Heim til þín

Mynd: Eggert Þór Jónsson / Sævar J / RÚV

Texti

HEIM TIL ÞÍN

Hlusta’ á regnið
skella’ á rúðunni í nótt
sólin sefur værum svefni
inni er allt svo hljótt.

Bak við skjáinn
starir djúpt í augun mín
fjarlægðin hún gleymist
er ég svíf í huga mínum heim til þín.

Sérhvern dag, hvert andartak
baksviðs inni í höfðinu á mér
hvert tónverk, hvert bassaslag
leiksýning sem enn óskrifuð er.

Skýjaborg breytist í minningar
finnst eins og tíminn hann stand’í stað
andlit þitt birtist mér allsstaðar
augu þín færa mér bjartan dag.

En nú vorar óðum hjarta mínu í
teljum niður é’rað koma til þín.

Hlusta’ á regnið
skella’ á rúðunni í nótt
sólin sefur værum svefni
inni er allt svo hljótt.

Bak við skjáinn
starir djúpt í augun mín
fjarlægðin hún gleymist
er ég svíf í huga mínum heim til þín.

Sálir okkar slá í takt
hef þig hér í hjartastað
þú ert allt það
þú ert allt sem ég þarf.

Hlusta’ á regnið
skella’ á rúðunni í nótt
sólin sefur værum svefni
inni er allt svo hljótt.

Bak við skjáinn
starir djúpt í augun mín
fjarlægðin hún gleymist
er ég svíf í huga mínum heim til þín.

Hlusta’ á regnið
skella’ á rúðunni í nótt
sólin sefur værum svefni
inni er allt svo hljótt.

Bak við skjáinn
starir djúpt í augun mín
fjarlægðin hún gleymist
er ég svíf í huga mínum heim til þín.