*

Sjötta þáttaröð Kveiks að hefjast

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hefst á ný í kvöld. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annan hvern þriðjudag að loknum fréttum og Kastljósi.

Sjötta þáttaröð Kveiks að hefjast

Í fyrsta þættinum verður fjallað um umferðaröryggi á Íslandi og rætt við feðgin sem komust lífs af úr einu versta bílslysi sem hefur orðið á Íslandi, þegar jeppi með sjö manns um borð steyptist fram af brúnni við Núpsvötn milli jóla og nýárs árið 2018. Þrír breskir ferðamenn létust.

Ritstjórn Kveiks er skipuð átta reyndum frétta- og dagskrárgerðarmönnum: Þóru Arnórsdóttur, Arnari Þórissyni, Árna Þór Theodórssyni, Brynju Þorgeirsdóttur, Ingólfi Bjarna Sigfússyni, Ingvari Hauki Guðmundssyni, Jóhanni Bjarna Kolbeinssyni og Tryggva Aðalbjörnssyni.

Hægt er að nálgast alla fyrri þætti Kveiks hér á vefnum.

Hér eru upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband og koma að ábendingum um mögulegt umfjöllunarefni.