Landshlutar

Sjónvarpsfrétt
Engin merki um nýjar gossprungur
Vísindafólk sem var við rannsóknarstörf við gosstöðvarnar fyrr í dag og fram á kvöld, taldi engin sýnileg merki komin fram enn um að nýjar gossprungur væru farnar að myndast í Meradölum.
Líkur á sérstaklega mikilli gasmengun í Vogum í dag
Síðdegis í dag eru líkur á að gasmengun nái miklum styrk yfir byggð á Reykjanesskaga, þá sérstaklega í Vogum en einnig í Garði. Í hægviðrinu í nótt má gera ráð fyrir að gasmengun hafi safnast saman á gosstöðvunum í Meradölum sem síðan færist norður með sunnanátt. 
Töluvert aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Upp úr klukkan ellefu í kvöld jókst skjálftavirkni á Reykjanesskaga verulega. Fram að þessu hafa sex skjálftar yfir þremur mælst, þar af þrír yfir fjórum. Engin merki eru um gosóróa.
Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls
Hvalfjarðargöngin voru lokuð í um 35 mínútur á tólfta tímanum í kvöld, vegna bifreiðar sem hafði bilað fyrir miðjum göngunum. Töluverð umferðarteppa og raðir mynduðust beggja vegna gangnanna, að sögn vegfarenda sem voru á suðurleið í átt að höfuðborgarsvæðinu.
Sjónvarpsfrétt
Kvikuinnskot orsök sjálftahrinunnar
Mikil skjálftavirkni mælist enn á Reykjanesskaga eftir að kröftug hrina hófst þar um hádegi á laugardag, norðaustan við Fagradalsfjall. Upptök skjálftanna eru nokkrum kílómetrum frá Grindavík, þar sem víða hefur orðið nokkuð tjón. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að kvikuinnskot sé helsti orsakavaldur skjálftahrinunnar.
Kerrudekk kastaðist á bifreið úr gagnstæðri átt
Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði við Esjurætur um miðjan dag í gær. Hjólbarði losnaði af bátakerru í eftirdragi bifreiðar sem ekið var suður í átt að höfuðborgarsvæðinu.
Gunnar Axel ráðinn bæjarstjóri í Vogum
Gunnar Axel Axelsson, viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og deildarstjóri á efnahagssviði Hagstofu Íslands, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Voga.
Fundu látna manneskju í Skriðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann í kvöld látna manneskju í svokölluðum Skriðum, austan Hvalvatnsfjarðar, vestur af Skjálfanda.
28.07.2022 - 22:09
Myndskeið
Bæjarstjóri fær knús: „Ægir bræddi mig algjörlega“
Fjöldi nýrra bæjarstjóra sest í bæjarstjórastóla í sveitarfélögum landsins um þessar mundir og verkefnin sem bíða í nýju starfi eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Einn þeirra sem nýtekinn er við starfi sínu, er Sigurjón Andrésson nýráðinn bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði. Hann fékk óvæntan glaðning í dag, þegar hann var að halda sína fyrstu ræðu og þakka íbúum góðar móttökur.
Oft legið við stórslysi vegna hraðaksturs
Ekki er spurning hvort, heldur hvenær, alvarlegt slys verður vegna hraðaksturs um vinnusvæði á þjóðvegum landsins, segir Ágúst Ólafsson, verkstjóri vegna breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Vegagerðin hvetur ökumenn að sýna tillitssemi og draga úr ökuhraða við vinnusvæði.
21.07.2022 - 17:01
Strandveiðipotturinn að tæmast
Síðasti dagur strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári, verður að óbreyttu á morgun, fimmtudag. Veiðarnar í sumar hafa gengið vel að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, sem þó líst illa á áform matvælaráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á nýjan leik.
Skipverji sóttur með þyrlu Gæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum til þess að sækja alvarlega veikan einstakling um borð í fiskiskip austur af Vestmannaeyjum.   
Öryggi ferðafólks og hættur kortlagðar
Öryggi fólks á fjölsóttum ferðamannastöðum getur undir vissum kringumstæðum verið ógnað og hættur leynst víða. Brýnt er að skilgreina áhættusvæðin og halda áfram að stuðla að bættu öryggi ferðamanna, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Sýna Góðan daginn, faggi um allt land
Sýningin Góðan daginn, faggi hefur verið sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í rúmt ár við miklar vinsældir. Forsætisráðuneytið hefur undirritað samstarfssamning við leikhópinn um sýningar á verkinu í framhaldsskólum á landsbyggðinni.
