hilmarkari's picture
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV

Texti: 

Kebabkofar og tevagnar, kryddbásar og teppi.
Klæðskerar og sundlaugar, tangóar og epli. 

og ég sé þig
og ekki hvaðan þú ert að koma
ég sé þig
og ekki hvað þú virðist vera
ég sé þig
og ég veit hvað ég þarf að gera
ég sé þig
og það sem gerir þig eins og mig 

Flugdrekar og kastalar, kábojar og slæður.
Spákonur og kærastar, kviðmágar og bræður. 

Við erum öll um borð í bát
sem bifast áfram gegnum tímann.
Leyfum ekki heimsku og hatri 
að láta ' hann sökkva leiðumst heim að strönd. 

og ég sé þig þig
og ekki hvaðan þú ert að koma
ég sé þig þig
og ekki hvað þú virðist vera
ég sé þig þig
og ég veit hvað ég þarf að gera
ég sé þig þig
og það sem gerir þig eins og mig 

Öndum oní Atlandshafið
áfram ég og þú.
Öndum alveg oní maga,
ást og frið og trú. 

og ég sé þig þig
og ekki hvaðan þú ert að koma
ég sé þig þig
og það sem gerir þig eins og mig

Lagahöfundur: 

Textahöfundur: 

Flytjandi: