Stundin okkar

Þessi með jólatrénu, borgarstjóranum og hafragrautnum

Í þessum þætti af Stundinni okkar kynnumst við afrískum dansi frá Gíneu. Ásta og Ronja sýna nokkrar góðar jógaæfingar og Ylfa og Máni útbúa gómsætan hafragraut með eplamús. Krakkarnir í Stundinni fara í jólalega skógarferð í Heiðmörk og hitta m.a. Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem er fella jólatré fyrir borgarbúa.

Frumsýnt

22. nóv. 2020

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,