Stundin okkar

Þessi með huldufólkinu og ostaslaufunum í bakaríinu

Í þessum þætti af Stundinni okkar fara Lúkas og Erlen í heimsókn í Mosfellsbakarí og prófa baka ostaslaufur. Kristín og Arnór eru enn rammvillt og lesa draugalegar sögur um huldufólk og álagabletti. Í þættinum Málið keppa liðin Dúskarnir og Nettastar í þekkingu sinni á íslenskunni.

Birt

10. nóv. 2019

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

útgáfa af Stundinni okkar þar sem krakkar eru þáttastjórnendur. Þátturinn samanstendur af fjölbreyttum smáseríum og við förum meðal annars á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, sjáum krakkaútgáfu af spurningaþættinum Kappsmáli, kynnumst vísindunum á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri og komumst því hvað er fyndið. Aðalkynnar þáttarins eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen en auk þeirra kemur fjöldi annarra krakka fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir.

Þættir