Lára Ómarsdóttir

Lára Ómarsdóttir

Lára Ómarsdóttir var fréttamaður í Kveik fram til 2021. Hún hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum og fréttamennsku og hefur starfað í útvarpi, sjónvarpi, á vefmiðlum og dagblöðum. Hún er menntaður stærðfræði- og íslenskukennari en hóf störf í fjölmiðlum árið 2005 og hefur frá 2009 starfað á RÚV þar sem hún hefur meðal annars verið fréttavaktstjóri á fréttastofu, verið vefritstjóri ruv.is auk þess að vera umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Ferðastiklur sem fjalla um land og þjóð. Lára hefur mikla reynslu af rannsóknarblaðamennsku og hefur einkum sérhæft sig í umfjöllum um félagsmál, byggðamál, mannréttindamál, neytendamál og mál tengd skipulagðri glæpastarfsemi.