Landeyjahöfn

Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Gamli og nýi Herjólfur sigla báðir um helgina
Gamli Herjólfur siglir ásamt þeim nýja um verslunarmannahelgina. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að tveimur ferðum verði bætt við með gömlu ferjunni yfir Þjóðhátíð. Þannig verði hægt að mæta þörfum Þjóðhátíðargesta. Hann segir að það verði frábært veður, frábært fólk og frábærar siglingar um helgina.
30.07.2019 - 09:35
Nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun
Nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyjarhafnar á morgun.Fyrsta ferð nýs Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum kl. 19:30 annað kvöld. Aðstaða í Vestmannaeyjahöfn hefur nú verið bætt þannig að ferjan getur hafið siglingar á milli lands og Eyja án þess að tekin sé áhætta með skemmdir á Herjólfi.
24.07.2019 - 16:51
Hljóðbrot
Herjólfur of hár í Eyjahöfn
Framkvæmdir við viðlegukant í Vestmannaeyjahöfn eru ástæða þess að siglingar nýs Herjólfs milli lands og eyja hefjast ekki í dag, eins og til stóð. Til stendur að bæta úr þessu. Talið er að framkvæmdirnar taki nokkrar vikur og að kostnaður við þær hlaupi á milljónum.
18.07.2019 - 14:10
Herjólfur afhentur: Íslenskur fáni við hún
Vegagerðin fékk nýju Vestmannaeyjaferjuna Herjólf afhenta í dag. Upphaflega stóð til að ferjan yrði komin í notkun fyrir Þjóðhátíð í fyrra en afhending hefur tafist trekk í trekk. Nú síðast vegna deilna um greiðslur fyrir skipið.
04.06.2019 - 14:34
Segir að enn þurfi að dýpka töluvert meira
Landeyjahöfn hefur verið opnuð fyrir sumarið. Síðustu daga hefur sandi verið dælt úr höfninni og er hún nú orðin fær til siglingar. Dýpka þarf þó töluvert mikið meira að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.
02.05.2019 - 12:26
„Gleðidagur þótt hann hefði mátt koma fyrr“
Klukkan sjö í morgun sigldi Herjólfur sína fyrstu ferð á þessu ári til Landeyjahafnar. Síðustu daga hefur sandi verið dælt úr höfninni og er hún nú orðin fær fyrir Herjólf. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir opnun hafnarinnar mikið gleðiefni.
02.05.2019 - 07:54
Landeyjahöfn: Ekki skilyrði til dýpkunar í dag
Ekki er talið færi til dýpkunar Landeyjahafnar í dag vegna veðurs og sjólags. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að lítið sé eftir að dýpka í höfninni en ölduhæð sveiflist núna sem geri erfitt fyrir. Reynt verði að fara í dýpkun í dag en ólíklegt að veður leyfi það. Ágætisveðri sé hins vegar spáð upp úr hádegi á morgun og þá verði hægt að hefjast handa á ný við dýpkunina.
29.04.2019 - 10:02
Mjaldra systrum seinkar enn frekar
Komu mjaldranna hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Systurnar Litla-hvít og Litla-grá áttu að koma til landsins í dag frá Kína. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sealife Trust sem kemur að verkefninu. Þar segir að töfin sé tímabundin og komi til vegna veðurs og erfiðra aðstæðna til flutninga sjóleiðina frá landi til Vestmannaeyjar. Flutningarnir fari fram þegar veður og aðstæður leyfa. 
16.04.2019 - 12:57
Milljarði meira í dýpkun en stofnkostnað
Rúmum 3,3 milljörðum króna hefur verið varið í að dæla möl og sandi úr Landeyjahöfn frá því hún var tekin í notkun. Kostnaður við dýpkun er orðinn meiri en stofnkostnaðurinn við höfnina. 
16.04.2019 - 12:44
Vilja breyta ferðaáætlun mjaldranna
Koma mjaldra systranna Litlu-hvítar og Litlu-gráar til landsins frestast enn frekar. TVG Zimsen, sem flytur mjaldrana til landsins, skoða nú hvort hægt sé að flýta fyrir komu þeirra með flugi í stað siglingar til Vestmannaeyja.
15.04.2019 - 14:31
830 milljónir í rafvæðingu Herjólfs
Samþykkt hefur verið 830 milljóna fjárveiting til að greiða fyrir stærri rafgeyma í nýja Vestmannaeyjaferju og tengibúnað fyrir hleðslu þeirra úr landi, svo sigla megi ferjunni milli lands og Eyja á rafmagni eingöngu. Þetta kemur fram í minnisblaði Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis til Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
29.01.2019 - 04:50
Herjólfur ekki í viðgerð fyrr en eftir áramót
Herjólfur fer ekki í viðgerð fyrr en eftir áramót, tveimur mánuðum seinna en til stóð. Ástæðan er seinagangur við smíði varahluta í skipið. Vegagerðin hefur leigt nýtt skip sem aðeins getur siglt til Þorlákshafnar.
22.10.2017 - 16:02
Landeyjahöfn opnuð í næstu viku?
„Ef allt gengur að óskum er vonandi hægt að sigla í Landeyjahöfn í lok næstu viku“, segir Fannar Gíslason verkfræðingur á siglingasviði Vegagerðarinnar. Miðað við veðurspá geti belgíska dýpkunarskipið Galilei 2000 dýpkað næst á sunnudag. Það taki skipið þrjá daga að ljúka verkinu. Hann segir að starfsmenn Suðurverks ljúki brátt við að moka foksandi úr höfninni.
