DNB óttaðist peningaþvætti en brást ekki við

Tvö félög sem norski bankinn DNB taldi tengjast Samherja voru metin í hættu á að vera nýtt í peningaþvætti í áhættumati sem bankinn gerði. Það virðist þó ekki hafa verið fyrr en nokkru eftir að matið sem bankinn greip til aðgerða.

DNB óttaðist peningaþvætti en brást ekki við

Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem WikiLeaks birtir í kvöld og Kveikur vinnur úr ásamt norska ríkissjónvarpinu NRK og Stundinni.

Gögnin benda til þess að bankinn hafi í raun ekki brugðist við eigin áhættumati fyrr en bandaríski bankinn Bank of New York Mellon stöðvaði millifærslu til Bandaríkjanna, árið 2018. Um ári eftir að DNB komst að því að hann vissi í raun ekki hver væri raunverulegur eigandi annars félagsins. Millifærslur til og frá Rússlandi voru kveikjan að athuguninni.

Bankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins en segir í skriflegu svari að varnir gegn peningaþvætti séu í forgangi. Fjallað verður nánar um þetta í Kveik í kvöld, strax á eftir Kastljósi og Menningunni. Þar verður einnig fjallað um viðbrögð við uppljóstrun Samherjaskjalanna í Namibíu.