Þriðja bylgja COVID: Hvað er framundan?

„Það varð bara stórslys. Það er bara þannig,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur og einn af höfundum spálíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins.

Eftir ótrúlegan árangur í vor reis önnur bylgja síðsumars og svo skall þriðja bylgjan á um miðjan september og það fór  allt á hliðina. Hvernig gat Ísland verið komið í þessa stöðu?