hilmarkari's picture
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir Ólöf / RÚV RÚV

Texti: 

Hún er yndisleg, ómótstæðileg
og í augum brennur eldur
hún gæti jafnvel farið heim með þér
í kvöld, minn kæri vin 

En hún er óróleg, spinnur skuggavef
án hiks hún rifi’ úr þér hjartað
þig langar en þú færð ei hamið
villta sál, minn kæri vin 

Hún er óvær
hún kemur inn á kvöldin
og tekur af þér völdin
Hún er óvær
Hjartað í þér brennur
Blóðið hraðar rennur
Hún er óvær
Hún kastar þér en heldur þinni sál 

Hún er iðin snót með sinn fima fót
Víst er hún rétt að byrja
Kannski væri ráð að slaka á
og róa sig um sinn 

En vittu veslings þú að hún er einmitt sú
sem lygnir villtan storminn
Þú veist að þú munt halda verri leið
í kvöld, minn kæri vin. 

Hún er óvær
hún kemur inn á kvöldin
og tekur af þér völdin
Hún er óvær
Hún þiggur þig með þökkum
í þúsund litlum pökkum
Hún er óvær
Hjartað í þér brennur
Blóðið hraðar rennur
Hún er óvær
Hún kastar þér en heldur þinni sál

 

Lagahöfundur: 

Textahöfundur: 

Flytjandi: