*

Kveikur hefur göngu sína á ný 24. september

Þátturinn verður á dagskrá annan hvern fimmtudag klukkan 20:00.

Kveikur hefur göngu sína á ný 24. september

Það styttist í að fjórða tímabil fréttaskýringaþáttarins Kveiks hefjist, en fyrsti þáttur fer í loftið 24. september. Sú breyting hefur verið gerð að þátturinn verður á dagskrá annan hvern fimmtudag klukkan 20:00, í stað þriðjudaga áður.

Allir þættirnir eru sem fyrr aðgengilegir hér á vefnum, sem hefur verið uppfærður svo nú er orðið enn auðveldara að finna efni sem leitað er að.

Við hvetjum áhorfendur til að senda okkur ábendingar um umfjöllunarefni á netfangið [email protected] og eins til að fylgjast með Facebook-síðu þáttarins: https://www.facebook.com/KveikurRUV/