Stundin okkar

Þessi með goðafræðinni, fjörugum þrautum og rólegum jógaæfingum

Í þessum þætti keppa krakkarnir í Frímó í þrautunum Hávamál og Boltabækur. Í Jógastund lærum við nokkrar æfingar sem eru góðar fyrir einbeitingu og ró. Bræðurnir Hrannar og Darri breyta sér í goðin Þór og Frey og segja okkur ýmislegt um goðafræðina.

Birt

21. mars 2021

Aðgengilegt til

12. sept. 2022
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur. Þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist, ævintýraheimur bókanna og spennuþáttasería eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins. Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.