Langanesbyggð

Árangur Brothættra byggða talinn jákvæður
Grímsey, Árneshreppur og Bakkafjörður eru meðal brothættra byggða þar sem erfiðlega hefur gengið að stuðla að fólksfjölgun. Verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir segir að þrátt fyrir það megi greina árangur í öllum þessum byggðarlögum.
Tvær af þremur rafstöðvum á Þórshöfn fóru ekki í gang
Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir nauðsynlegt að tryggja betur orkuöflun fyrir sveitarfélagið. Tvær af þremur varaaflstöðvum RARIK á Þórshöfn fóru ekki í gang þegar rafmagn var tekið af í morgun. Rafmagn er nú aftur komið á alls staðar í sveitarfélaginu.
10.11.2022 - 15:31
Atvinnu- og nýsköpunarsetur á Þórshöfn
Langanesbyggð og Þekkingarnet Þingeyinga hafa skrifað undir samning um að hefja undirbúning að atvinnu- og nýsköpunarsetri á Þórshöfn. Þar yrðu meðal annars starfsstöðvar ætlaðar fyrir störf án staðsetningar.
Starfaði í rúman mánuð með ógildan ráðningarsamning
Nýr sveitarstjóri Langanesbyggðar starfaði í rúman mánuð með ógildan ráðningarsamning. Ráðningin var samþykkt á sveitarstjórnarfundi sem dæmdur var ólöglegur. Skoða þarf hvort ákvarðanir sveitarstjórans á þessum tíma standi.
Langanesbyggð styður breytingar á strandveiðum
Sveitarstjórn Langanesbyggðar styður breytingar á fyrirkomulagi strandveiða sem hafi það að markmiði að auka sanngirni og jafna dreifingu afla um allt land.
Langflestir vilja heitið Langanesbyggð
Heitið Langanesbyggð hlaut flest atkvæði í rafrænni skoðanakönnun meðal íbúa sameinaðs sveitarfélags Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Íbúar gátu valið á milli þriggja heita auk tveggja útfærslna af byggðamerki.
25.07.2022 - 12:06
Sjónvarpsfrétt
Vonast til að varmadælur spari 60-80% orku á Bakkafirði
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hafnartanganum á Bakkafirði þar sem verið er að bora fyrir varmadælum í jörð. Dælunum fylgir töluverður orkusparnaður sem mun hafa áhrif á bæði heimili og fyrirtæki á svæðinu.
08.07.2022 - 10:52
Fann tvö flöskuskeyti sama daginn
Íbúi á Þórshöfn er sennilega einn af fáum sem hafa fundið tvö flöskuskeyti sama daginn. Það gerðist þegar hann var á gangi í fjörunni á Lambeyri á Langanesi.
29.06.2022 - 14:19
Lokað fyrir heimsóknir á Nausti á Þórshöfn
Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn og er það gert í ljósi aukinna covid-smita í samfélaginu þar.
16.06.2022 - 12:44
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Slasaðist við eggjatöku í Skoruvíkurbjargi á Langanesi
Maður, sem var að síga eftir eggjum í Skoruvíkurbjargi á Langanesi fyrr í vikunni, slasaðist þegar grjót hrundi úr bjarginu. Félagar mannsins höfðu bjargað honum upp þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn.
27.05.2022 - 14:59
Fara fram á að ríkið sjái lögreglufólki fyrir húsnæði
Sveitarstjórn Langanesbyggðar vill að ríkið tryggi lögreglufólki öruggt húsnæði í sveitarfélaginu. Erfitt hefur reynst að fá lögreglu til starfa í Langanesbyggð og víðar vegna húsnæðisskorts.
Fjórfættir fastagestir á tjaldsvæði Bakkafjarðar
Hópur hreindýra hefur undanfarinn mánuð farið daglega á tjaldsvæðið á Bakkafirði. Í hjörðinni eru á bilinu 20-100 dýr.
24.05.2022 - 09:10
Oddvitar gömlu sveitarfélaganna efstir á nýjum listum
Oddvitar Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar skipa fyrsta sæti á þeim tveimur framboðslistum sem kosið verður um í sameinuðu sveitarfélagi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafin er rafræn söfnun á hugmyndum að nafni á nýtt sveitarfélag.
Sveitarfélög fyrir norðan og vestan í sameiningarhug
Íbúar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykktu í kvöld sameiningu. Íbúar í 19 í sveitarfélögum hafa nú kosið um sameiningu frá því í sumar og þetta voru síðustu sameiningarkosningarnar í nokkuð langri törn.
Forsetahjónunum vel tekið á Þórshöfn
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, eru nú í tveggja daga heimsókn í Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppi. Þau komu til Þórshafnar í morgun og fengu höfðinglegar móttökur hjá heimamönnum þar.
55-70 milljónir í að rannsaka spilliefni á Heiðarfjalli
Ráðist verður í rannsóknir á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni á Heiðarfjalli. Þá hyggst umhverfis- og auðlindaráðherra láta gera tímasetta áætlun um kostnað og hreinsun á úrgangs- og spilliefnum á fjallinu. Kostnaður við þessar frumrannsóknir er metinn á 55 til 70 milljónir króna.
04.03.2022 - 15:58
Kjósa um sameiningu í lok mars - íbúafundir næstu daga
Þrír íbúafundir hafa verið boðaðir í þessari viku til að kynna og ræða fyrirhugaða sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Áætlað er að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok mars.
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur í formlegar viðræður
Sveitarstjórnir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Þá er áætlað að stofna sérstakan uppbyggingarsjóð um jarðir í eigu sveitarfélaganna, en talsverð laxveiðihlunnindi eru á nokkrum þessara jarða.
Langanesbyggð í nýjar skrifstofur eftir langt ferðalag
Sveitarfélagið Langanesbyggð tók á dögunum í notkun nýjar skrifstofur við Langanesveg 2 á Þórshöfn. Þar með lauk 45 ára löngu ferðalagi skrifstofu sveitarfélagsins um Þórshöfn.
10.11.2021 - 16:22
Gera sauðburðarhlé á viðræðum um mögulega sameiningu
Í sumar á að liggja fyrir hvort hafnar verða formlegar viðræður um sameinginu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Formaður undirbúningsnefndar segir margt skýrast á allra næstu vikum.
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Ræða sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar
Óformlegar viðræður eru að hefjast um mögulega sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Oddviti Svalbarðshrepps segir sveitarfélögin eiga það margt sameiginlegt að auðvelt ætti að vera að taka skrefið til fulls.
Myndskeið
Vilja friðlýsa stóran hluta Langaness
Sveitarstjórn Langanesbyggðar kannar nú möguleika þess að friðlýsa utanvert Langanes. Þannig mætti vernda menningar- og náttúruminjar, miðla upplýsingum betur en nú er gert og bæta aðgengi að helstu náttúruperlum.
18.11.2020 - 20:07
Bíða hagstæðra skilyrða til eldflaugaskots á Langanesi
Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum, en svæðinu er lýst sem nærri fullkomnu til verkefnisins.