Stundin okkar

Þessi með hengirúminu, grettukeppninni og þegar krakkarnir týnast

Í þættinum sjáum við Erlen og Lúkas fara í fyndna grettukeppni í styttugarðinum. Kristín og Arnór leggja af stað í tjaldferðalag og Hildur og Alexander finna risastórt net og ákveða að útbúa hengirúm. Í Málinu taka Ingvar og Birta á móti keppendum sem láta reyna á þekkingu sína á íslensku tungumáli.

Birt

6. okt. 2019

Aðgengilegt til

13. júní 2021
Stundin okkar

Stundin okkar

Ný útgáfa af Stundinni okkar þar sem krakkar eru þáttastjórnendur. Þátturinn samanstendur af fjölbreyttum smáseríum og við förum meðal annars á verkstæði þar sem ímyndunaraflið ræður ríkjum, sjáum krakkaútgáfu af spurningaþættinum Kappsmáli, kynnumst vísindunum á bak við ýmis hversdagsleg fyrirbæri og komumst að því hvað er fyndið. Aðalkynnar þáttarins eru Erlen Ísabella Einarsdóttir og Lúkas Emil Johansen en auk þeirra kemur fjöldi annarra krakka fram í þáttunum. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir.

Þættir