Útvarp UngRÚV

Upptakturinn 2019 - Jökull og Matthías

Upptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna þar sem þau tækifæri til þess senda inn hugmyndir tónverkum, fullvinna þau með aðstoð tónskálda og heyra þau svo flutt af atvinnutónlistarfólki í Hörpu. Í þessum þáttum kynnumst við öllum þrettán tónskáldunum sem tóku þátt í Upptaktinum árið 2019, fylgjum verkum þeirra frá innsendri hugmynd frumflutningi og hitum þannig upp fyrir Upptaktinn árið 2020.

Verkin sem heyrast í þættinum voru flutt af hljómsveit Upptaktsins í Silfurbergi, þriðjudaginn 9. apríl 2019. Hljómsveit Upptaktsins skipa þau Gróa Margrét Valdimarsdóttir á fiðlu, Herdís Anna Jónsdóttir á víólu, Bryndís Björgvinsdóttir á selló, Gunnlaugur Torfi Stefánsson á bassa, Grímur Helgason á klarinett, Kristján Hrannar Pálsson á píanó, Sigurlaug Björnsdóttir á flautu og Sigurður Ingi Einarsson á slagverk.

Fyrsti þáttur:

Jökull Jónsson (12 ára) og verkið hans „Konfekt"

Matthías Atlason (10 ára) og verkið hans „Þrællinn"

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Birt

2. jan. 2020

Aðgengilegt til

30. des. 2022
Útvarp UngRÚV

Útvarp UngRÚV

Í þáttunum er kafað ofan í þau mál sem brenna á unglingum; tónlist, tíska, samfélagið, geðheilbrigði, stjórnmál og fleira. Útvarp UngRÚV er þáttur fyrir raddir unglinga.

Umsjón: Hafsteinn Vilhelmsson