Hlustaðu nú!

Jólaljósin skær og Jólatréð

Þátturinn í dag verður með sérstöku hátíðarþema, enda styttist í jólin. Við munum til okkar tónelska fjölskyldu sem gaf út nýtt lag fyrir þessi jól, en það eru þau Lára Björk, Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs með lagið Jólaljósin skær. Þau spjalla um uppáhaldsjólalögin sín og hvernig nýja lagið þeirra varð til. Síðan heyrum við glænýja jólasögu eftir Tinnu Snæbjörnsdóttur sem er 11 ára.

Tónelska fjölskyldan:

Lára Björk Hall

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Karl Olgeirsson

Rán Karlsdóttir

Smásagan Jólaljósin skær eftir Tinnu Snæbjörnsdóttur.

Leikraddir:

Bragi Valdimar Skúlason (Stúfur)

Elísabet Lára Gunnarsdóttir (Dögg)

Hallur Hrafn Proppé (Tommi)

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Amma hans Tomma)

Birt

16. des. 2020

Aðgengilegt til

16. des. 2021
Hlustaðu nú!

Hlustaðu nú!

„Hlustaðu nú!" er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum.

Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli.

Og hlustaðu nú!

Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.