Landshlutar

Endurmátu heildaraflann vegna villu í útreikningum
Hafrannsóknastofnun hefur hækkað ráðlagðan heildarafla grásleppu. Villa kom fram í útreikningum stofnunarinnar. Enn eru hrognaframleiðendur og Hafró ósammála um hversu mikið af óslægðri grásleppu þurfi til þess að fylla eina tunnu.
Tjaldsvæði opin og Íslendingar farnir á stjá
Búið er að opna tjaldsvæði, sum hálfum mánuði seinna en vanalega vegna erfiðs veturs. Íslendingar eru farnir að láta sjá sig á Hallormsstað og fleiri en í venjulegu árferði. Á Dalvík er snjóskaflinn nýlega farinn af tjaldsvæðinu og svæðið enn þá að jafna sig eftir snjóþungan vetur.
04.06.2020 - 14:36
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Stefna að tilraunum í heimaslátrun með haustinu
Stefnt er að því að hefja tilraunir með heimaslátrun í haust. Taka á sýni úr lömbum sem verður slátrað heima og kanna gæði kjötsins. Bóndi segir að heimaslátrun auki verðmætasköpun og ýti jafnvel undir nýsköpun.
Myndskeið
Endurnýja dreifikerfið fyrir 1,6 milljarða á árinu
RARIK ætlar að endurnýja dreifikerfi sitt fyrir 1,6 milljarða á árinu. Rúmlega 300 kílómetrar af raflínum verða lagðir í jörðu. Sex hundruð milljónir verða nýttar í verkefni sem hefur verið flýtt meðal annars vegna óveðursins í desember og brothættra byggða í Skaftárhreppi.
02.06.2020 - 12:01
Mikill ferðahugur í Íslendingum
Áttatíu og átta prósent Íslendinga segjast ætla að ferðast innanlands í sumar. Flestir ætla að ferðast með tjald eða smáhýsi. Norðurland er vinsælasti áfangastaðurinn og flestir ætla að vera á ferðinni í júlí.
09.05.2020 - 10:25
Rafrænar brautskráningar úr HA
Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri verður rafræn í ár vegna heimsfaraldursins. Fulltrúar skólans segja þau ætla að gera það besta úr aðstæðunum. Bifröst stefnir að hefðbundinni útskrift en Háskólinn í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun.
Samkomubann kærkomin hvíld fyrir suma
Formaður félags skólasálfræðinga segir að samkomubann og skert skólastarf hafi jafnvel verið kærkomin hvíld fyrir ákveðinn hóp nemenda. Vandi þeirra barna sem stóðu höllum fæti fyrir geti hins vegar verið meiri nú.
08.05.2020 - 13:15
Áhyggjuefni ef fjárveitingarnar duga ekki
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni telji sveitarfélög sig ekki geta séð um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélög hafa þurft að borga hundruð milljóna með rekstri hjúkrunarheimila þar sem fjárveitingar duga ekki.
Sveitarfélög segja sig frá rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær ætlar ekki að framlengja samning um rekstur öldrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands. Framkvæmdastjóri segir þónokkur sveitarfélög í svipuðum hugleiðingum. Kröfur til hjúkrunarheimila aukist en dregið sé úr fjárveitingum.
33% fleiri hefja strandveiðitímabilið
Þrjú hundruð og níutíu umsóknir um strandveiðileyfi hafa borist. Veiðarnar leggjast illa í strandveiðimann sem hallmælir kerfinu. Hann gefur lítið fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar og bíður eftir kosningum
Fyrstu viðbrögð við aðgerðarpakkanum ánægja
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir svo virðast sem stjórnvöld hafi hlustað á óskir ferðaþjónustunnar. Fyrstu viðbrögð við nýkynntum aðgerðarpakka sé ánægja. Hún óttast að ferlið gangi of hægt fyrir sig og segir fyrirtæki kalla eftir því að fá að nýta starfsfólk í hlutabótaleiðinni.
Styrktargreiðslur til sauðfjárbænda færðar fram
Stuðningsgreiðslum til sauðfjárbænda verður flýtt um nokkra mánuði vegna áhrifa af COVID-19. Tilfærslan á að koma sérstaklega til móts við þá bændur sem stóla á hliðartekjur eins og ferðamennsku. Formaður landssamtaka sauðfjárbænda segir greiðslurnar skipta miklu þar sem kostnaðarsamasti tíminn í greininni sé að ganga í garð.
