L-listinn - Blönduósbær

Vilja efla atvinnumálin á Blönduósi
Atvinnu- og húsnæðismál eru meðal brýnustu verkefna á Blönduósi að mati oddvita flokkanna tveggja, Lista fólksins og Óslistans, sem þar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum um næstu helgi. Í bænum er að hefjast bygging á fyrsta íbúðarhúsinu í nokkur ár.
Listi fólksins sigraði á Blönduósi
Mjótt var á munum á Blönduósi, en þar sigraði Listi fólksins með naumum meirihluta, fékk 50,97 prósent atkvæða og fjóra menn kjörna, en J-listinn 49,03 prósent atkvæða og þrjá menn. Kjörsókn var 83,75 prósent.
Valgarður leiðir L-lista í Blönduósbæ
L-listi fólksins, sem nú er með meirihluta í Blönduósbæ, kynnti í morgun framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí. Listinn er samstarfsvettvangur Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, auk þess sem fólk utan flokka starfar á listanum.