Dance World Cup

Dance World Cup

Um 200 dansnemar frá listdansskólum landsins spreyttu sig í undankeppni Dance World Cup á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 30.mars. Um einstakan dansviðburð var ræða en í gegnum undankeppni DWC á Íslandi mun Ísland í fyrsta sinn eignast landslið í danslist!

Keppt var um þátttökurétt í DANSlandslið Íslands og mun landsliðið síðan keppa fyrir Íslands hönd í alheimskeppni DWC sem haldin verður í borginni Braga í Portúgal í sumar, dagana 28.júní - 6.júlí.