Kvikmyndagagnrýni

Gagnrýni
Svanasöngur á leiði
Daniel Craig snýr aftur í hinsta sinn sem njósnari hennar hátignar, James Bond, í kvikmyndinni No Time to Die. Myndin er verðugur endir á löngu og farsælu skeiði leikarans í hlutverkinu, segir Gunnar Ragnarsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Hljóðlát ævintýri í Þögluvík
Upplegg A Quiet Place-myndanna snýst um skortinn á því sem við teljum sjálfsagt, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi. Seinni myndin rími sterkar við samtímann.
Gagnrýni
Tilraunaeldhús og leikbrúðan Bogi Ágústsson
Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram þessa dagana í Bíó Paradís. Stuttmyndahluti hátíðarinnar heitir Sprettfiskur þar sem tvöfalt fleiri myndir eru á dagskrá miðað við fyrra ár. Það er bæði kostur og galli, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Að setja heiminn á bið
Ný íslensk heimildarmynd, Apausalypse eða Tídægra, eftir Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnason fjallar um það þegar heimurinn var settur á pásu í heimsfaraldrinum. „Hér hefði líklega mátt kafa dýpra eftir sögum, sögum úr hversdeginum, sögum úr kófinu. Eða finna meiri og dýpri heimspeki, hvort sem er,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Hústökumenn uppavæðingarinnar
„Þetta er saga sem maður sér í mismunandi myndum um allan heim,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi um kvikmyndina The Last Black Man in San Francisco. Myndin fjallar um svartan mann sem leitar að dvalarstað í borg sem virðist hafa gleymt honum.
Gagnrýni
Sálin og hrunið, sveitin og geðveikrahælið
Alma, ný kvikmynd Kristínar Jóhannesdóttur, er örlagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild. „Hér er einhver samruni ljóða og kvikmynda með nýjum meðulum sem maður hefur varla séð áður í íslensku bíói,“ segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Júdas skákar frelsaranum
Júdas og svarti Messías er ágæt spennumynd og aldarspegill um einn af helstu uppreisnarforingjum Svörtu pardusanna, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi. Sá ljóður sé þó á myndinni að hún dvelur ekki nóg hjá baráttumönnunum sjálfum.
Gagnrýni
Krúnudjásn á merkilegum ferli Anthony Hopkins
Faðirinn, með Anthony Hopkins í aðalhlutverki, fjallar um aldraðan mann með heilabilun. Hopkins hefur í minni flestra áhorfenda alltaf verið faðirinn, segir Ásgeir H. Ingólfsson gagnrýnandi, „og einmitt þess vegna verður enn átakanlegra þegar hinn sterki faðir er skyndilega ekki svo sterkur lengur.“
Gagnrýni
Veröld manneskjunnar andspænis veröld stórfyrirtækja
Nomadland er stórkostleg kvikmynd, bæði tímalaus og nútímaleg, um farandverkafólk í Bandaríkjunum, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Kvikmynd með hjartað á réttum stað
Þorpið í bakgarðinum er hugljúf og einlæg mynd um sorg og missi og hvernig nýjar tengingar geta haft áhrif og breytt lífi annarra, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi.
Gagnrýni
Drungalegt Disney sem slær of fast á léttu strengina
Tónninn er merkilega myrkur í nýjustu Disney-myndinni, Raya og síðasta drekanum, söguefnið alvarlegt og myndin ekki gerð fyrir yngstu áhorfendur, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en svo virðist sem framleiðendur treysti ekki sínum eigin áhorfendum.
Gagnrýni
Daðrað við fáránleika án þess að taka skrefið að fullu
Kvikmyndin Hvernig á að vera klassa drusla er óbeint innlegg í femíníska umræðu og ágæt áminning um tvöfalt siðgæði kynjanna, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi. Myndin sé á köflum fyndin en nái ekki miklu flugi.
Gagnrýni
Merkilega kraftlaus heimsendir Georges Clooneys
Kvikmyndin The Midnight Sky er glæsileg á að líta, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi, en myndin sé þess utan óspennandi og að mestu óeftirminnileg.
Gagnrýni
Stórbrotin fæðing verður klisjum að bráð
Kvikmyndin Pieces of a Woman hefst á atriði sem er hreint út sagt ótrúlegt áhorfs, segir Gunnar Eggertsson gagnrýnandi, en því miður reiði myndin sig fullmikið á augljósa táknfræði að því loknu.
