*

Tryggvi Aðalbjörnsson

Tryggvi Aðalbjörnsson

[email protected]

Tryggvi Aðalbjörnsson er einn af fréttamönnum Kveiks. Hann hefur fjallað um víðerni og virkjanir, loftslagsbreytingar og umhverfismál, en líka um viðskipti, efnahagsbrot og eignarhald. Tryggvi hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2016 fyrir umfjöllun um starfsemi Brúneggja. Hann hefur jafnframt skrifað fyrir erlenda miðla og vann sumarið 2018 sem blaðamaður á loftslagsdeild New York Times. Hann lauk meistaranámi í blaðamennsku í Columbia-háskóla í New York 2018, þar sem hann sérhæfði sig í að fjalla um vísindi og umhverfismál, og lærði áður handritagerð fyrir kvikmyndir í Los Angeles.

Hægt er að senda Tryggva ábendingar með öruggum hætti í gegnum Signal.

Leynilegar greiðslur og kórónuveiran
1 mín lestur

Leynilegar greiðslur og kórónuveiran

Framkvæmdastjóri Upphafs, fasteignafélags GAMMA, þáði tugmilljóna króna ráðgjafagreiðslur frá byggingaverktaka sem vann milljarðaverkefni fyrir Upphaf. Lífeyrissjóðir töpuðu miklu á fasteignafélaginu. Gögn sem Kveikur komst yfir urðu til þess að málið var kært til lögreglu. Kórónuveiran dreifist enn hratt um heimsbyggðina. Á meðan leita vísindamenn logandi ljósi að lyfjum og bóluefni

Lesa umfjöllun