L-listinn - Akureyri

Börn, millilandaflug og styttri vinnuvika
Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Framsóknarflokkurinn heldur formennsku í bæjarráði og L-listi forseta bæjarstjórnar. Farið verður í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku og bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.
Kynna málefnasamning og embætti í dag
Meirihluti Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn Akureyrar kynna og undirrita málefnasamning sinn í dag. Dagvistunarmál verða ofarlega á baugi í samningnum.
Óvíst hvort staða bæjarstjóra verði auglýst
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki ákveðið hvort ráðið verði í starf bæjarstjóra án auglýsingar. Vinna við málefnasamning er á lokametrunum og verður hann kynntur flokkunum í þessari viku. Formaður bæjarráðs Akureyrar segir áherslu lagða á málefni barna, unglinga og aldraðra.
Gunnar býður Framsókn og L-lista upp í dans
Oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri vill sjá heildarsamband allra flokka í bæjarstjórn eða sjö manna meirihluta með Framsóknarflokki og L-lista. Það séu vonbrigði að vera með flesta bæjarfulltrúa annað kjörtímabil og vera aftur í minnihluta. Oddvitar L-lista og Samfylkingar segja viðræður við Framsóknarflokk í fullum gangi, en ekkert sé í höfn. „Við erum trú því eins og er,” segir oddviti L-lista.
Vilja halda meirihlutasamstarfi áfram
Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á Akureyri. „Við ætlum að gefa okkur tíma fram að mánaðamótum til að sjá hvort við náum ekki saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, en hún var einmitt á fundi með meirihlutanum þegar fréttastofa náði tali af henni síðdegis.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri. 
Miklar breytingar hjá L-listanum á Akureyri
Halla Björk Reynisdóttir flugumferðarstjóri leiðir L-listann á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Miklar breytingar eru á listanum frá síðustu kosningum. Fyrrum félagsmenn í Bjartri framtíð og Viðreisn eru áberandi á listanum. 
Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar til L-listans
Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri, hyggst vinna með L-listanum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram í sveitarfélaginu. Preben ætlar ekki að taka sæti ofarlega á lista L-listans, en verður mögulega kosningastjóri flokksins.
„Heilsan er númer eitt, tvö og þrjú”
Forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir að fólk gleymi oft heilsunni og fái það í bakið síðar. Hann ætlar að hætta eftir þetta kjörtímabil til að huga betur að sjálfum sér og fjölskyldu sinni, enda er töluvert langt síðan læknar settu honum stólinn fyrir dyrnar. Hann segir að stjórnmálastarfið geti verið vanþakklátt þótt það hafi marga kosti. Samstarfið í bæjarstjórn hafi verið gott.
24.01.2018 - 11:59
Meirihlutaviðræður á lokametrunum
Málefnasamningar nýrra meirihluta á Akureyri, Hafnarfirði og Reykjavík eru á lokametrunum. Allt gott en lítið er að frétta af meirihlutaviðræðum í Reykjavík að sögn Dags B. Eggertssonar leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni.
Ræða saman um myndun meirihluta á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna á Akureyri, bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og er því með þrjá. L-listinn, sem tapaði fjórum af sex bæjarfulltrúum sínum í kosningunum og þar með meirihluta í bæjarstjórn, er í viðræðum við Framsóknarflokk og Samfylkingu um myndun nýs meirihluta.
Meirihlutaþreifingar hafnar á Akureyri
Fulltrúar L-lista, Samfylkingar og Framsóknarflokks hafa rætt saman um myndun nýs meirihluta á Akureyri. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins, staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu.
Meirihlutinn fallinn á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum á Akureyri eða 25,7 prósent og þrjá menn kjörna. Listi fólksins tapaði meirihluta sínum, fékk 21 prósent og tvo menn.
Viðbrögð oddvitanna á Akureyri
Meirihlutinn á Akureyri er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn er með fjórðungsfylgi í bænum. Strax og fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld var ljóst að miklar breytingar yrðu á bæjarstjórn.
Vilja auglýsa eftir bæjarstjóra.
Oddvitar bæði L-listans og Framsóknarflokksins vilja að Eiríkur Björn Björvinsson verði áfram bæjarstjóri á Akureyri. Hann var ráðinn í upphafi síðasta kjörtímabils. Aðrar leiðtogar flokkanna segjast bera traust til Eiríks Björns en vilja að starfið verði auglýst komist þeir í meirihluta.
Framboðsfundur í Speglinum: Akureyri
Kosningafundur verður með oddvitum flokkanna á Akureyri í Speglinum í kvöld klukkan sex. Sjö flokkar bjóða fram: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Dögun og L-listinn, bæjarlisti Akureyrar.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn mælast með mest fylgi á Akureyri samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag og fjallað er um í blaðinu í dag.
L-listinn tapar miklu fylgi á Akureyri
Fylgi L-listans á Akureyri, Lista fólksins, hefur minnkað um helming frá síðustu sveitarstjórnarkosningum ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. L-listinn hlaut 45 prósent atkvæða í kosningunum 2010 og sex bæjarfulltrúa af 11, eða hreinan meirihluta.