Langanesbyggð

Gera sauðburðarhlé á viðræðum um mögulega sameiningu
Í sumar á að liggja fyrir hvort hafnar verða formlegar viðræður um sameinginu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar. Formaður undirbúningsnefndar segir margt skýrast á allra næstu vikum.
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Ræða sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar
Óformlegar viðræður eru að hefjast um mögulega sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Oddviti Svalbarðshrepps segir sveitarfélögin eiga það margt sameiginlegt að auðvelt ætti að vera að taka skrefið til fulls.
Myndskeið
Vilja friðlýsa stóran hluta Langaness
Sveitarstjórn Langanesbyggðar kannar nú möguleika þess að friðlýsa utanvert Langanes. Þannig mætti vernda menningar- og náttúruminjar, miðla upplýsingum betur en nú er gert og bæta aðgengi að helstu náttúruperlum.
18.11.2020 - 20:07
Bíða hagstæðra skilyrða til eldflaugaskots á Langanesi
Leyfi sem skoska fyrirtækið Skyrora fékk til þess að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi tók gildi í dag. Nú er beðið eftir hagstæðum veðurskilyrðum, en svæðinu er lýst sem nærri fullkomnu til verkefnisins.
Stjórnlaus bátur hafnaði upp í fjöru á Þórshöfn
Það óhapp varð á Þórshöfn um hádegisbilið í dag að bátur sem var að leggja frá bryggju fór skyndilega á fulla ferð og hafnaði upp í fjöru. Hann rakst utan í tvo aðra báta í höfninni og skemmdust þeir nokkuð.
01.07.2020 - 17:54
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Bændur hýstu fé vegna veðurs
Bændur á Norðausturlandi þurftu sumir að hýsa fé í nótt vegna veðurs. Einn þeirra segir veðrið þó ekki svo slæmt og lítið annað að gera en að bíða það af sér. Fé er enn á gjöf þar sem gras er lítið farið að spretta eftir erfiðan vetur og það gengur hratt á heybirgðir.
05.06.2020 - 10:48
Jónas Egilsson ráðinn sveitarstjóri í Langanesbyggð
Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur ráðið Jónas Egilsson í starf sveitarstjóra út kjörtímabilið. Jónas hefur verið skrifstofustjóri sveitarfélagsins undanfarin ár.
30.03.2020 - 16:56
Kostnaður við leikskóla á Þórshöfn langt fram úr áætlun
Kostnaður við nýjan leikskóla á Þórshöfn fór rúmar 90 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Engin tilboð bárust í verkið og það segir oddviti sveitarstjórnar að sé helsta ástæðan fyrir auknum kostnaði. Þá var hönnunarkostnaður ekki tekinn með í reikninginn.
05.03.2020 - 16:40
Tvö forgangsútköll í Langanesbyggð
Slökkvilið Langanesbyggðar var tvisvar kallað út með stuttu millibili í Þórshöfn í dag. Rúmlega þrjú í dag barst tilkynning um eld á dvalarheimilinu Naust. Þar hafði kviknað í ljósastæðu, en búið var að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Skömmu eftir að slökkvilið var farið af vettvangi þar var það kallað aftur út vegna elds í veiðarfærageymslu í bænum.
20.12.2019 - 00:10
Viðgerð lokið á Kópaskerslínu
Í kvöld lauk viðgerðum á Kópaskerslínu. Línan hefur verið biluð í rúma viku eftir óveður sem gekk yfir landið í seinustu viku. Línan var spennusett frá Þeistareykjum laust fyrir klukkan sjö í kvöld.
19.12.2019 - 21:34
Myndskeið
Gámur með lyftara inni í lyftist í sjógangi
Bakkfirðingar hafa ekki farið varhluta af illviðrinu sem farið hefur um landið. Sjór hefur gengið yfir varnargarða og braut á hafnarhúsi á bryggjunni. Þá fór gámur með lyftara inni í af stað í ölduganginum og skall á olíutanki þannig að gat kom á hann. Olía hefur lekið í sjóinn og um bryggjuna en ekki er unnt að gera við tankinn fyrr en veðrinu slotar.
11.12.2019 - 15:24
Kaupa fiskvinnslu, bát og kvóta á Bakkafirði
Náðst hafa samningar um kaup sjávarútvegsfyrirtækisins GPG á Húsavík á stærsta fyrirtækinu á Bakkafirði. Innifalið í kaupunum er fiskverkun á Bakkafirði, bátur og veiðiheimildir.
06.12.2019 - 12:34
24 tillögur að byggðaverkefnum á Bakkafirði
Verkefnisáætlun um uppbyggingu samfélagsins á Bakkafirði var samþykkt á íbúafundi þar í gær. Þar voru kynntar 24 tillögur að byggðaverkefnum. Verkefnisstjóri verkefnisins „Betri Bakkafjörður“ segir íbúa áhugasama um að taka þátt í þessu starfi, en staðan sé erfið.
