seinustu viku var tekinn í notkun nýr leikskóli á Þórshöfn á Langanesi. Nýja skólahúsið kemur í stað tveggja eldri húsa sem skólinn var starfræktur í. Eldri deild skólans var í íbúðarhúsi í næsta nágrenni við nýja húsið en yngri deildin í húsi sem að mestu leyti var rifið og hið nýja er byggt á grunni þess.
14.10.2019 - 12:12
Beðið með að sökkva háhyrningnum vegna veðurs
Draga átti háhyrninginn, sem rak á land við Þórshöfn á föstudag, út á haf í dag og sökkva hræinu. Það þarf hins vegar að bíða vegna veðurs, segir Jón Rúnar Jónsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar, í samtali við fréttastofu. Samkvæmt veðurspám þurfi líklegast að bíða fram á þriðjudag með aðgerðina.
01.09.2019 - 15:00
Hræið verður dregið út á haf á morgun
Háhyrningurinn, sem drapst í fjörunni rétt utan við hafnargarðinn á Þórshöfn í morgun, verður dregin út á haf á morgun þar sem hann mun sökkva. Gerð verða göt á hræið og það opnað til að koma í veg fyrir að hræið fljóti aftur upp.
31.08.2019 - 17:39
Myndskeið
Háhyrningurinn hreyfingarlaus í fjörunni
Háhyrningurinn sem björgunarsveitarmenn losuðu úr grjótgarði í höfninni á Þórshöfn í nótt lá upp í fjöru rétt utan við hafnargarðinn um klukkan hálf átta í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Engin hreyfing var á skepnunni og er hún talin dauð. Lögreglu var tilkynnt um málið.
31.08.2019 - 08:44
Háhyrningurinn kominn úr höfninni
Björgunarmenn úr Hafliða Þórshöfn lögðu af stað í land um klukkan eitt í nótt eftir að hafa fylgt háhyrning út fyrir varnargarð hafnarinnar. Björgunarsveitin var kölluð út í kvöld eftir að tilkynning barst um hval sem væri fastur í grótgarði í höfninni.
31.08.2019 - 02:06
Útgáfa starfsleyfis tók 300 klukkustundir
Langanesbyggð vill að hafin verði sérstök rannsókn á lagaheimildum Umhverfisstofnunar fyrir gjaldtöku vegna starfsleyfis fyrir urðunarstað í sveitarfélaginu. Það sé vandséð að nærri 300 klukkustundir hafi tekið starfsmenn stofnunarinnar að vinna umsókn um leyfið og innheimta fyrir það á fjórðu milljón króna.
Landeigendur beðnir að hirða girðingarusl
Sveitastjórn Langanesbyggðar hvetur alla eigendur eyðijarða í sveitarfélaginu til að fjarlægja ónýtar girðingar af landareignum sínum. Bregðist þeir ekki við beiðninni er sveitarfélaginu skylt samkvæmt girðingarlögum að láta fjarlægja ónýtar girðingar á kostnað eigenda. Sams konar beiðnir hafa verið sendar landeigendum áður, árin 2015, 2017 og 2018.
07.08.2019 - 17:02
„Lykilatriði að við hröðum okkar vinnu“
Vonast er til að veitingastaður og gistihús verði opnað á Bakkafirði eftir um það bil tvær vikur. Nýr verkefnisstjóri Byggðastofnunar á staðnum segir að mörg verkefni séu í pípunum en nauðsynlegt sé að hraða vinnunni.
28.07.2019 - 12:23
„Ómögulegt að standa í vegi fyrir verkefninu“
Sveitarfélögin tvö sem standa að undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði bera ekki neina fjárhagslegar skuldbindingar vegna verkefnisins að sögn sveitarstjóra Langanesbyggðar. Þó gæta þurfi að umhverfi og náttúru við slíkar framkvæmdir sé ómögulegt fyrir sveitarfélögin að standa í vegi fyrir svo stóru atvinnutækifæri.
15.04.2019 - 12:52
„Ég mun klárlega aldrei sætta mig við þetta“
Landeigandi við Finnafjörð segist aldrei munu sætta sig við stórskipahöfn í firðinum. Sveitarstjóri Langanesbyggar vonast þó eftir sátt við landeigendur. Í kjölfar undirritunar samninga um verkefnið verði öll samskipti við þá mun markvissari.
12.04.2019 - 19:45
Myndband
Segir staðsetningu Finnafjarðar einstaka
Framkvæmdastjóri þýska fyrirtækisins Bremenports segir að staðsetning Finnafjarðar sé einstök og þeir hefðu ekki getað valið betri stað í heiminum fyrir alþjóðlega stórskipahöfn. Við undirritun samninga í dag, um þróun og uppbyggingu í Finnafirði, kom fram að áætlaður undirbúnings- og hönnunarkostnaður verður tæpar 700 milljónir króna.
11.04.2019 - 18:56
Baráttuvilji á Bakkafirði
Klár baráttuvilji er í fólki og mikil samstaða, segir Elías Pétursson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Verkefnið Brothættar byggðir á Bakkafirði fari fer vel af stað en íbúar og hagsmunaaðilar samfélagsins fjölmenntu á íbúaþing um helgina.
01.04.2019 - 12:42
Líf færist í verslun á Bakkafirði
Verslun verður opnuð á Bakkafirði á ný eftir alllangt hlé. Sveitarstjórnin hefur gert samkomulag við Þorkel Gíslason um rekstur verslunar, þjónustumiðstöðvar og tjaldvæðis í þorpinu. Þorkell ætlar líka að setja upp og reka gistiheimili í skólahúsinu.
19.03.2019 - 15:48