Tryggvi Aðalbjörnsson

Tryggvi Aðalbjörnsson

Farsími og Signal: 843-0850

[email protected]

Tryggvi Aðalbjörnsson er einn af fréttamönnum Kveiks. Hann hefur fjallað um víðerni og virkjanir, loftslagsbreytingar og umhverfismál, en líka um viðskipti, efnahagsbrot og eignarhald. Tryggvi hlaut verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2016 fyrir umfjöllun um starfsemi Brúneggja. Hann hefur jafnframt skrifað fyrir erlenda miðla og vann sumarið 2018 sem blaðamaður á loftslagsdeild New York Times. Hann lauk meistaranámi í blaðamennsku í Columbia-háskóla í New York 2018, þar sem hann sérhæfði sig í að fjalla um vísindi og umhverfismál, og lærði áður handritagerð fyrir kvikmyndir í Los Angeles.

Hægt er að senda Tryggva ábendingar á dulkóðaðan hátt í gegnum Signal-appið sem er hægt að sækja ókeypis fyrir Android-síma og iPhone.