hilmarkari's picture
Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV

Texti: 

 Það gerðist allt svo hratt
þá lífið snéri við
það er svo ótal margt
sem þolir enga bið
nú saman við biðjum því
við vitum jú að lífið liggur við 

úr huganum aldrei víkur frá vonin
ég ferðast mun allt með þér
þótt langur sé sá vegur
með tímanum munu sárin þó gróa
ef allt fer á betri veg
ég leiði þig heim 

hver örlát hjálparhönd
svo sterk þau vinabönd
svo ung og fögur sál
i æðum logar bál
nú saman við biðjum því
við vitum jú að lífið liggur við 

úr huganum aldrei víkur frá vonin
ég ferðast mun hvert sem er
ég leiði þig heim 

þó að meinið hafi sótt á þig
þá lifir enn sami kraftur í þér
nú ég þrái heitt það kraftaverk
að senn ,èg sjái þig blómstra á ný
ég trúi því 

með tímanum munu sárin þó gróa
og allt fer á betri veg
ég leiði þig heim 

það gerðist allt svo hratt
en áfram höldum við

Lagahöfundur: 

Textahöfundur: 

Flytjandi: