Stundin okkar

Þessi með steppinu, jóga og öllum myndunum

Í þessum þætti af Stundinni okkar kynnumst við steppdansi hjá danshöfundinum Chantelle. Í Jógastundinni lærum við nokkrar kraftmiklar jógaæfingar. Í Krakkakiljunni kynnumst við myndríkum bókum, hittum teiknarann Blævi Guðmundsdóttur og spjöllum við rithöfundana Jónu Valborgu og Yrsu Þöll.

Birt

28. feb. 2021

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur. Þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist, ævintýraheimur bókanna og spennuþáttasería eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins. Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.