Sögur af landi
„Í snjóflóðum er það tíminn sem skiptir mestu máli“
„Ég fékk mér hann upphaflega því mig langaði að fara í eitthvað svona, hafði það fyrir augum, - en svo datt það upp fyrir. Það var svo í kjölfarið á flóðunum hérna 2020 sem ég fór að hugsa hversu gott hefði verið að vera með hund,“ segir Konráð Ari Skarphéðinsson, sem er búsettur á Flateyri og á snjóflóðaleitarhundinn Ask.
Engin PCR-próf á milli Reykjavíkur og Patró
Ekki er lengur boðið upp á PCR-próf til að greina kórónuveirusmit á Vesturlandi vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki. Umdæmislæknir sóttvarna segir að fólk eigi að láta heilbrigðisyfirvöld vita, greinist það með COVID-19 í heimaprófi.
Sjónvarpsfrétt
Réttur farþega enginn ef töfin er undir tveimur tímum
Lögfræðingur segir sárasjaldgæft að leitað sé til Neytendasamtakanna vegna röskunar á innanlandsflugi enda sé réttur farþega lítill ef töfin er undir tveimur klukkustundum.
Ólíkar skýringar á hvers vegna ekki var svarað
Embætti landlæknis harmar að hafa ekki svarað fyrirspurnum starfshóps um vistheimili ríkisins og segir að mistök hafi verið gerð. Stór sveitarfélög gefa ólíkar skýringar á hvers vegna þau svöruðu ekki starfshópnum.
09.06.2022 - 12:48
Sögur af landi
Áratugum saman verið hálft árið fjarri fjölskyldu
„Það verður mikil breyting hjá mér og konunni að búa saman í 365 daga en það hefur ekki gerst síðan ég var í vélskólanáminu ´78 -´79,“ segir Þór Ólafur Helgason, yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Þór Ólafur lét af störfum á dögunum eftir að hafa starfað á Júlíusi, gamla og nýja, frá 1986.
28.05.2022 - 09:30
Sögur af landi
Mikilvægt að standa með sjálfum sér og skoðunum sínum
„Ég segi nú alltaf að þetta sé bara salurinn fyrir erfidrykkjuna mína,“ segir Stefán Sigríðar og Tryggvason sem hefur breytt gamalli hlöðu í Leifshúsum á Svalbarðsströnd í glæsilegan sal fyrir viðburði og listsköpun.
26.05.2022 - 15:13
Landinn
„Hefurðu séð illa greiddan Skagfirðing?“
Það er ýmislegt sem Skagfirðingar geta stært sig af. Þeir eiga frábært körfuboltalið, fleiri hesta en hægt er að telja og svo eru það allar hárgreiðslustofurnar!
Landinn
„Líklega eina skipasmíðastöðin sem stækkar við sig“
Ingvar Friðbjörn, eða Ingi Bjössi, byrjaði að setja saman skipamódel þegar að hann kom í land eftir 45 ár á sjó. „Þetta er skipasmíðastöðin hjá mér í Hnífsdal, hérna smíða ég módel og hef gaman af,“ segir Ingi Bjössi.
02.05.2022 - 07:50
Kindur
Fimmtán ára með dálæti á sauðfjárrækt
„Ég allt í einu fór að fara í fjárhús og þá elskaði ég þær [kindur] allt í einu, ég veit ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Marinó Helgi Sigurðsson, fimmtán ára, frá Hólmavík sem hefur frá 2020 varið flestum helgum og sumrum við bústörf í Svansvík í Ísafjarðardjúpi.
30.04.2022 - 08:30
Kindur
„Þá fannst mér komið nóg“
„Árið 2020, fimm hjarðir hurfu bara því það var komin upp riða í öllum þessum hjörðum í Skagafirði og þá fannst mér komið nóg,“ segir Karólína Elísabetardóttir, í Hvammshlíð, sem hefur drifið áfram stóra rannsókn til að finna vernandi gen í íslensku sauðfé gegn riðu með góðum árangri. Nú hefur fundist 31 kind með vernandi gen við riðu hér á landi og von er á niðurstöðum úr fjölda sýna til viðbótar.
23.04.2022 - 08:30
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.