*

Deildu með okkur

Í hverri viku fær Kveikur fjölda góðra ábendinga frá áhorfendum. Við hvetjum sérstaklega þá sem hafa gögn í fórum sínum sem eiga erindi við almenning að hafa samband.

Auðveldasta leiðin til að senda okkur skilaboð er í gegnum tölvupóstfangið [email protected] Ef þú vilt nýta þér öruggari leiðir til að senda til okkur ábendingar í trúnaði eru eftirfarandi leiðir:

GPG email

Ef að SecureDrop liggur niðri eða einhver önnur ástæða er fyrir því að þú vilt ekki nota gáttina geturðu aukið öryggi tölvupóstsamskipta með GPG dulkóðum. Þá eru samskiptin dulkóðuð með lykli sem aðeins sá sem þú vilt að geti lesið póstinn getur notað.

Dulkóðunarlyklar fréttamanna Kveiks eru eftirfarandi:

Bæði er hægt að dulkóða sjálfa póstana og viðhengi með þeim. Til að mynda er hægt að sækja vafraviðbótina Mailvelope fyrir Chrome, GPG Tools fyrir Mac eða Gpg4win fyrir Windows.

Signal

Hægt er að eiga í samskiptum við fréttamenn Kveiks í gegnum Signal. Það er dulkóðuð samskiptaleið sem nýta má í stað heðfbundinna sms eða skilaboðasendinga. Til að nýta þá leið þarf að sækja Signal app í snjallsímann þinn; Android eða iPhone.

Allir fréttamenn Kveiks eru með Signal uppsett í símum sínum svo þú átt að geta fundið þá út frá símanúmerum í gegnum Signal.

Póstur

Ef þú vilt koma gögnum á föstu formi til Kveiks geturðu komið með þau og skilið eftir í móttöku RÚV eða sent þau í hefðbundnum pósti merkt:

Kveikur - Ríkisútvarpið
Efstaleiti 1
105 Reykjavík