Stundin okkar

Þessi með Söngvakeppninni, fatakaupunum og eltingaleiknum

Í þessum þætti eru Erlen og Lúkas í svakalegu stuði og eru að búa til sitt eigið Söngvakeppnisatriði. Þau fá til sín alla keppendurna sem komust áfram í undanúrslitum Söngvakeppninnar til að gefa sér góð ráð.

Í Jörðinni halda Baldur og Linda áfram að rannsaka hvað veldur hlýnun jarðar. Nú skoða þau hvernig neysla hefur áhrif á hlýnun jarðar. Þau spjalla við Rögnu sem segir okkur frá því að hvernig það hefur neikvæð áhrif á loftslagið að kaupa svona mikið af fötum og hlutum. Við heyrum söguna af Gretu Thunberg og kíkjum í Rauðakrossbúð þar sem fást notuð föt sem eru alveg eins og ný.

Í Rammvillt í Reykjavík halda Arnór, Kristín, Addú og Amma eltingaleiknum áfram og finna Sigurjón í skólanum hennar Addúar en ekki líður að löngu áður en þau eru lent í miklum vandræðum.

Birt

23. feb. 2020

Aðgengilegt til

6. sept. 2021
Stundin okkar

Stundin okkar

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir