Landshlutar

Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32
Landinn
Lettnesk páskahátíð í Vogum
„Ég myndi segja að páskarnir séu þriðja stærsta hátíðin í Lettlandi á eftir jónsmessu og jólum,“ segir Lauma Gulbe frá Lettneska skólanum í Reykjavík. Hún bauð Landanum að upplifa lettneska páskahátíð á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 
05.04.2021 - 07:30
Landinn
Gott að vera vel giftur guðfræðingur og lögga
Pabbi Hilmis Þórs Kolbeins starfaði sem kirkjuvörður og áhugi Hilmis á guðfræði kviknaði því snemma. Hann ákvað engu að síður að ganga í lögregluna 23 ára gamall, 1998, og hefur unnið þar síðan fyrir utan hlé á köflum þegar hann fór í guðfræðinámið 2015. 
04.04.2021 - 20:15
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Búið að rýma Geldingadali
Tekist hefur að rýma gosstöðvarnar í Geldingadölum en síðustu gosferðalangarnir voru enn að skila sér af fjöllum rétt fyrir tvö í nótt, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Metfjöldi heimsótti gosstöðvarnar í dag og kvöld en lögregla og björgunarsveitir hafa unnið að því hörðum höndum að rýma svæðið frá því um miðnæturbil. Þótt nokkuð væri um að fólk meiddist og þyrfti aðstoð gekk kvöldið stóráfallalaust.
Landinn
Skyggnst inn í líf saumakonu fyrir hundrað árum
Mánudaginn 28. mars 1921 var sunnangola og bjart, mjög gott veður í Aðaldal. Það vitum við fyrir tilstilli Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu, sem bjó að Miðhvammi í Aðaldal og hélt úti dagbók.
30.03.2021 - 07:30
Myndskeið
Hraunflæðið stöðugt en breytingarnar eru útlitslegar
Eldgígarnir í Geldingadölum í Fagradalsfjalli hafa smátt og smátt verið að breytast alveg síðan eldgosið hófst föstudaginn 19. mars. Einna mestu breytingarnar urðu aðfaranótt sunnudagsins 28. mars þegar nyrðri gígurinn opnaðist til vesturs.
Landinn
Fetar í fótspor forfeðranna
„Ég ólst auðvitað upp við að elta kindur hérna upp um öll fjöll og fór átján ára með fyrsta Ferðafélagshópinn og við gistum þá í tjöldum undir Illakambi, það voru ekki komnir neinir skálar. Þannig að það má segja að núna séu um fjörtíu ár frá fyrsta launaða verkefninu sem leiðsögumaður,“ segir Gunnlaugur B. Ólafsson, framhaldsskólakennari og leiðsögumaður.
Landinn
Kominn aftur þangað sem ferillinn hófst
Þótt skólahald og félagslíf í framhaldsskólum hafi verið óvenjulegt í vetur þá skapaðist um tíma svigrúm til að setja upp leiksýningar. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði setti upp Hárið og barst liðsauki úr óvæntri átt vegna COVID-19.
28.03.2021 - 20:00
Landinn
„Það eru bara rugludallar um borð“
„Já, örugglega bara síðan ég fór fyrsta túrinn minn þá hefur mig alltaf langað að verða sjómaður,“ segir Guðmundur Huginn Guðmundsson, jafnan kallaður Huginn, sem er líklega yngsti sjómaður landsins.
Myndskeið
Eldgosið á einni mínútu
Vefmyndavél RÚV á Fagradalsfjalli hefur fangað stórbrotnar jarðsögulegar myndir af eldgosinu í Geldingadölum. Eldgosið hófst föstudagskvöldið 19. mars og upptaka hófst laust fyrir hádegi á laugardaginn. Síðan þá hefur hraunbreiðan stækkað verulega og fyllir nú nær allan dalinn.
Myndskeið
Gufubólstrar við Trölladyngju ekki merki um eldvirkni
Gufubólstrar sem stíga upp frá Höskuldarvöllum og sáust vel í bjartviðrinu og stillunni í morgun, eru ekki til marks um eldvirkni. Almannavarnir fengu ábendingar um reyk eða gufu við Trölladyngju í dag og fyrir þremur dögum.