07.04.2016 - 16:54
Moka sandi allan sólarhringinn
Starfsmenn Suðurverks leggja nótt við dag við að moka sandi úr Landeyjahöfn. Þeir hófu mokstur í gær, eftir nokkurn undirbúning. „Við þurftum að laga til púða þar sem við gætum komið tækjunum örugglega fyrir“, segir Dofri Eysteinsson forstjóri Suðurverks. Þeir vinna verkið með fimm stórvirkum tækjum. Belgíska dýpkunarskipið Galileo dælir á sama tíma sandi úr innsiglingunni og af botni hafnarinnar.
29.03.2016 - 18:31
„Þurfum kannski að eiga dýpkunarskip“
„Það þarf að fara skoða hvort skynsamlegt sé að ríkið eignist dýpkunarskip“, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Það eiga Danir og við hér áður fyrr. Þetta gæti orðið hagkvæmt, skipið gæti dýpkað um allt land og verið betur útbúið til að dýpka í Landeyjahöfn. Dýpkunarskip Björgunar og Belganna eru gömul, annað fimmtugt og hitt fertugt. En það gæti orðið þungur róður að fá slíkt skip“.
23.03.2016 - 18:04
„Forsendur dýpkunar alrangar“
„Ég benti á það strax árið 2010, að færi ölduhæð við Landeyjahöfn mikið yfir einn metra væri ekki hægt að dýpka. Okkur var þá bannað að tjá okkur um þetta“, segir Óttar Jónsson skipstjóri á dýpkunarskipinu Dísu. „Það er komið í ljós núna að þetta er rétt, alveg sama þó dýpkunarskipið sé stærra. Dýpkun utan við garðana hefur engu skilað og höfnin er full af sandi“.
21.03.2016 - 16:56
Landeyjahöfn full af sandi
Litlar sem engar líkur eru á að Landeyjahöfn verði opin um páskana. Að sögn verkfræðings hjá Vegagerðinni er innri höfnin full af sandi.
18.03.2016 - 18:50
Dýpkun loks hafin á ný
Belgíska dýpkunarskipið Galileo 2000 hóf dýpkun í Landeyjahöfn um hádegi í dag. Illa hefur gefið til dýpkunar allt frá því Galileo byrjaði 26. febrúar, þegar hætta varð dýpkun eftir sólarhring. Talið er að nú verði hægt að dýpka með hléum næstu 6 daga. Spáð er að hvessi í fyrramálið.
17.03.2016 - 15:44
Vilja laga höfnina áður en ný ferja er smíðuð
Um 87 prósent Vestmannaeyinga eru sammála eða mjög sammála því að gera beri endurbætur á Landeyjahöfn áður en ný ferja er smíðuð. Sami fjöldi er mjög eða frekar óánægður með samgöngur til og frá Eyjum. Tæplega 72 prósent telja að ný ferja þurfi að vera hönnuð fyrir siglingar bæði til Landeyja og Þorlákshafnar. MMR gerði könnun á meðal Eyjamanna, fyrir netmiðilinn http://eyjar.net .
09.03.2016 - 15:03
Tvö skip dýpka Landeyjahöfn
Dýpkunarskipin Dísa og Galileo 2000 vinna nú að dýpkun Landeyjahafnar. Dísa kom í höfnina í gær og belgíska skipið Galileo í morgun. „Ef veður helst stillt gætu þau náð þessu á fjórum dögum“, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Langtímaspáin vakti með okkur vonir um að Herjólfur gæti farið um höfnina uppúr helgi, en hún hefur nú breyst dálítið og við vitum ekki hvað verður“.
24.02.2016 - 18:16
Eyjamenn mótmæla hækkun fargjalda
Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir harðlega hækkun fargjalda Eyjaferjunnar Herjólfs sem á að taka gildi 15. þessa mánaðar. Þá hækkar gjald fyrir siglingu til Þorlákshafnar um 1,8% og siglingu í Landeyjahöfn um 4,5%. Erindi frá Eimskip um hækkunina var lagt fram á fundi bæjarráðsins í gær.
06.01.2016 - 19:04
Búnaði og öryggi ábótavant í Perluslysinu
Illa hannaður búnaður og óöruggt starfsumhverfi voru meginorsakir alvarlegs vinnuslyss um borð í sanddæluskipinu Perlu þar sem það var við dælingu í Landeyjahöfn í apríl síðastliðnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á dögunum. Einn skipverja slasaðist alvarlega í slysinu.
22.12.2015 - 06:32
Nógu djúpt í Landeyjahöfn
Nú er nægt dýpi í Landeyjahöfn til þess að Herjólfur komist þar inn, en óvíst er um siglingar vegna veðurs og ölduhæðar. Sanddæluskipið Dísa hefur dælt úr höfninni undanfarna daga. Eftir það var höfnin grynnst 6 metrar á fjöru. „Það er í sjálfu sér nógu djúpt þarna núna, en skipstjórinn hefur náttúrulega alltaf úrslitavald í þessu“, segir Guðmundur Helgason hjá Vegagerðinni.
17.12.2015 - 15:11
Metdæling úr Landeyjahöfn í ár
Á þessu ári hefur verið dælt um 750 þúsund rúmmetrum af sandi af hafsbotni í og við Landeyjahöfn fyrir um 520 milljónir króna. Það er meira en helmingi meira en dælt hefur verið á einu ári áður, síðan höfnin var tekin í notkun árið 2010.
04.12.2015 - 15:25