Bæjarhátíðir með breyttu sniði í sumar
Kröfugöngur verkafólks fyrsta maí falla niður. Fiskideginum mikla hefur verið frestað um ár og skipuleggjendur bæjarhátíða um land allt þurfa nú að bregðast við og endurskipuleggja hátíðir með tilliti til fjöldatakmarkana.
15.04.2020 - 12:15
Segir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni oft gleymast
Hjúkrunarfræðingur segir landsbyggðina oft gleymast í umræðunni um kjaramál. Hún vill leggja stofnanasamninga af og segir alla eiga að sitja við sama borð í samningagerð.
Segir mikilvægt að skrá réttan dvalarstað
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að fólk í sóttkví eða einangrun láti vita ef það breytir um dvalarstað. Bæði upp á þeirra eigið öryggi sem og viðbragðsaðila.
07.04.2020 - 15:50
Um 100 skráðir í bakvarðasveit bænda
Bændur á átta búum hafa veikst af völdum kórónuveirunnar. Eitt bú hefur óskað eftir aðstoð úr bakvarðasveit bænda. Verkefnastjóri telur bændur vel undirbúna undir farsóttina.
Fjöldi smita eftir sveitarfélögum
Húnaþing vestra er með hæsta hlutfall smitaðra miðað við íbúafjölda á landsbyggðinni, eða rúm tvö prósent. Flestir eru í sóttkví í Vestmannaeyjum miðað við höfðatölu, rúm átta prósent.
02.04.2020 - 17:37
925 skráðir í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar
925 hafa skráð sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Framkvæmdastjóri á Heilbrigðisstofnun Austurlands segir mönnun stærstu áskorunina á þessum tíma og það vanti ekki síður fólk sem geti gengið í störf þar sem ekki er krafist fagmenntunar.
Bækur rjúka út í samkomubanni
Bóksala á netinu hefur margfaldast og litabækur fyrir fullorðna rjúka út. Landsmenn hlusta á hljóðbækur sem aldrei fyrr og nýskráningar hjá Storytel hafa tvöfaldast.
27.03.2020 - 12:19
780 skráðir á útkallslista velferðarþjónustunnar
Um 780 manns hafa skráð sig á útkallslista velferðarþjónustunnar. Félagsþjónustufulltrúi segir að erfitt geti verið að manna þjónustu við viðkvæma hópa og það sé eitt helsta áhyggjuefnið hjá sveitarfélögunum.
Skoða skólagjöldin í samkomubanni
Nú er til sérstakrar skoðunar hvort rétt sé að innheimta gjöld fyrir skólavist, nú þegar mörg börn mega ekki mæta í skóla vegna samkomubanns. Á Akureyri verður ekki greitt fyrir þjónustu sem ekki fæst. Á höfuðborgarsvæðinu er málið í skoðun og von á tillögum eftir helgi.
20.03.2020 - 15:52
Myndskeið
Snjóþyngsli gera landanum erfitt fyrir
Snjóþyngsli og ófærð síðustu vikur hafa gert landsmönnum víða um land erfitt fyrir. Á Grenivík hafa snjókmoksturstæki verið á ferðinni um bæinn frá því í desember.
19.03.2020 - 11:48
Ungir bændur hvattir til að stíga fram vegna COVID-19
Formaður Bændasamtakanna segir samtökin vera á tánum og vakti landbúnaðinn í landinu. Ungir bændur eru sérstaklega hvattir til að skrá sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur sem hugsanlega veikjast af COVID-19. Birgðir af kjarnfóðri í landinu eru tryggðar fyrir næstu þrjá til fjóra mánuði.
Þungfært á Holtavörðuheiði og slæmt ferðaveður
Vetrarfærð er um mest allt land og mikið um ófærð á Vestfjörðum. Búið er að opna Svínvetningabraut svo það er fært milli Reykjavíkur og Akureyrar. Holtavörðuheiðin er þungfær og slæmt ferðaveður.
17.03.2020 - 14:05