Lára Ómarsdóttir

Það er ekki mikil hætta á að veiran geri fólk alvarlega veikt nema það sé aldrað eða með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og langvinna lungnaþembu eða krabbamein. Langlangflestir sem smitast jafna sig á viku tíu dögum.

Hvað get ég gert til að minnka líkur á að ég smitist?

 • Þvoðu hendur reglulega vel með sápu og vatni og notaðu handspritt þess á milli.
 • Notaðu frekar ermar, olnboga, sótthreinsiklúta eða annað slíkt þegar þú tekur um hurðarhúna, innkaupakerrur og svoleiðis.
 • Haltu um tveggja metra fjarlægð frá fólki sem þið búið ekki með eða umgangist sjaldan eða aldrei
 • Reyndu að sleppa því að snerta munn, nef og augu eins og hægt er.
 • Þegar komið er í vinnuna er gott að þrífa starfsstöðina, bæði borð og lyklaborð og mús. Eins er gott að þrífa fleti sem mikið eru notaðir oftar en ella.
 • Ef þú ert eldri borgari eða ert með undirliggjandi sjúkdóm skaltu halda þig sem mest heima og frá mannamótum og stöðum þar sem margir koma saman.
 • Forðastu að umgangast fólk sem er með kvef.

Hvað get ég gert til að minnka líkur á að ég smiti aðra?

 • Haltu þér heima ef þú ert með kvefeinkenni
 • Ef þú þarft að hósta eða hnerra er best að nota olnbogabótina eða einnóta klúta, passaðu vel að hósta eða hnerra ekki á aðra
 • Þvoðu hendur reglulega vel með sápu og vatni og notaðu handspritt þess á milli.
 • Notaðu frekar ermar, olnboga, sótthreinsiklúta eða annað slíkt þegar þú tekur um hurðarhúna, innkaupakerrur og svoleiðis.
 • Haltu um tveggja metra fjarlægð frá fólki sem þið búið ekki með eða umgangist sjaldan eða aldrei
 • Reyndu að sleppa því að snerta munn, nef og augu eins og hægt er.
  Hvað ef einhver sem ég þekki smitast af Covid?
 • Vertu heima þar til þú hefur fengið leiðbeiningar frá 1700 eða smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis um næstu skref.
 • Ef þú ert með kvefeinkenni eins og þurran hósta og hita til dæmis, hafðu samband við 1700

Fréttastofa RÚV hefur tekið saman ýmsar almennar upplýsingar um COVID-19 sem nálgast má hér. Á upplýsingavef Almannavarna, covid.is, má líka finna ýmsar upplýsingar um veiruna og viðbrögð við henni.

Finnirðu fyrir kvíða eða ótta bendum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða 1717.is þar sem boðið er uppá netspjall.

Fyrri hluti:
← Hvað gerum við?