Gagnrýni
Óvenjulegt meistaraverk Davids Finchers
Nýjasta kvikmynd leikstjórans Davids Finchers, Mank, sem kom út á Netflix í desember, er óður til gullára Hollywood og klassískrar kvikmyndagerðar fjórða og fimmta áratugarins. Þetta ástríðuverkefni leikstjórans nær að vera bæði persónulegt og pólitískt, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi.
22.12.2020 - 08:14
Gagnrýni
Hressilega gamaldags ofurhetjumynd
Undrakonan er mætt til bjargar þeim sem saknað hafa stórmynda í kvikmyndahúsum í heimsfaraldrinum. Kvikmyndin Wonder Woman 1984 er fallegt endurhvarf til klassískra ævintýramynda, segir Gunnar Theodór Eggertsson gagnrýnandi.
21.12.2020 - 15:29
Gagnrýni
Sóttkvíarbíó í hertu samkomubanni
Bíórýnir Lestarinnar nýtir tímann vel í samkomubanninu og rýnir hér í þrjár nýlegar kvikmyndir sem allar eru aðgengilegar á efnisveitunni Netflix; His House, Horse Girl og Rebecca.
07.11.2020 - 16:10
Gagnrýni
Prinsessurnar sem frelsuðu sig sjálfar úr álögum
Þriðji póllinn og Á móti straumnum eru frábærar heimildarmyndir um litbrigði lífsins sem fá áhorfendur til að fella tár og taka bakföll af hlátri, segir Júlía Margrét Einarsdóttir.
Gagnrýni
Máttur söngsins, ósýnilegar hetjur og lifandi póstkort
Kvikmyndarýnir Lestarinnar skellti sér á kvikmyndahátíðina Skjaldborg í enduropnuðu Bíó Paradís síðustu helgi og segir okkur frá heimildarmyndunum Aftur heim?, Góða hirðinum og Hálfum álfi sem vann dómnefndarverðlaun hátíðarinnar.
Gagnrýni
Falleg tímaskekkja sem er hressandi að gleyma sér í
Kvikmyndarýnir Lestarinnar er mátulega hrifinn af þriðju myndinni í Bill & Ted-bálknum sem sýnd er nú næstum þrjátíu árum á eftir þeirri síðustu. Hann segir fyrri hlutann þó mun sterkari en hinn síðari þar sem hann hefði viljað sjá eilítið persónulegri lokapunkt.
Gagnrýni
Mikið sjónarspil en Nolan-þreyta gerir vart við sig
Bíórýnir Lestarinnar segir leikstjórann Christopher Nolan eins og blöndu af Stanley Kubrick og Michael Bay, þar sem hann reyni jöfnum höndum við listræna framúrstefnu og formúlukenndar hasarklisjur. „Ekkert endilega slæm blanda, en gerir að verkum að mér finnst eitthvað vanta upp á heildina í mynd á borð við Tenet.“
03.09.2020 - 09:16
Gagnrýni
Afbyggir ranghugmyndir og hundahatur Íslendinga
Heimildarmyndin um hundinn Rjóma og baráttu eiganda hans fyrir því að fá að flytja hann til Íslands er umhugsunarverð mynd að mati kvikmyndarýnis Lestarinnar, sem ögrar úreltri hugsun um samband manns og dýra.
28.06.2020 - 11:55
Gagnrýni
Merkileg mynd þó tónninn flökti um víðan völl
Kvikmyndarýnir Lestarinnar segir Da 5 Bloods eftir Spike Lee virka bæði sem heimildamynd og skáldskapur og sé gerð af leikstjóra sem hefur góð tök á efninu. Fyrst og fremst er hún þó kvikmynd sem er í sterku sambandi við sinn eigin samtíma og lifandi heimild.
27.06.2020 - 09:33
Gagnrýni
Ljót og erfið mynd sem leggur áherslu á þolandann
Hryllingsmyndin Næturgalinn er erfið áhorfs en bæði merkileg og mikilvæg að mati kvikmyndarýnis Lestarinnar á Rás 1. Hún er líka skýr sönnun þess hvað Jennifer Kent er spennandi leikstjóri, en hún vakti mikla athygli fyrir frumraun sína The Babadook.
01.06.2020 - 10:00
Gagnrýni
Dæmisaga og Draugabær í heimabíói
Kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar þarf að leita á náðir streymisveitna í bíóleysi samkomubannsins og rýnir í myndirnar Platform og Ghost Town Anthology.