Stundin okkar

Þessi með dósunum, jóganu og hamborgurunum

Í þessum þætti keppa krakkar úr 6.bekk í spennandi þrautum í Frímó undir stjórn Lindu og Tinnu.

Í Jógastund sjáum við nokkrar skemmtilegar jógastöður. Ylfa og Máni sýna krökkum hvernig þau elda hamborgara.

Birt

21. feb. 2021

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur. Þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist, ævintýraheimur bókanna og spennuþáttasería eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins. Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.