Stundin okkar

Þessi með skylmingunum og lokaþætti Rammvillt

Kristín og Arnór fara að fossinum til að senda flöskuskeytið af stað en Arnór slasar sig illa á fæti. Í Málinu hittast tvö skemmtileg lið, Stuðpinnarnir og Sósa, í æsispennandi keppni. Erlen og Lúkas heimsækja Skylmingadeild FH og læra hvernig á að skylmast.

Birt

24. nóv. 2019

Aðgengilegt til

1. ágúst 2021
Stundin okkar

Stundin okkar

Ný útgáfa af Stundinni okkar þar sem krakkar eru þáttastjórnendur. Þátturinn samanstendur af fjölbreyttum smáseríum og við förum meðal annars á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, sjáum krakkaútgáfu af spurningaþættinum Kappsmáli, kynnumst vísindunum á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri og komumst að því hvað er fyndið. Aðalkynnar þáttarins eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen en auk þeirra kemur fjöldi annarra krakka fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir.

Þættir