06.11.2019 - 18:32
Nýr leikskóli vígður á Þórshöfn
Í seinustu viku var tekinn í notkun nýr leikskóli á Þórshöfn á Langanesi. Nýja skólahúsið kemur í stað tveggja eldri húsa sem skólinn var starfræktur í. Eldri deild skólans var í íbúðarhúsi í næsta nágrenni við nýja húsið en yngri deildin í húsi sem að mestu leyti var rifið og hið nýja er byggt á grunni þess.
14.10.2019 - 12:12
Beðið með að sökkva háhyrningnum vegna veðurs
Draga átti háhyrninginn, sem rak á land við Þórshöfn á föstudag, út á haf í dag og sökkva hræinu. Það þarf hins vegar að bíða vegna veðurs, segir Jón Rúnar Jónsson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar, í samtali við fréttastofu. Samkvæmt veðurspám þurfi líklegast að bíða fram á þriðjudag með aðgerðina.
01.09.2019 - 15:00
Hræið verður dregið út á haf á morgun
Háhyrningurinn, sem drapst í fjörunni rétt utan við hafnargarðinn á Þórshöfn í morgun, verður dregin út á haf á morgun þar sem hann mun sökkva. Gerð verða göt á hræið og það opnað til að koma í veg fyrir að hræið fljóti aftur upp.
31.08.2019 - 17:39
Myndskeið
Háhyrningurinn hreyfingarlaus í fjörunni
Háhyrningurinn sem björgunarsveitarmenn losuðu úr grjótgarði í höfninni á Þórshöfn í nótt lá upp í fjöru rétt utan við hafnargarðinn um klukkan hálf átta í morgun samkvæmt heimildum fréttastofu. Engin hreyfing var á skepnunni og er hún talin dauð. Lögreglu var tilkynnt um málið.
31.08.2019 - 08:44
Háhyrningurinn kominn úr höfninni
Björgunarmenn úr Hafliða Þórshöfn lögðu af stað í land um klukkan eitt í nótt eftir að hafa fylgt háhyrning út fyrir varnargarð hafnarinnar. Björgunarsveitin var kölluð út í kvöld eftir að tilkynning barst um hval sem væri fastur í grótgarði í höfninni.
31.08.2019 - 02:06
Útgáfa starfsleyfis tók 300 klukkustundir
Langanesbyggð vill að hafin verði sérstök rannsókn á lagaheimildum Umhverfisstofnunar fyrir gjaldtöku vegna starfsleyfis fyrir urðunarstað í sveitarfélaginu. Það sé vandséð að nærri 300 klukkustundir hafi tekið starfsmenn stofnunarinnar að vinna umsókn um leyfið og innheimta fyrir það á fjórðu milljón króna.
Landeigendur beðnir að hirða girðingarusl
Sveitastjórn Langanesbyggðar hvetur alla eigendur eyðijarða í sveitarfélaginu til að fjarlægja ónýtar girðingar af landareignum sínum. Bregðist þeir ekki við beiðninni er sveitarfélaginu skylt samkvæmt girðingarlögum að láta fjarlægja ónýtar girðingar á kostnað eigenda. Sams konar beiðnir hafa verið sendar landeigendum áður, árin 2015, 2017 og 2018.
07.08.2019 - 17:02
„Lykilatriði að við hröðum okkar vinnu“
Vonast er til að veitingastaður og gistihús verði opnað á Bakkafirði eftir um það bil tvær vikur. Nýr verkefnisstjóri Byggðastofnunar á staðnum segir að mörg verkefni séu í pípunum en nauðsynlegt sé að hraða vinnunni.
28.07.2019 - 12:23
„Ómögulegt að standa í vegi fyrir verkefninu“
Sveitarfélögin tvö sem standa að undirbúningi stórskipahafnar í Finnafirði bera ekki neina fjárhagslegar skuldbindingar vegna verkefnisins að sögn sveitarstjóra Langanesbyggðar. Þó gæta þurfi að umhverfi og náttúru við slíkar framkvæmdir sé ómögulegt fyrir sveitarfélögin að standa í vegi fyrir svo stóru atvinnutækifæri.
15.04.2019 - 12:52
„Ég mun klárlega aldrei sætta mig við þetta“
Landeigandi við Finnafjörð segist aldrei munu sætta sig við stórskipahöfn í firðinum. Sveitarstjóri Langanesbyggar vonast þó eftir sátt við landeigendur. Í kjölfar undirritunar samninga um verkefnið verði öll samskipti við þá mun markvissari.
12.04.2019 - 19:45