Myndskeið
Hraunpollar fljótir að myndast í Geldingadölum
Hraunpollar eru fljótir að myndast í Geldingadal eins og þetta myndband sem Aníta Ólöf Jónsdóttir sendi fréttastofunni. Þarna sést hversu þunnt lag storknaðrar kviku brotnar auðveldlega undan fljótandi kvikunni í hrauntjörninni sem er undir öllu nýja svarta hrauninu.
Myndskeið
Dæmigert íslenskt basalt kemur upp í Geldingadölum
Jarðvísindamenn hafa farið að gosstöðvunum til þess að taka sýni af þeim efnum sem spýjast upp úr jörðinni. Glóandi hraunið er auðvitað það tilkomumikla sem flestir fara að sjá en það er margt annað og ósýnilegra sem kemur upp.
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Myndskeið
Margir við gosstöðvarnar í nótt – sumir hjóluðu
Fjöldi fólks lagði leið sína á Fagradalsfjall og að gosstöðvunum seint í gær og í nótt til að berja gosið augum. Sjónarspilið var mikið en ekki hættulaust.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum
Vefmyndavél hefur verið komið upp á Fagradalsfjalli við Geldingadali þar sem eldgos hófst föstudagskvöldið 19. mars. Myndavélin horfir til suðausturs. Fjallið í bakgrunni er Stóri-Hrútur.
Myndskeið
Magnaðar kvikmyndir af gosinu
Kristinn Þeyr Magnússon, kvikmyndatökumaður RÚV, tók þessar mögnuðu myndir af eldgosinu í Geldingadölum á föstudagskvöld. Þær voru sýndar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
Landinn
Dreymir um safn fyrir íslensk spil
„Það er voða erfitt að fullyrða nokkuð um þjóðina per se, við skulum tala frekar um að vissar ættir séu meira í spilamennsku en aðrar, það kemur dálítið í ljós að þetta er dálítið fjölskyldutengt hvað menn eru að spila mikið. Sumar fjölskyldur koma ekki nálægt neinu meðan aðrar eru síspilandi. Ég hef rakið eina fjölskyldu norður í landi sem hefur spilað líklegast sama spilið í 150 ár," segir þjóðfræðingurinn og spilasafnarinn Tómas V. Albertsson.
17.03.2021 - 08:00
Landinn
Býr til skartgripi úr gömlum silfurbúnaði
Í Art galleríi hjá Jóný og Þuru í Vestmannaeyjum framleiðir sú síðarnefnda skartgripi úr gömlum silfurbúnaði eins og á færibandi. Aðallega hringi úr skeiðum.
14.03.2021 - 20:20
Landinn
Mjólkurbíllinn í óvissuferðum á Rauðasand
„Nú erum við að fara á Rauðasand, ná í mjólk þar og svo tökum við bæina hér á ströndinni,“ segir Gísli Ásberg Gíslason sem sækir mjólk tvisvar í viku á fjóra bæi á Barðaströnd. Sá fimmti er á Rauðasandi - handan tveggja fjallvega, Kleifaheiðar og Skersfjalls.
14.03.2021 - 14:00
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Landinn
Þróa karfasnakk og þaravín á meðan engir eru gestirnir
Ljósin eru slökkt, útidyrahurðin læst og salurinn tómur á veitingastaðnum Bjargarsteini í Grundarfirði. Og þannig hefur það verið um nokkra hríð - sem þó þýðir ekki að þar sé setið auðum höndum. Í bakhúsi er matreiðslumaður að brasa, hann er að búa til karfaroðssnakk.
07.03.2021 - 20:10
Landinn
Eignaðist langveikan son og keppir í kraftlyftingum
Kristín Þórhallsdóttir er alin upp á Laugalandi í Borgarfirði. Hún menntaði sig sem dýralæknir í Danmörku og byrjaði að starfa sem slíkur í Borgarfirði 2016. Hún eignaðist tvo drengi með stuttu millibili 2016 og 2018 en þegar sá yngri var lítill kom í ljós að ekki var allt eins og best verður á kosið.