Landshlutar

Landinn
Skessugarður einstakur á landsvísu
„Skessugarður er einstakur á landsvísu vegna þess hve stórgrýttur hann er og hversu stór hann er. Hann samanstendur af þessu mikla stórgrýti sem jökull hefur á einhverjum tímapunkti rutt hér upp,“ segir Ívar Örn Benediktsson, jöklajarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
01.01.2021 - 09:22
Landinn
Pétursvirki á Englandi í Lundarreykjadal
Á Englandi er að finna marga kastala og virki og önnur rammgerð mannvirki hlaðin úr grjóti. Mörg þeirra eru frá því á miðöldum og sum hafa staðist tímans tönn í gengum aldirnar þrátt fyrir ágang af ýmsum toga. Á Englandi í Lundarreykjadal í Borgarfirði er einnig að finna virki, hlaðið úr grjóti.
27.12.2020 - 20:20
Landinn
Sorgin er búin til úr ást
„Sorg er í rauninni fallegasta tilfinningin af því að hún er búin til úr ást. Það er ekki hægt að syrgja nema að hafa elskað og ég er ofsalega þakklát fyrir það,“ segir Íris Birgisdóttir. Hún missti manninn sinn, Kolbein Einarsson, í maí 2019. Íris vinnur nú að því að gera upp bæinn Framnes undir Búlandstindi við Berufjörð sem þau Kolbeinn höfðu nýlega keypt þegar Kolbeinn greindist með krabbamein.
27.12.2020 - 09:00
Norðanstormur og gul viðvörun á landsvísu
Veðurstofan spáir nokkuð ofsafengnu veðri á landinu á morgun. Búið er að uppfæra gular viðvaranir sem taka gildi í kvöld og fram til morguns fyrir allt land og lítið ferðaveður er í kortunum.
Norð og norðaustan hríð víða á landinu á morgun
Veðurstofan spáir minnkandi suðvestanátt og él á landinu í dag. Breytileg átt 3-8 metrar á sekúndu um hádegi og él á stöku stað. Frost er 0 til 10 stig í dag, kaldast í innsveitum norðaustanlands. Vaxandi norðanátt verður víða á landinu í kvöld með éljum um landið norðan- og austanvert og tilheyrandi samgöngutruflunum, en þurrt sunnan heiða.
26.12.2020 - 09:14
Hafa þungar áhyggjur af ástandi vega á Vestfjörðum
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð lýstu á fundi sínum í gær þungum áhyggjum sínum vegna ástands vega í sveitarfélaginu. Bundið slitlag á vegaköflum er horfið þrátt fyrir tilraunir til úrbóta í sumar. Bæjarráð segir aðeins tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verður á þessum vegaköflum.
18.12.2020 - 11:45
Landinn
Býr til ost og konfekt úr sauðamjólk
Í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal hefur Ann-Marie Schlutz komið sér fyrir með framleiðslu á afurðum úr sauðamjólk, undir nafni Sauðagulls. „Ég kom til Íslands 2016 og sá bara alls staðar fullt af kindum en engan sauðaost og það fannst mér svolítið skrítið,“ segir Ann-Marie.
17.12.2020 - 08:30
Landinn
Altaristafla Krosskirkju tengd Tyrkjaráninu
Síðustu misseri hefur verið unnið að gagngerum endurbótum Krosskirkju, sem er lítil sveitakirkja á bænum Krossi í Austur-Landeyjum. Í ár eru liðin hundrað og sjötíu ár síðan Krosskirkja var vígð og á þessum tíma hefur henni verið breytt töluvert en ekki endilega til prýði. Því var ákveðið að koma henni í upphaflegt horf.
16.12.2020 - 08:30
Landinn
Fjögurra manna fjölskylda saman í húsasmíðanámi
„Það er kannski ekki það skemmtilegasta að vera alltaf með mömmu sinni í tímum, en það venst. Það er gott samband á milli okkar í fjölskyldunni þannig að þetta er svosem allt í lagi,“ segir Týr Kresfelder Haraldsson, nemi í húsasmíði við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað. Hann og bróðir hans Kári Kresfelder, mamma þeirra, Barbara Kresfelder, og pabbinn, Haraldur Egilsson, eru öll að læra húsasmíði.
13.12.2020 - 20:15
Landinn
Vildi sjá hvort kötturinn ætti annað heimili
Kötturinn Maríó hefur alltaf verið mjög sjálfstæður: „Alltaf verið mikill útiköttur og sérstaklega þegar það er hlýtt í veðri, þá er hann bara úti svo það er varla að ég sjái hann. Svo ég var forvitin að vita hvort hann ætti annað heimili,“ segir Bryndís Gunnarsdóttir, eigandi Maríós. Til að komast að því hvert Maríó fer setti Bryndís lítið GPS-tæki í ólina á Maríó og getur því fylgst með ferðum hans í símanum sínum.
13.12.2020 - 09:13
Landinn
Steypir á striga
Í bílskúr í nýju hverfi í Innri Njarðvík er vinnustofa listmálarans Fríðu, Sigurfríðar Rögnvaldsdóttur. Þar málar hún, fyrst og fremst myndir af fólki. Reyndar er hún ekki bara að mála því hún notar steynsteypu með olíulitunum og steypir á strigann jafnframt því að mála á hann.
