„Það er verið að fórna heilsu þessa unga fólks“

„Þetta er búið að vera barnið manns í einhvern tíma og svo fer það bara úr hreiðrinu og maður verður að snúa sér að næsta. Tjaldið fellur og næsta tekur við,“ segir Ingólfur Bjarni Sigfússon, umsjónarmaður Kveiksþáttar þriðjudagsins.

„Það er verið að fórna heilsu þessa unga fólks“

„Ég fer kannski í viku í tökur og hugsa ekki um neitt annað en þær tökur. Svo daginn eftir þarf ég að láta þær alveg eiga sig og fer að hugsa um þetta innslag til dæmis og er alveg fastur í því, þangað til í dag.“

„Þetta er eiginlega bara svona andlegt sjokk þegar þú ert búinn að vera fastur með athyglina á einhverju í svona langan tíma. Maður er búinn að vera læstur niðri í kjallara í einhverju klippherbergi svo það er alltaf jafn gaman að sjá að þátturinn er kominn út og fá einhver viðbrögð.“

Svona lýsir Ingvar Haukur Guðmundsson, pródúsent Kveiksþáttar þriðjudagsins, framleiðsluferlinu í hnotskurn. Hann ásamt Ingólfi ræddu um þáttagerðina, umfjöllunarefnið, viðbrögð við þættinum og næstu skref í fyrsta hlaðvarpsþætti Kveiks.

Í næstu viku verður Kveiksþáttur þess þriðjudags til umfjöllunar í hlaðvarpinu og þáttagerðarmenn til viðræðna um hann. Hlaðvarpið er að finna í öllum helstu hlaðvarpsöppum og í appi og á vef Rúv. #kveikur er fyrir alla þá sem vilja taka virkan þátt í umræðunni og [email protected] fyrir ábendingar.