Stundin okkar

Þessi með jólakettinum, jólabakstrinum og gyllta lampanum

Í þessum þætti hitta Erlen og Lúkas eru í jólagírnum og hitta heilsukonuna Ebbu Guðnýju sem kennir þeim baka mjög einfaldar kókoskúlur og bragðgóðar möffins. Síðan skella þau sér í bæinn og velta því fyrir sér hvort jólakötturinn hafi í alvörunni verið til.

Alexander og Hildur Eva búa til geggjað flottan og skrautlegan lampa og Ingvar Wu talar um hvernig við getum búið til íslensk nýyrði á skemmtilegan hátt.

Frumsýnt

15. des. 2019

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

útgáfa af Stundinni okkar þar sem krakkar eru þáttastjórnendur. Þátturinn samanstendur af fjölbreyttum smáseríum og við förum meðal annars á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, sjáum krakkaútgáfu af spurningaþættinum Kappsmáli, kynnumst vísindunum á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri og komumst því hvað er fyndið. Aðalkynnar þáttarins eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen en auk þeirra kemur fjöldi annarra krakka fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir.