Þessi með steppinu, jóga og öllum myndunum
Í þessum þætti af Stundinni okkar kynnumst við steppdansi hjá danshöfundinum Chantelle. Í Jógastundinni lærum við nokkrar kraftmiklar jógaæfingar. Í Krakkakiljunni kynnumst við myndríkum…
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur. Þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist, ævintýraheimur bókanna og spennuþáttasería eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins. Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.