*

Deildu með okkur

Í hverri viku fær Kveikur fjölda góðra ábendinga frá áhorfendum. Við hvetjum sérstaklega þá sem hafa gögn í fórum sínum sem eiga erindi við almenning að hafa samband.

Auðveldasta leiðin til að senda okkur skilaboð er í gegnum tölvupóstfangið [email protected]. Ef þú vilt nýta þér öruggari leiðir til að senda til okkur ábendingar í trúnaði eru eftirfarandi leiðir:

Signal

Hægt er að eiga í samskiptum við fréttamenn Kveiks í gegnum Signal. Það er dulkóðuð samskiptaleið sem nýta má í stað heðfbundinna sms eða skilaboðasendinga. Til að nýta þá leið þarf að sækja Signal app í snjallsímann þinn; Android eða iPhone.

Allir fréttamenn Kveiks eru með Signal uppsett í símum sínum svo þú átt að geta fundið þá út frá símanúmerum í gegnum Signal.

Póstur

Ef þú vilt koma gögnum á föstu formi til Kveiks geturðu komið með þau og skilið eftir í móttöku RÚV eða sent þau í hefðbundnum pósti merkt:

Kveikur - Ríkisútvarpið
Efstaleiti 1
105 Reykjavík