Ástfangin

Mynd: Eggert Þór Jónsson / Sævar J / RÚV

Texti

ÁSTFANGIN

Ég varð svo óvænt ástfangin af þér.
Og þú gerðir allt sem best þú gast gagnvart mér.
Ég fann svo vel hve þú unnir mér.
Í hjarta mér lýsir myndin af þér.

Mitt hjarta vannst en ég hvarf á braut,
svo skamma stund þinnar ástar naut.
Ó, ég er ástfangin.

Ég þrái’ að snúa ‘á ný til þín,
þér tjá þá ást sem í mér skín.
Ó, ég er ástfangin af þér.
Ó, af þér.

Enn finn ég mjúkar varir þínar á mér,
það sem við áttum skildi mig eftir hér.
Ég reyni að komast yfir þig,
en söknuður yfirtekur mig.

Mitt hjarta vannst en ég hvarf á braut,
svo skamma stund þinnar ástar naut.
Ó, ég er ástfangin.

Ég þrái’ að snúa’ á ný til þín,
þér tjá þá ást sem í mér skín.
Ó, ég er ástfangin af þér.
Af þér.
Af þér.