Landshlutar

Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga en fé skortir
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vill leysa vanda talmeinafræðinga á Akureyri með því að gera samning við fyrirtækið þeirra í stað einstaka talmeinafræðinga. Að óbreyttu þyrftu þeir að hætta að sinna rúmlega 60 börnum vegna þess að þá skortir tveggja ára starfsreynslu.
14.06.2021 - 12:09
Fjöldi barna missir talmeinafræðing vegna reynslukröfu
Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.
Landinn
Sá fræjum til framtíðar
Tálknafjarðarskóli er meðal grunnskóla á Vestfjörðum sem taka þátt í verkefninu Fræ til framtíðar.
Landinn
Söluskáli sem var leikskóli
„Við keyptum þrjár einingar, það munaði ekki nema 50 þúsund að við fengjum þá fjórðu en það var annar sem bauð hærra. Þetta hefur hinsvegar dugað okkur ágætlega," segir Pálína Kristinsdóttir, kaupmaður á Landvegamótum, skammt frá Hellu. Söluskálinn við Landavegamót á sér sögu sem tengist eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973.
19.05.2021 - 07:50
Landinn
Gerir nákvæmar eftirmyndir af kindum úr ull
„Ég byrja alltaf á augunum. Mér finnst augað gera mynd lifandi,“ segir Jennifer Please, sem er jafnan kölluð Jenny. Í vinnuherbergi sínu í Garði við Kópasker vinnur Jenny með nálþæfingu að mynd úr ull af kind sem var henni kær.
18.05.2021 - 07:50
Landinn
Krakkar feta sig áfram í fornleifauppgreftri
Fornleifaskóli unga fólksins hefur verið starfræktur frá 2018 eða frá því að uppgröftur þar hófst í Odda. Hann er ætlaður krökkum í 7. bekk í grunnskólunum í Rangárþingi, bæði til að kynna þeim aðferðir fornleifafræðinnar og sögu sveitarinnar og þá sérstaklega Odda.
Sunnulækjarskóli vann Skjálftann 2021
Nemendur í Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru með sigur af hólmi í Skjálftanum 2021, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti annað sætið en Bláskógaskóli á Laugarvatni náði bronsinu.
16.05.2021 - 23:10
Landinn
Sér Ísafjörð fyrir sér sem miðstöð skútusiglinga
„Það er náttúrlega bara eitthvað heillandi við það að sigla undir seglum og vera út á hafi,“ segir Elvar Vilhjálmsson, sem er á siglinganámskeiði á skólaskútunni Teistu í Skutulsfirði. Það er fyrirtækið Aurora Arktika sem býður upp á námskeiðin sem hófust fyrr í vor.
16.05.2021 - 20:10
Landinn
Heimsfaraldur með heljartök á leikfélagi
„Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Veröld sem var og þar var meðal annars verið að fjalla um óskalög sjómanna, þannig fékk ég þessa hugmynd að taka vinsæl dægurlög, sjómannalög, og semja í kringum þau verk," segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur. Úr þessari hugmynd hans varð leikritið „Á frívaktinni“ sem til stóð að frumsýna um síðustu helgi hjá leikfélagi Sauðárkróks.
12.05.2021 - 17:02
Landinn
Tónlist eftir átján borholur og eina virkjun
„Ég skynja tónlistina sem listform og ég hef ekki áhuga á því að skipa henni bás í klassískt form. Ég hef meiri áhuga á að hlusta á það sem fyrir er og þá einkum í náttúrunni sem í reynd er músík,“ segir Konrad Korabiewski, listamaður. Konrad býr á Seyðisfirði en sækir efnivið fyrir verk, sem hann vinnur nú að, í Kröfluvirkjun og borholur hennar.
12.05.2021 - 08:35
Landinn
Krakkar setja saman lítið orgel sem virkar
„Við erum að setja saman lítið pípuorgel, kemur í litlum bitum, svolítið eins og legó eða trékubbar, púslum því saman í hljóðfæri sem virkar,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju.
10.05.2021 - 12:03
Landinn
Veðurstöðvar eru ekki endilega þar sem veðrið er best
Veðurstöðvar safna upplýsingum um hita, raka, vind, loftþrýsting, úrkomu og fleira sem er miðlað á síðum eins og vedur.is - en það er ekki víst ekki eini tilgangurinn.
09.05.2021 - 12:37
Landinn
Þvottavélin Þörf var bylting í sveitum
Um miðja síðustu öld hóf uppfinningamaðurinn Alexander Einbjörnsson að smíða handknúnar þottavélar sem hann nefndi Þörf. Þvottavélin þótti mikil bylting og Alexander seldi yfir þúsund vélar sem notaðar voru víða í sveitum, allt þar til rafmagn kom á bæina.
04.05.2021 - 15:01
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Landinn
Gömul ávaxtadós í lykilhlutverki á rækjuveiðum
Þeir Haraldur Ágúst Konráðsson og Barði Ingibjartsson eru á rækjuveiðum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þeir hafa róið saman í þrjú ár. Trollið er dregið eftir sjávarbotninum og áttatíu mínútum og nokkrum kaffibollum síðar dregur til tíðinda.
02.05.2021 - 11:31
Landinn
Enginn munur á eld í rafbílum og öðrum bílum
„Nú erum við farin að nota aðrar aðferðir við að slökkva í bílum ef við getum. Við breiðum eldvarnarteppi yfir bílinn, stórt teppi, ekki ósvipað eldvarnarteppum sem fólk hefur á heimilum sínum, nema bara miklu stærra,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
27.04.2021 - 07:50
Landinn
Svíkja loforð um að ræða vinnuna ekki heima
Í Tálknafirði eru nokkrar eldiskvíar á landi sem tilheyra fjölskyldufyrirtækinu Tungusilungi. Fyrirtækið er stofnað af Magnúsi Kr. Guðmundssyni, pabba framkvæmdastjórans, Freyju Magnúsdóttur, og svo starfar sonur Freyju, Ragnar Þór Marinósson, einnig við eldið.
25.04.2021 - 13:28
Landinn
Snjóléttur vetur fer vel með vegagerð á Dynjandisheiði
„Þetta er semsagt fyrsti áfangi á veg yfir Dynjandisheiði, þetta verk sem við erum með hérna, sex kílómetra kafli hérna sunnan við heiðina og svo fjögura kílómetra kafli í Arnarfirði – í framhaldi af Dýrafjarðargöngunum,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnastjóri hjá ÍAV.
21.04.2021 - 07:50
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32
Landinn
Lettnesk páskahátíð í Vogum
„Ég myndi segja að páskarnir séu þriðja stærsta hátíðin í Lettlandi á eftir jónsmessu og jólum,“ segir Lauma Gulbe frá Lettneska skólanum í Reykjavík. Hún bauð Landanum að upplifa lettneska páskahátíð á heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. 
05.04.2021 - 07:30
Landinn
Gott að vera vel giftur guðfræðingur og lögga
Pabbi Hilmis Þórs Kolbeins starfaði sem kirkjuvörður og áhugi Hilmis á guðfræði kviknaði því snemma. Hann ákvað engu að síður að ganga í lögregluna 23 ára gamall, 1998, og hefur unnið þar síðan fyrir utan hlé á köflum þegar hann fór í guðfræðinámið 2015. 
04.04.2021 - 20:15
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Búið að rýma Geldingadali
Tekist hefur að rýma gosstöðvarnar í Geldingadölum en síðustu gosferðalangarnir voru enn að skila sér af fjöllum rétt fyrir tvö í nótt, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Metfjöldi heimsótti gosstöðvarnar í dag og kvöld en lögregla og björgunarsveitir hafa unnið að því hörðum höndum að rýma svæðið frá því um miðnæturbil. Þótt nokkuð væri um að fólk meiddist og þyrfti aðstoð gekk kvöldið stóráfallalaust.