08.12.2020 - 14:30
Landinn
Smáframleiðendur undir einum hatti
Við vorum einfaldlega í kaffi saman vinkonurnar og vorum að spjalla um heimaunnar afurðir sem við þekktum allar  og höfum keypt vítt og breytt um landið. Þá fórum við að spá í hvað það væri þægilegt ef það væri hægt að nálgast þetta góðmeti allt á einum stað, segir Jóhanna Björnsdóttir en hún, ásamt Sveinbjörgu Jónsdóttur og Önnu Júlíusdóttur, rekur vefverslunina Gott og blessað.
Landinn
Keyrir út pakkana brosandi þó nú séu þeir miklu fleiri
„Ég elska þetta. Ég elska að hafa samskipti við fólkið, sérstaklega af því ég þekki svo mikið af fólki hérna og það er altaf vel tekið á móti mér," segir póstburðarkonan Ursula Filmer.
06.12.2020 - 20:15
Landinn
Unnu surtarbrand úr Stálfjalli við krefjandi aðstæður
Milli Rauðasands og Barðastrandar rís Stálfjallið 650 metra úr sæ og undir þverhníptum hlíðum fjallsins er nær ekkert undirlendi. Fyrir rúmum hundrað árum starfaði þar flokkur manna í surtarbrandsnámum.
06.12.2020 - 09:30
Fleiri flytjast á mölina
Íbúum Reykjavíkurborgar hefur fjölgað um 2.051 á seinustu 12 mánuðum. Næst mest er fjölgunin í Garðabæ þar sem íbúum hefur fjölgað um 744 og í Mosfellsbæ hefur íbúum fjölgað um 496.
Landinn
Samtvinna sinneps- og býflugnaræktun
Margrét Jóna Ísólfsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson hafa ræktað býflugur við heimili sitt í Fljótshlíð frá árinu 2013. „Þegar maður er búinn að vera með býflugur í smá stund þá fer maður svo mikið að hugsa um öll blómin sem eru í náttúrunni og í kring og okkur langaði svolítið að auka uppskeruna og finna nytjajurt sem myndi hjálpa býflugunum okkar og þá var svo mikill kostur að nytjajurtin myndi gefa af sér einhverja matvöru og þannig myndi hringurinn lokast,“ segir Margrét Jóna. 
01.12.2020 - 08:20
Landinn
Handmálar jólaskreytingar á kerti allan ársins hring
„Það er að sjálfsögðu mikið að gera núna, mánuði fyrir jól, en hinsvegar eru jól hjá mér allt árið því ég er árið um kring að mála jólakerti,“ segir Dóra Sigurðardóttir, myndlistarkona en hennar aðalstarf er að handmála á kerti.
30.11.2020 - 09:39
Landinn
Jafnvel fleiri sem sækja messu á netinu en í kirkju
Það er aðventustund í Akraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessi athöfn er hinsvegar óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að í kirkjunni eru engir nema prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli, organisti Akraneskirkju og tæknimaður, sem er reyndar líka í sóknarnefndinni.
29.11.2020 - 20:20
Landinn
Yngstur til að sjá tvö hundruð fuglategundir á Íslandi
Mikael Sigurðsson er yngstur til að sjá tvö hundruð fuglategundir, enda aðeins sextán ára. „Fuglamenn reyna alltaf að halda lista yfir alla fugla sem þeir hafa séð og það verpa um 75 fuglategundir á Íslandi svo allt yfir það eru þá flækingar sem þurfa að koma hingað“ segir Mikael. „Ég ég náði 200 fuglategundum á sirka tveimur árum.“
29.11.2020 - 08:30
Mengun frá brunanum í landnámshænurnar í Hrísey
Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs ehf. í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor.
27.11.2020 - 18:07
Landinn
Búa til brauð úr bjórhrati
„Hvatinn var að Breiðdalshreppur var í verkefninu Brothættar byggðir og var verið að leyta að nýjum atvinnutækifærum, og síðan hefur matvælaframleiðsla, já og fullvinnsla landbúnaðarafurða alla tíð verið mér mikil ástríða,“ segir Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk í Breiðdal og eigandi matvælavinnslunnar Breiðdalsbita á Breiðdalsvík.
26.11.2020 - 15:30
Landinn
Flogið aftur í tímann
Björn Rúriksson, ljósmyndari, leiðsögumaður og flugmaður, er á leiðinni í loftið frá Selfossflugvelli ásamt félaga sínum Helga Sigurðssyni. Leið þeirra liggur aftur í tímann en á næstu dögum kemur út ljósmyndabók eftir Björn sem heitir Flogið aftur í tímann.
24.11.2020 - 14:30
Landinn
Kláfar yfir Jöklu við það að hrapa í ána
Baldur Pálsson og Unnur Birna Karlsdóttir eru á ferð við Eiríksstaði á Efri-Jökuldal. Þau vinna nú að verkefni um menningarminjar á bökkum Jökulsár á Dal, eða Jökuslár á Brú, þar á meðal kláfum sem Jökuldælingar notuðu öldum saman til að komast yfir Jöklu.
23.11.2020 - 08:57
Vegurinn hefur verið lokaður 40 sinnum í ár
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps hefur þungar áhyggjur af samgönguöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum núna þegar vetur er að ganga í garð. Það sem af er ári hefur Klettsháls verið lokaður í fjóra klukkutíma eða meira í alls 40 skipti.
Nýtt tilfelli af riðu staðfest í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.